Engar upplýsingar eru til um fjölda einstaklinga sem hafa fengið grædda í sig brjóstapúða á einkastofum. Aftur á móti eru þær upplýsingar til um Landspítala sem hefur á síðastliðnum 10 árum grætt brjóstapúða í 606 einstaklinga og fjarlægt þá úr 313.
„Annaðhvort er spítalinn að fjarlægja helming þeirra púða sem hann græðir, eða einkarekna heilbrigðiskerfið veltir þessum afleiðingum yfir á hið opinbera,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, við Heimildina.
Tölurnar sem um ræðir birtust í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga um skráningu brjóstapúða.
Veikindi rakin til púðanna
Konur með slíka púða hafa sumar hverjar lent í alvarlegum veikindum sem þær telja tengjast brjóstapúðunum, sérstaklega þar sem verulega dró úr einkennunum eftir að þær létu fjarlægja púðana.
Heimildin fjallaði um veikindi þriggja kvenna, svokallaða brjóstapúðaveiki, í ágústmánuði. Konurnar höfðu allar orðið óvinnufærar, ýmist tímabundið …
Athugasemdir