Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Einhvern daginn verður gos“

Bene­dikt G. Ófeigs­son jarð­eðl­is­fræð­ing­ur seg­ir það stress­andi, spenn­andi, skemmti­legt og krefj­andi að vera jarð­eðl­is­fræð­ing­ur í dag.

„Einhvern daginn verður gos“
Jarðeðlisfræðingur Benedikt G. Ófeigsson, sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum, skoðar bæði hið líklega og ólíklega sem lesa má úr jarðhræringum og kvikuinsskotum á Reykjanesskaga. Mynd: Aðsend

„Það er ekki hægt að segja: „Það er örugglega að koma gos“,“ segir Benedikt G. Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. Öflugasti jarðskjálftinn frá því að landris hófst norðvestan við Þorbjörn á Reykjanesskaga fyrir tveimur vikum varð aðfaranótt fimmtudags, 4,8 að stærð. Stærð skjálfta þarf þó ekki að þýða aukinn hraða á kvikusöfnun og engin merki eru um að kvika færist nær yfirborði. 

Óvissan er enn mikil, rétt eins og í síðustu fjórum kvikuinnskotum sem hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því í upphafi árs 2021. Þrisvar hafa innskotin endað með eldgosi. Kvikan er sem stendur á um fimm kílómetra dýpi. „Við erum að skoða hvort þetta geti haft áhrif á kvikusöfnunina, annaðhvort hafi kvika farið að leggja af stað eða sé lögð á stað, þá mögulega endar það í gosi. Það er ekkert sem bendir til þess eins og er,“ segir Benedikt. 

En þegar kvika fer upp á yfirborðið, þá byrja lætin, að sögn Benedikts, og það er lærdómurinn sem draga megi af fyrri eldgosum á Reykjanesskaga síðustu misseri. „Við vitum í rauninni ekkert um líkurnar á að það komi gos úr þessu, því við erum ekki að sjá kviku á ferðinni að nálgast yfirborð. En ef það gerist, þá er líklegast að við séum að horfa á að minnsta kosti nokkra klukkutíma áður en kvika kemur upp.“

„Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“

Óvissan hefur áður leikið á Benedikt en það vakti athygli þegar hann sagði í kvöldfréttum RÚV 19. mars 2021 að hann ætti síður von á eldgosi. Nokkrum klukkutímum síðar hófst eldgos í Fagradalsfjalli. Benedikt kippir sér ekki upp við að rifja það upp. „Ég „triggerast“ ekkert af því, það er bara allt í góðu lagi. Ég var að reyna að halda inni einhverri óvissu og koma því til skila að við héldum að þetta væri að stoppa, það leit þannig út. Og ég sagði þetta á mjög óheppilegum tíma.“

Benedikt segir það geta verið snúið að svara spurningum fjölmiðla þegar mögulegt eldgos er yfirvofandi. „Það er rosalega ódýrt að segja á hverjum degi: „Það er að fara að gjósa“ og svo kemur á endanum gos og þá getur þú sagt: „Ég sagði það!“ Það endar þannig, einhvern daginn verður gos daginn eftir.“

Það eru því blendnar tilfinningar að vera jarðeðlisfræðingur á þessum miklu eldsumbrota- og jarðhræringatímum. „Það er náttúrlega mjög stressandi þegar svona er í gangi. En það er mjög spennandi, skemmtilegt og krefjandi. En maður þarf stundum að halda niðri í sér andanum og telja upp á tíu.“ Þó svo að fræðimenn séu sífellt að svara því sem líklega mun gerast þýðir það ekki að gert sé ráð fyrir því ólíklega. „Við erum líka að gera ráð fyrir að eitthvað óvænt gerist sem við höldum að gerist ekki og erum að leita í öllum mögulegum gögnum að vísbendingum.“

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
6
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár