Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Settu brjóstapúða í 600, fjarlægðu úr 300

Á tíu ár­um hafa lækn­ar Land­spít­ala grætt brjósta­púða í 606 ein­stak­linga og fjar­lægt þá úr 313. „Ann­að­hvort er spít­al­inn að fjar­lægja helm­ing þeirra púða sem hann græð­ir, eða einka­rekna heil­brigðis­kerf­ið velt­ir þess­um af­leið­ing­um yf­ir á hið op­in­bera,“ seg­ir þing­mað­ur Pírata.

Settu brjóstapúða í 600, fjarlægðu úr 300
Landspítali Ígræðsla brjóstapúða á Landspítala er oftast framkvæmd vegna uppbyggingar brjósts eða brjósta eftir krabbameinsmeðferð.

Engar upplýsingar eru til um fjölda einstaklinga sem hafa fengið grædda í sig brjóstapúða á einkastofum. Aftur á móti eru þær upplýsingar til um Landspítala sem hefur á síðastliðnum 10 árum grætt brjóstapúða í 606 einstaklinga og fjarlægt þá úr 313. 

„Annaðhvort er spítalinn að fjarlægja helming þeirra púða sem hann græðir, eða einkarekna heilbrigðiskerfið veltir þessum afleiðingum yfir á hið opinbera,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, við Heimildina.

Tölurnar sem um ræðir birtust í svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga um skráningu brjóstapúða. 

Veikindi rakin til púðanna

Konur með slíka púða hafa sumar hverjar lent í alvarlegum veikindum sem þær telja tengjast brjóstapúðunum, sérstaklega þar sem verulega dró úr einkennunum eftir að þær létu fjarlægja púðana. 

Heimildin fjallaði um veikindi þriggja kvenna, svokallaða brjóstapúðaveiki, í ágústmánuði. Konurnar höfðu allar orðið óvinnufærar, ýmist tímabundið …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Brjóstapúðaveiki

Upplýsa ætti konur á leið í brjóstastækkun um möguleg veikindi
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Upp­lýsa ætti kon­ur á leið í brjóstas­tækk­un um mögu­leg veik­indi

Nokk­ur fjöldi kvenna læt­ur fjar­lægja brjósta­púða ár­lega vegna veik­inda sem tal­in eru tengj­ast þeim. Ekki er hægt að segja með vissu hversu marg­ar þær eru því lýta­lækn­ar hafa, á grund­velli per­sónu­vernd­ar­sjón­ar­miða og trún­að­ar, neit­að að veita land­lækni upp­lýs­ing­ar sem gætu leitt það í ljós. Frum­varp sem á að styrkja heim­ild land­lækn­is til þess að krefjast upp­lýs­ing­anna á að fara fyr­ir haust­þing.
Bumbuboltakarlar sleppa með skrekkinn en ekki brjóstapúðakonur
FréttirBrjóstapúðaveiki

Bumbu­bol­ta­karl­ar sleppa með skrekk­inn en ekki brjósta­púða­kon­ur

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, seg­ir fá­rán­legt að kon­ur þurfi sjálf­ar að standa straum af kostn­aði við að láta fjar­lægja brjósta­púða sem eru að gera þær veik­ar. Ekki eigi að refsa fólki fyr­ir það að veikj­ast, sama hvaða ástæð­ur liggja þar að baki. Að­gerð til þess að fjar­lægja brjósta­púða kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur og er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands.
Púðarnir settir í þrátt fyrir bólgusjúkdóm
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Púð­arn­ir sett­ir í þrátt fyr­ir bólgu­sjúk­dóm

Andrea Ingvars­dótt­ir glímdi við gigt og bólgu­sjúk­dóma áð­ur en hún fór í brjóstas­tækk­un ár­ið 2014. Þrátt fyr­ir að þekkja sjúkra­sögu henn­ar græddi lýta­lækn­ir púða í brjóst henn­ar. Lík­am­inn brást illa við að­skota­hlut­un­um og veik­indi Andr­eu versn­uðu. Hún sló lán til þess að láta fjar­lægja púð­ana fyr­ir rúm­um mán­uði síð­an.
Nýtt líf eftir að 500 millilítra sílíkonpúðar voru fjarlægðir
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Nýtt líf eft­ir að 500 milli­lítra sí­lí­kon­púð­ar voru fjar­lægð­ir

Skömmu eft­ir að Klara Jenný H. Arn­björns­dótt­ir ljós­móð­ir gekkst und­ir ristil­nám kom í ljós að sí­lí­kon­púð­ar í brjóst­um henn­ar láku. Hún lét setja púð­ana í sig ár­ið 2006, þeg­ar hún var 19 ára, og að eig­in sögn með lít­ið sjálfs­traust. Hún hef­ur glímt við veik­indi frá ár­inu 2008. Nú hafa púð­arn­ir ver­ið fjar­lægð­ir og Klara Jenný seg­ist hafa öðl­ast nýtt líf.
Veik kona ætti að eiga skilyrðislausan rétt á hjálp
FréttirBrjóstapúðaveiki

Veik kona ætti að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp

Kon­ur sem rekja al­var­leg veik­indi til brjósta­púða hafa þurft að taka lán fyr­ir að­gerð þar sem púð­arn­ir eru fjar­lægð­ir. Að­gerð­in, sem kost­ar mörg hundruð þús­und krón­ur, er ekki nið­ur­greidd af Sjúkra­trygg­ing­um Ís­lands. Ónæm­is­fræð­ing­ur tel­ur að ekki ætti að láta kon­ur gjalda þeirr­ar ákvörð­un­ar að hafa far­ið í brjóstas­tækk­un, og seg­ir að veik­ar kon­ur ættu að eiga skil­yrð­is­laus­an rétt á hjálp.
Lá í dái í fjórar vikur
ViðtalBrjóstapúðaveiki

Lá í dái í fjór­ar vik­ur

Guð­rún Eva Jóns­dótt­ir fékk andnauð­ar­heil­kenni og féll í dá í fjór­ar vik­ur síð­asta sum­ar. Und­an­fari veik­ind­anna voru sí­end­ur­tekn­ar lungna­bólg­ur og svepp­ur sem fannst í lunga henn­ar ár­ið 2020. Or­sök veik­inda henn­ar er á huldu en sjálf tel­ur hún síli­kon­púð­un­um um að kenna. Hún á ekki fyr­ir að­gerð til þess að láta fjar­lægja þá. Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands nið­ur­greiða ekki að­gerð­ina. Hún kost­ar mörg hundruð þús­und.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár