Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það var augljóslega eyða á markaðnum hérna á Íslandi“

Regn er smá­for­rit sem skap­ar vett­vang fyr­ir not­end­ur til þess að kaupa og selja föt á um­hverf­i­s­vænni hátt. Fram­kvæmda­stjóri Regns, Ásta Kristjáns­dótt­ir, seg­ir um það bil 5.000 manns hafa hlað­ið smá­for­rit­inu nið­ur en það varð að­gengi­legt iP­ho­ne-not­end­um í ág­úst síð­ast­liðn­um.

Ásta Kristjánsdóttir Framkvæmdastjóri Regns sá eyðu á markaðnum fyrir smáforrit sem myndi auðvelda notendum að selja og kaupa notuð föt.

„Regnið er mitt hugarfóstur,“ segir Ásta Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Regnsins, smáforrits sem gerir notendum kleift að kaupa og selja föt sín á milli á skilvirkan hátt. 

Smáforritið RegnAuðveldar sölu og kaup á notuðum flíkum hér á landi.

Ásta hefur mikinn áhuga á umhverfisvernd og vildi leggja sitt af mörkum til að stuðla að umhverfisvænum neysluvenjum hjá almenningi.

Hugmyndin að Regn varð til í heimsfaraldrinum Covid-19 þegar Ásta sá auglýsingu um styrk frá Tækniþróunarsjóði. „Þá hafði ég verið að pæla í því að það var ekki til neitt svona app á Íslandi.“ 

Ásta hafði tekið eftir því að ungar konur voru farnar að nota ítalska smáforritið Depop til þess að selja og kaupa notuð föt með tilheyrandi sendingarkostnaði. 

„Svo að ég hugsaði með mér að það væri gaman að prófa að sækja um styrk því að það var augljóslega eyða á markaðinum hérna á Íslandi.“ 

Fræ verður að forriti …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
3
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár