Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ríkissjóður mun borga 106 milljarða í vexti í ár

Miklu hærri verð­bólga en reikn­að var með, stór­auk­in verð­tryggð lán­taka og það að ekki tókst að selja Ís­lands­banka vigt­ar allt inn í að vaxta­gjöld rík­is­sjóðs verða rúm­lega 26 millj­örð­um krón­um hærri en lagt var upp með. Vaxta­kostn­að­ur Ís­lands er einn sá hæsti í Evr­ópu.

Ríkissjóður mun borga 106 milljarða í vexti í ár
Nýr ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í síðasta mánuði og lagði því fram sitt fyrsta frumvarp til fjáraukalaga í vikunni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Vaxtagjöld íslenska ríkisins á árinu 2023 verða 106,1 milljarður króna samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Þau hækka um 26,4 milljarða króna frá því sem lagt var upp með við fjárlagagerðina, eða um 33 prósent. Sú aukning skýrist að mestu af umtalsvert hærri verðbólgu á þessu ári en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir sem aftur leiðir til mun hærri gjaldfærslu á verðbótum verðtryggðra lána. Vaxtajöfnuður ríkissjóðs, það sem stendur eftir þegar búið er að draga frá tekjur hans vegna verðtryggðra eigna, verður neikvæður um 87 milljarða króna. 

Alls gerir frumvarpið ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs þurfi að aukast um 83,5 milljarða króna og að heildarútgjöld ríkissjóðs í ár verði 1.418 milljarðar króna. Það mun gera það að verkum að ríkissjóður verður rekinn í 45 milljarða króna halla á árinu 2023. Sá halli bætist við afar mikinn hallarekstur ríkissjóðs á árunum 2021 og 2022 sem var samanlagt 305,1 milljarður króna. Sá hallarekstur …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Að ekki tókst að selja Íslandsbanka eykur vaxtagjöldinn hvað bölvuð lýgi er þetta eiginlega, að bera slíkt upp á borð fyrir okkur kjósendur er barasta ekki boðlegt.
    0
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Salan á Íslandsbanka sem ekki varð af 2023 leiðir til 6 milljarða hærri vaxtakostnaðar ríkissjóðs. En það má líka nefna að hlutdeild ríkisins í hagnaði bankans 2023 verður líklega um 10 milljarðar þvi hann var ekki seldur, ekki slæmt það, talsvert hærra en umræddur vaxtakostnaður.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár