Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ríkissjóður mun borga 106 milljarða í vexti í ár

Miklu hærri verð­bólga en reikn­að var með, stór­auk­in verð­tryggð lán­taka og það að ekki tókst að selja Ís­lands­banka vigt­ar allt inn í að vaxta­gjöld rík­is­sjóðs verða rúm­lega 26 millj­örð­um krón­um hærri en lagt var upp með. Vaxta­kostn­að­ur Ís­lands er einn sá hæsti í Evr­ópu.

Ríkissjóður mun borga 106 milljarða í vexti í ár
Nýr ráðherra Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir tók við lyklunum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í síðasta mánuði og lagði því fram sitt fyrsta frumvarp til fjáraukalaga í vikunni. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Vaxtagjöld íslenska ríkisins á árinu 2023 verða 106,1 milljarður króna samkvæmt frumvarpi til fjáraukalaga. Þau hækka um 26,4 milljarða króna frá því sem lagt var upp með við fjárlagagerðina, eða um 33 prósent. Sú aukning skýrist að mestu af umtalsvert hærri verðbólgu á þessu ári en forsendur fjárlaga gerðu ráð fyrir sem aftur leiðir til mun hærri gjaldfærslu á verðbótum verðtryggðra lána. Vaxtajöfnuður ríkissjóðs, það sem stendur eftir þegar búið er að draga frá tekjur hans vegna verðtryggðra eigna, verður neikvæður um 87 milljarða króna. 

Alls gerir frumvarpið ráð fyrir því að fjárheimildir ríkissjóðs þurfi að aukast um 83,5 milljarða króna og að heildarútgjöld ríkissjóðs í ár verði 1.418 milljarðar króna. Það mun gera það að verkum að ríkissjóður verður rekinn í 45 milljarða króna halla á árinu 2023. Sá halli bætist við afar mikinn hallarekstur ríkissjóðs á árunum 2021 og 2022 sem var samanlagt 305,1 milljarður króna. Sá hallarekstur …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GEJ
    Gudmundur Eyjólfur Jóelsson skrifaði
    Að ekki tókst að selja Íslandsbanka eykur vaxtagjöldinn hvað bölvuð lýgi er þetta eiginlega, að bera slíkt upp á borð fyrir okkur kjósendur er barasta ekki boðlegt.
    0
  • JÞM
    Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Salan á Íslandsbanka sem ekki varð af 2023 leiðir til 6 milljarða hærri vaxtakostnaðar ríkissjóðs. En það má líka nefna að hlutdeild ríkisins í hagnaði bankans 2023 verður líklega um 10 milljarðar þvi hann var ekki seldur, ekki slæmt það, talsvert hærra en umræddur vaxtakostnaður.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár