Guðrún Ása Björnsdóttir, aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, fer beint frá því að starfa sem hægri hönd hans í ráðuneytinu og yfir til einkarekna heilbrigðisfyrirtækisins Klíníkurinnar. Hún var aðstoðarkona ráðherrans í eitt og hálft ár.
Þetta gerist á sama tíma og mikil undiralda er meðal stjórnenda sjúkrahúsa landsins vegna aukinna umsvifa Klíníkurinnar, sem fyrr á þessu ári gerði samning við Sjúkratryggingar Íslands um að gera 300 liðskiptaaðgerðir með kostnaðarþátttöku ríkisins. Samtals útvistaði íslenska ríkið 700 liðskiptagerðum til einkaaðila.
Eins og einn stjórnandi í heilbrigðiskerfinu, sem ekki vill láta nafns síns getið, segir við Heimildina um stöðuna sem komin er upp: „Það er bara verið að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi á Íslandi.“ Annar starfandi læknir á sjúkrahúsi segir við blaðið: „Það er bara verið að veikja sjúkrahúsin og hola heilbrigðiskerfið að innan.“
Samningurinn var til þess gerður að stytta biðlista eftir liðskiptaaðgerðum og gildir bara út þetta ár. …
Það er talað mikið og reynt að brosa til að villa fólki sýn á persónur eins og Willum !
Munið hvaða persónur þetta eru í raun í framsóknarflokknum ?
Það koma kosningar fljótlega .
Mig grunar að það sem fylgdi með af gögnum með nýja forstjóranum muni einfalda alla tilboðsgerð Klíkunnar þegar boðið verður í verk innan heilbrigðiskerfisins í framtíðinni. En hver skyldi bera ábyrgð á hvaða tilboð eru samþykkt? Gamli yfirmaður forstjórans...
Og hverrs vegna heldur þú að þetta sé svona Páll Bragason ?
Gæti það verið að ríkiÓstjórnir undafarina áratuga hafa markvisst og kerfisbundið svelt Landspítalann, lesist (okkur folkið í landinu), ríkið með því markmiði að koma hér á OKUR einkavæddu heilbrigðiskerfi a la B.N.A. okkur öllum til tjóns og ama ?
Nema auðvita auðrónunum og græðgisgörkunum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur svelt opinbera kerfið þannig að ríkið getur ekki sinnt þessum aðgerðum svo að langir biðlistar myndast. Þannig er markvisst verið að einkavæða heilbrigðiskerfið.
Erlendar rannsóknir hafa sýnt að opinbert heilbrigðiskerfi er ódýrara og veitir beti þjónustu en einkarekið kerfi.