Í samtali við Heimildina neitar Davíð Viðarsson öllum tengslum við vinnumansal og segir af og frá að fólk hafi búið á matarlagernum alræmda í kjallara Sóltúns 20. „No, nobody stay there. No, you crazy?,” segir Davíð sem talar jöfnum höndum ensku og íslensku við blaðamann, en á íslensku útleggst þetta sem: „Nei, enginn dvaldi þarna. Nei, ertu frá þér?“
Eins og fjallað hefur verið um var mikið magn af rottum og músum í kjallaranum, lifandi og dauðum, auk þess sem megn fnykur stafaði frá kjallaranum. Þar var til að mynda búið að reisa tjald ofan á sekkjum af matvælum.
Spurður um þær rúmdýnur og kodda sem heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fann í kjallaranum sagði hann þessa hluti þar aðeins hafa verið geymda þar tímabundið. „Ástæðan fyrir því að þau sáu dýnurnar í geymslunni er …
Athugasemdir (3)