Vísbendingar um að fólk hafi búið í matvælageymslunni – „Lifandi og dauðar rottur og mýs “

Um­merki voru um að fólk hafi bú­ið í kjall­ar­an­um að Sól­túni 20, það­an sem tonn­um af ónýt­um mat­væl­um var farg­að í haust. Þrifa­fyr­ir­tæk­ið Vy-þrif sem var með kjall­ar­ann á leigu hafði ekki starfs­leyfi til að geyma mat­væli. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins hef­ur einnig rek­ið veit­inga­keðj­una PhoVietnam og á 40% hlut í Wok On Mat­höll. Þá keypti hann gamla Her­kastal­ann á hálf­an millj­arð fyr­ir tæp­um tveim­ur ár­um.

Vísbendingar um að fólk hafi búið í matvælageymslunni – „Lifandi og dauðar rottur og mýs “
Mikið var af meindýrum í kjallaranum þar sem matvælin voru geymd, rottur og mýs, bæði lifandi og dauðar. Mynd: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Dýnur, koddar, matarílát og tjald er meðal þess sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fann í kjallaranum að Sóltúni 20 þegar það fór þangað í eftirlitsferð í haust vegna ábendinga um ólykt frá kjallaranum. Í bréfi frá heilbrigðiseftirlitinu til þrifafyrirtækisins Vy-þrif ehf., sem var með húsnæðið á leigu, segir að þetta séu dæmi um „vísbendingar um að fólk hafi dvalið á staðnum.“ Þar segir einnig að matvælafyrirtæki séu hvorki ætluð til íbúðar eða gistingar, og að lögreglan hefur verið upplýst um málið.

Keypti gamla Herkastalann

Eigandi Vy-þrifa er Davíð Viðarsson. Hann breytti nýverið nafni sínu en hann hét áður Quang Le. Davíð er stórtækur í veitingarekstri á Íslandi. Hann hefur rekið veitingakeðjuna PhoVietnam, á Vietnam Market á Suðurlandsbraut og á 40% hlut í Wok On Mathöll ehf. Þá á hann fasteignafélagið, NQ fasteignir ehf., áður KSH fasteigir ehf., sem fyrir tæpum tveimur árum keypti fasteignina við Kirkjustræti 2, sem áður hýsti Hjálpræðisherinn, á um hálfan milljarð króna. Við kaupin var gefið út að þar ætti að reka hótel og mathöll.

Frá Sóltúni 20

Rottuskítur og rottuþvag

Samkvæmt gögnum frá heilbrigðiseftirlitinu liggur fyrir að Vy-þrif hafði ekki sótt um starfsleyfi til að geyma matvæli í kjallara að Sóltúni 20, en í eftirlitinu kom í ljós að þar var geymt mikið magn matvæla,, bæði þurrvara og frystivara. Húsnæðið var óhreint, ekki meindýrahelt og áttu skaðvaldar, svo sem nagdýr, greiðan aðgang undir vörudyr en einnig upp um opin niðurföll. Greinileg ummerki voru um meindýr á staðnum, bæði rottuskítur og rottuþvag út um allt og ofan á umbúðum matvæla. „Í ljós kom að bæði lifandi og dauðar rottur og mýs voru á staðnum. Við skoðun á matvælum voru greinileg merki um að meindýr höfðu nagað sig í gegnum umbúðir,“ segir í áðurnefndu bréfi.

Frá Sóltúni 20

Við rannsókn málsins hjá heilbrigðiseftirlitinu hefur komið í ljós að í húsnæðinu voru meðal annars geymd 4.912 kg af matvælum sem nýlega voru innflutt til landsins, matvæli sem að mati heilbrigðiseftirlitsins voru ætluð til dreifingar enda magnið slíkt að ólíklegt væri að þau væru ætluð til einkanota. Ljóst er því að mati heilbrigðiseftirlitsins að húsnæðið var notað til geymslu matvæla sem ætluð voru til dreifingar og neyslu en sú skýring leigutaka að matvælin væru þarna geymd fyrir förgun verður ekki talin trúverðug með hliðsjón af gögnum málsins.

Mikið af koddum voru innan um matvælin.

Alvarleg brot sem gætu ógnað neytendum

Að mati heilbrigðiseftirlitsins hefur Vy-þrif brotið fjölmörg ákvæði matvælalaga og reglugerða sem settar hafa verið með stoð í þeim. Um er að ræða alvarleg brot sem gætu hafa ógnað öryggi neytenda og valdið þeim heilsutjóni ef matvælin hefðu ratað til neytenda með beinum eða óbeinum hætti.

Vy-þrif ehf hefur frest til 14. nóvember til að afhenda heilbrigðiseftirlitinu allar upplýsingar um dreifingu matvæla frá Sóltúni. 

Þegar matvælunum í kjallaranum var fargað hafði Davíð óskað eftir því að fá sjálfur starfsfólk til að farga þeim, frekar en að verktakar á vegum heilbrigðiseftirlitsins gerðu það. 

Frá Sóltúni 20

Skortur á kunnáttu

Þann 29. september þegar förgunin átti að fara fram mættu í upphafi dags tveir starfsmenn í kjallara Sóltúns 20 til að vinna að förguninni. Til staðar var gámur, lyftari og brettatrilla en kunnátta starfsmanna á tækin virtist vera af skornum skammti. Framkvæmdin gekk hægt og þrátt fyrir leiðbeiningar heilbrigðisfulltrúa um það sem betur mætti fara, féllu vörur iðulega af brettum, umbúðir rofnuðu og matvæli dreifðust víða. 

