Gunnar Bragi Sveinsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Framsóknarflokks og Miðflokks, er samkvæmt nýlega uppfærðum upplýsingum á vef Alþingis orðinn starfsmaður þingflokks Miðflokksins.
Í samtali við Heimildina segist hann einungis vera í tímabundnum verkefnum fyrir þingflokkinn og sé samhliða því að sinna öðrum störfum, sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Hann segist hafa verið að starfa við ýmiskonar ráðgjöf frá því að eins árs ráðningarsamningur hans hjá stofnun Sameinuðu þjóðanna um eyðimerkursamninginn, UNCCD, rann út fyrr á þessu ári.
„Heyrðu, nei, það er nú ekki alveg þannig,“ sagði Gunnar Bragi þegar blaðamaður spurði hvort það væri rétt að hann væri kominn til starfa hjá þingflokki Miðflokksins. „Ég er í tímabundnu verkefni. Ég bið þig bara um að tala við Bergþór [Ólason, þingflokksformann Miðflokksins] um þetta. Þetta er bara tímabundið verkefni sem ég tek að mér. Ég er bara í svona „freelance“ vinnu,“ segir Gunnar Bragi.
Starfsfólk þingflokka er formlega séð starfsfólk skrifstofu Alþingis …
Athugasemdir (1)