Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Einhvern daginn verður gos“

Bene­dikt G. Ófeigs­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur seg­ir það stress­andi, spenn­andi, skemmti­legt og krefj­andi að vera jarð­eðl­is­fræð­ing­ur í dag.

„Einhvern daginn verður gos“
Jarðeðlisfræðingur Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum, skoðar bæði hið líklega og ólíklega sem lesa má úr jarðhræringum og kvikuinsskotum á Reykjanesskaga. Mynd: Aðsend

„Það er ekki hægt að segja: „Það er örugglega að koma gos“,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Öflugasti jarðskjálftinn frá því að landris hófst norðvestan við Þorbjörn á Reykjanesskaga fyrir tveimur vikum varð aðfaranótt fimmtudags, 4,8 að stærð. Stærð skjálfta þarf þó ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun og engin merki eru um að kvika færist nær yfirborði. 

Óvissan er enn mikil, rétt eins og í síðustu fjórum kvikuinnskotum sem hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því í upphafi árs 2021. Þrisvar hafa innskotin endað með eldgosi. Kvikan er sem stendur á um fimm kílómetra dýpi. „Við erum að skoða hvort þetta geti haft áhrif á kvikusöfnunina, annaðhvort hafi kvika farið að leggja af stað eða sé lögð á stað, þá mögulega endar það í gosi. Það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Benedikt. 

En þegar kvika fer upp á yfirborðið, þá byrja lætin, að sögn Benedikts, og það er lærdómurinn sem draga megi af fyrri eldgosum á Reykjanesskaga síðustu misseri. „Við vitum í rauninni ekkert um líkurnar á að það komi gos úr þessu, því við erum ekki að sjá kviku á ferðinni að nálgast yfirborð. En ef það gerist, þá er líklegast að við séum að horfa á að minnsta kosti nokkra klukkutíma áður en kvika kemur upp.“

„Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“

Óvissan hefur áður leikið á Benedikt en það vakti athygli þegar hann sagði í kvöldfréttum RÚV 19. mars 2021 að hann ætti síður von á eldgosi. Nokkrum klukkutímum síðar hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Benedikt kippir sér ekki upp við að rifja það upp. „Ég „triggerast“ ekkert af því, það er bara allt í góðu lagi. Ég var að reyna að halda inni einhverri óvissu og koma því til skila að við héldum að þetta væri að stoppa, það leit þannig út. Og ég sagði þetta á mjög óheppilegum tíma.“

Benedikt segir það geta verið snúið að svara spurningum fjölmiðla þegar mögulegt eldgos er yfirvofandi. „Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“ Það endar þannig, einhvern daginn verður gos daginn eftir.“

Það eru því blendnar tilfinningar að vera jarðeðlisfræðingur á þessum miklu eldsumbrota- og jarðhræringatímum. „Það er náttúrlega mjög stressandi þegar svona er í gangi. En það er mjög spennandi, skemmtilegt og krefjandi. En maður þarf stundum að halda niðri í sér andanum og telja upp á tíu.“ Þó svo að fræðimenn séu sífellt að svara því sem líklega mun gerast þýðir það ekki að gert sé ráð fyrir því ólíklega. „Við erum líka að gera ráð fyrir að eitthvað óvænt gerist sem við höldum að gerist ekki og erum að leita í öllum mögulegum gögnum að vísbendingum.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
4
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Samfylkingin geri „ófrávíkjanlega kröfu“ um flugvöllinn í Vatnsmýri
5
StjórnmálAlþingiskosningar 2024

Sam­fylk­ing­in geri „ófrá­víkj­an­lega kröfu“ um flug­völl­inn í Vatns­mýri

Fyrr­ver­andi formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé „ófrá­víkj­an­leg krafa“ flokks­ins að Reykja­vík­ur­flug­völl­ur verði á sín­um stað þar til nýr flug­vall­ar­kost­ur fyr­ir höf­uð­borg­ar­svæð­ið verði til­bú­inn. Með auknu fylgi Sam­fylk­ing­ar á lands­byggð­inni og raun­ar um allt land hafa við­horf­in með­al stuðn­ings­manna flokks­ins til fram­tíð­ar­stað­setn­ing­ar Reykja­vík­ur­flug­vall­ar breyst tölu­vert.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
3
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár