„Viðbrögðin hafa verið mjög góð og mörg hundruð manns hafa boðið upp á húsnæði um allt land,“ segir Oddur Freyr Þorsteinsson, kynningar- og fjölmiðlafulltrúi Rauða kross Íslands um viðbrögð landsmanna við því ákalli samtakanna að finna húsnæði fyrir Grindvíkinga. Allur bærinn var rýmdur fyrir tæpri viku í kjölfar mjög harðrar skjálftahrinu og vísbendinga um að kvikugangur hefði myndast undir bænum. Gangurinn liggur um gamlan sigdal sem talinn er hafa myndast í gosi við Sundhnúk norðan við Grindavík fyrir um 2.400 árum.
„Fólk byrjaði að bjóða upp á húsnæði strax á föstudagskvöld og fyrir vikið tók það okkur ekki mjög langan tíma að koma fólki úr fjöldahjálparstöðvum og í annað húsnæði,“ segir Oddur. „Núna er vinna við að koma öðrum fyrir í fullum gangi og fólki er forgangsraðað eftir því hve mikil þörfin er.“
Hér er hægt að skrá boð um húsnæði fyrir Grindvíkinga.
Athugasemdir (1)