Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Play ver vélar á Keflavíkurflugvelli fyrir mögulegu öskugosi

Lít­ið hef­ur breyst frá því að Eyja­fjalla­jök­ull gaus og kyrr­setti flug­vél­ar víða. „Aska er enn­þá aska og það er enn­þá vara­samt að fljúga í henni,“ seg­ir fram­kvæmda­stjóri flugrekstr­ar­sviðs hjá Play. Vara­flug­vell­ir og varn­ir yf­ir hreyfla eru með­al við­bragðs flug­fé­lags­ins ef til öskugoss kæmi.

Play ver vélar á Keflavíkurflugvelli fyrir mögulegu öskugosi
Allur er varinn góður Öskugos er ekki líklegasta sviðsmyndin sem vísindamenn hafa dregið upp en slíkt er þó möguleiki. Airbus-vél flugfélagsins Play fékk sérstaka verndandi meðferð á Keflavíkurflugvelli í kvöld, ef svo færi að jarðhræringarnar á Reykjanesskaga myndu enda með öskugosi.

„Við gerum ráð fyrir því versta en vonum það besta,“ segir Arnar Már Magnússon, framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs Play, um undirbúning flugfélagsins fyrir mögulegt eldgos á Reykjanesskaga. Samkvæmt nýjustu tíðindum hafa líkur á eldgosi aukist og er sprengigos á hafsbotni mögulegt. Kvikugangurinn sem myndast hefur er nú talinn vera um 15 kílómetra langur og nær hann frá Kálffellsheiði í norðri og út á sjó sunnan við Grindavík. Þótt gos á hafsbotni með tilheyrandi öskufalli sé ekki líklegasta sviðsmyndin er hún engu að síður inni í myndinni.

Arnar segir að fjöldi starfsmanna Play fylgist vel og rækilega með þróun mála, sé í nánum samskiptum við Veðurstofuna, flugmálayfirvöld og fleiri aðila. „Verði aska í gosinu erum við með tiltækar spár um hvernig hún muni dreifast á næstu klukkustundum, komi til goss á einhverjum tímapunkti.“

Að auki er eldsneytisstaða vélanna höfð eins góð og mögulegt er svo hægt sé að fljúga þeim til flugvalla inni á meginlandi Evrópu, komi til öskugoss, og ekki hægt að lenda á Keflavíkurflugvelli. Skilgreindir hafa verið nokkrir varaflugvellir í þessu sambandi.

Skemmst er að minnast áhrifa gossins í Eyjafjallajökli á flugumferð árið 2010. Þau náðu langt út fyrir landsteinana og stöðvaðist flugumferð víða. Arnar segir ekki mikið hafa breyst hvað varðar möguleika flugvéla til að fljúga í slíkum aðstæðum. „Aska er ennþá aska og það er ennþá varasamt að fljúga í henni og því ekki gert.“

Hvað varðar vélar á Keflavíkurflugvelli ef öskugos yrði raunin er hægt að grípa til þess ráðs að setja ábreiður fyrir bæði hreyfla og allar aðrar leiðir sem askan kæmist inn um. „Þannig að vélin er í raun innsigluð, tryggt að það komist ekki aska neins staðar inn fyrir,“ segir Arnar. Þegar hefur slíkt verið gert við að minnsta kosti eina vél Play sem var á Keflavíkurflugvelli í kvöld.

Varúðarráðstafanir snúast að sögn Arnars alltaf fyrst og fremst um að tryggja öryggi farþega og starfsmanna. „Vonandi fer þetta allt saman á besta veg og verður okkur öllum í hag. Þó að þetta líti ekkert sérstaklega skemmtilega út í augnablikinu.“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðhræringar við Grindavík

Íbúum leyft að dvelja næturlangt í Grindavík þótt lögreglan mæli ekki með því
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Íbú­um leyft að dvelja næt­ur­langt í Grinda­vík þótt lög­regl­an mæli ekki með því

Frá og með morg­un­deg­in­um verð­ur íbú­um og fólki sem starfar hjá fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík heim­ilt að fara í bæ­inn og dvelja þar næt­ur­langt. Í ný­legri frétta­til­kynn­ingu lög­reglu­stjór­ans á Suð­ur­nesj­um er greint frá þessu. Íbú­ar eru þó var­að­ir við að inn­við­ir bæj­ar­ins séu í lamasessi og sprung­ur víða. Bær­inn sé því ekki ákjós­an­leg­ur stað­ur fyr­ir fjöl­skyld­ur og börn.
Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Í Grindavík er enn 10. nóvember
VettvangurJarðhræringar við Grindavík

Í Grinda­vík er enn 10. nóv­em­ber

Það er nógu leið­in­legt að flytja, þeg­ar mað­ur vel­ur sér það sjálf­ur, hvað þá þeg­ar mað­ur neyð­ist til þess. Og hvernig vel­ur mað­ur hvað eigi að taka með sér og hvað ekki, þeg­ar mað­ur yf­ir­gef­ur stórt ein­býl­is­hús með tvö­föld­um bíl­skúr fyr­ir litla íbúð með lít­illi geymslu? Fjöl­skyld­an á Blóm­st­ur­völl­um 10 í Grinda­vík stóð frammi fyr­ir þeirri spurn­ingu síð­ast­lið­inn sunnu­dag.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár