Vaxtagjöld íslenska ríkisins á árinu 2023 verða 106,1 milljarður króna samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Þau hækka um 26,4 milljarða króna frá því sem lagt var upp með við fjárlagagerðina, eða um 33 prósent. Sú aukning skýrist að mestu af umtalsvert hærri verðbólgu á þessu ári en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir sem aftur leiðir til mun hærri gjaldfærslu á verðbótum verðtryggðra lána. Vaxtajöfnuður ríkissjóðs, það sem stendur eftir þegar búið er að draga frá tekjur hans vegna verðtryggðra eigna, verður neikvæður um 87 milljarða króna.
Alls gerir frumvarpið ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs þurfi að aukast um 83,5 milljarða króna og að heildarútgjöld ríkissjóðs í ár verði 1.418 milljarðar króna. Það mun gera það að verkum að ríkissjóður verður rekinn í 45 milljarða króna halla á árinu 2023. Sá halli bætist við afar mikinn hallarekstur ríkissjóðs á árunum 2021 og 2022 sem var samanlagt 305,1 milljarður króna. Sá hallarekstur …
Athugasemdir (2)