Mikill rottugangur var á staðnum, mest í leyni bak við hurðir, bretti og aðra hluti, en þegar bretti voru færð úr stað skutust þær undan og út úr þeim. Starfsmenn voru ekki í viðeigandi hlífðarfatnaði og virtust veigra sér við að taka upp matvælasekki, en fyrir kom að út úr þeim skytust meindýr. Sum meindýranna lentu í gildrum sem búið var að koma fyrir í húsnæðinu og þurfti heilbrigðiseftirlitið að aflífa eina rottu sem var föst í gildru.

Dýnur voru í húsnæðinu.

Fylltu bakpoka af matnum

Um hádegi var búið að fylla einn gám og tveir starfsmenn bættust við fyrir hönd eiganda lagers en þrátt fyrir það gekk áfram illa að koma matvælunum út í gám. Á þeim tímapunkti kom í ljós að starfsmenn við förgunina voru að koma matvælum undan og höfðu hent matvælum í nærliggjandi runna, fyllt bakpoka með matvælum og komið þeim fyrir á ýmsum stöðum utan rýmisins. 

Á svipuðum tímapunkti voru starfsmenn inni á matvælalagernum sem virtu fyrirmæli heilbrigðisfulltrúa að vettugi og reyndu jafnvel að taka af þeim matvæli sem þeir voru að skrá og mynda á staðnum. Báðust þeir afsökunar og sögðu að um mistök væri að ræða.

Frá Sóltúni 20

Starfsmenn þeir sem voru við förgunina virtu skýr fyrirmæli að vettugi og að sögn Davíðs einnig hans skýru fyrirmæli, að því er segir í gögnum heilbrigðiseftirlitsins.

Heilbrigðiseftirlitið tók því ákvörðun um að stöðva förgunina og innsiglaði húsnæðið. Þann 2. október komu síðan verktakar á vegum heilbrigðiseftirlitsins sem sáu um förgunina.

Staðfest er að 19.160 kg af matvælum ásamt brettum og umbúðum fóru í förgun, þar af voru matvæli skráð minnst 18.198 kg.

Frá Sóltúni 20
Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Elísabet Ólafsdóttir skrifaði
    Þetta er ógeðslegt. Ég kúgast smá yfir að ég hafi borðað á WokOn.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
5
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Kapphlaupið um krúnudjásnið Marel
7
Greining

Kapp­hlaup­ið um krúnu­djásnið Mar­el

Upp­sögn for­stjóra, veðkall, greiðslu­stöðv­un, ásak­an­ir um óbil­girni og óheið­ar­leika banka, fjár­fest­ar sem liggja und­ir grun um að vilja lauma sér inn bak­dyra­meg­in á und­ir­verði, óskuld­bind­andi yf­ir­lýs­ing­ar um mögu­legt yf­ir­töku­til­boð, skyndi­leg virð­is­aukn­ing upp á tugi millj­arða króna í kjöl­far­ið, höfn­un á því til­boði, harð­ort op­ið bréf frá er­lend­um vog­un­ar­sjóði með ásök­un­um um hags­muna­árekstra og nú mögu­legt til­boðs­stríð. Þetta hef­ur ver­ið veru­leiki Mar­el, stærsta fyr­ir­tæk­is Ís­lands, síð­ustu vik­ur.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
8
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Pressa: Fyrsti þáttur
1
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
María Rut Kristinsdóttir
8
Það sem ég hef lært

María Rut Kristinsdóttir

Of­beld­ið skil­grein­ir mig ekki

María Rut Krist­ins­dótt­ir var bú­in að sætta sig við það hlut­skipti að of­beld­ið sem hún varð fyr­ir sem barn myndi alltaf skil­greina hana. En ekki leng­ur. „Ég klæddi mig úr skömm­inni og úr þol­and­an­um. Fyrst fannst mér það skrýt­ið – eins og ég stæði nak­in í mann­mergð. Því ég vissi ekki al­veg al­menni­lega hver ég væri – án skamm­ar og ábyrgð­ar.“
Skipið sem skemmdi vatnsleiðsluna hafði áður misst akkerið í sjóinn
10
Fréttir

Skip­ið sem skemmdi vatns­leiðsl­una hafði áð­ur misst akk­er­ið í sjó­inn

Þeg­ar akk­er­ið á skipi Vinnslu­stöðv­ar­inn­ar féll út­byrð­is, dróst eft­ir botn­in­um og stór­skemmdi einu neyslu­vatns­lögn­ina til Eyja var skip­ið, Hug­inn VE, ekki að missa akk­er­ið út­byrð­is í fyrsta skipti. Fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Sig­ur­geir Brynj­ar Krist­geirs­son, stað­fest­ir þetta við Heim­ild­ina. „Þetta er bull,“ sagði skip­stjóri tog­ar­ans síð­asta föstu­dag, er Heim­ild­in spurði hvort bú­ið væri að segja hon­um og frænda hans upp. Starfs­loka­samn­ing­ur var gerð­ur við menn­ina sama dag.

Mest lesið í mánuðinum

Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
1
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
8
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár