Skjálftavirkni í Grindavík hefur verið gríðarmikil í nótt. „Virknin hefur í nótt og undir morgun verið mest suðvestur af bænum og er það talið til marks um að kvikugangurinn hafi lengst enn frekar, jafnvel á haf út,“ segir í færslu á Facebook-síðu Eldfjalla- og náttúruváshóps Suðurlands. Síðunni er haldið út af hópi jarðfræðinga.
Er þetta til marks um að „miklu öflugari og stærri atburð er að ræða en sést hefur áður á Reykjanesskaga á síðustu árum“.
GPS mælar Veðurstofunnar við Festarfjall og Svartsengi hafa færst fjær hvorum öðrum, sem nemur 120 sentímetrum. Mesta hreyfingin átti sér stað á nokkrum klukkustundum í gær. „Teljast þetta mjög miklar hreyfingar,“ segir í færslunni. „Í öllum hamaganginum hefur kvikugangurinn komið upp nærri yfirborði og rutt landinu til hliðar, svo fjarlægðin milli jókst lengdist.“
Athugasemdir