Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Átök um landfyllinguna í Þorlákshöfn: „Ég ætla að óska eftir fundarhléi“

Meiri­hluti sveita­stjórn­ar­inn­ar í Ölfusi og minni­hlut­inn tók­ust á um land­fyll­ing­una sem á að gera við strand­lengj­una í Þor­láks­höfn á fundi bæj­ar­stjórn­ar. Með­lim­ir úr Brimbretta­fé­lagi Ís­lands voru með framíköll og mót­mæli og stöðv­aði Gest­ur Þór Kristjáns­son, for­seti bæj­ar­stjórn­ar, fund­inn að lok­um eft­ir að hafa skamm­að þá.

Hótaði að rýma fundinn Forseti bæjarstjórnar Ölfuss, Gestur Þór Kristjánsson, hótaði að rýma fundinn á fimmtudaginn vegna framíkalla brimbrettafólksins. Á undan gerði hann fundarhlé til að róa stemninguna sem hafði skapast í umræðunni um landfyllinguna.

Harkalega var tekist um á umdeilda landfyllingu sem til stendur að gera við strandlengjuna í Þorlákshöfn á fundi bæjarstjórnar sveitarfélagsins á fimmtudaginn í síðustu viku. Meirihluti bæjarstjórnarinnar greiddi þá atkvæði með því að gera landfyllinguna á meðan minnihlutinn greiddi atkvæði á móti. Meðlimir úr Brimbrettafélagi Íslands voru á fundinum til að mótmæla landfyllingunni og voru með frammíköll og flautur á lofti. Brimbrettafélagið hefur haldið úti hörðum mótmælum gegn landfyllingunni þar sem félagið heldur því fram að landfyllingin muni eyðileggja ölduna - sörfið - fyrir þeim. 

„Með þessari aðgerð er verið að skemma eða jafnvel eyðileggja einstaka náttúruperlu“
Úr bókun minnihlutans í Ölfusi

Hrópaði „bullshit

Svo mjög létu brimbrettamennirnir í sér heyra að forseti bæjarstjórnar, Gestur Þór Kristjánsson, skammaði þá ítrekað. Að lokum, eftir að bæjarstjórn hafði kosið landfyllinguna í gegn, óskaði hann eftir því að gera hlé á fundinum þegar brimbrettafólkið hafði verið hávært: „Við munum kæra þetta“ og „Bullshit“ heyrðist kallað. „Ég ætla að óska eftir fundarhléi,“ sagði forsetinn. 

Í kjölfarið gaf Gestur Þór brimbrettafólkinu einn lokaséns til að hætta að trufla fundinn en þá fór brimbrettafólkið út að eigin frumkvæði. 

Orðaskiptin á fundinum sýna þann mikla hita og tilfinningar sem eru í málinu í Ölfusi. Ekki bara á milli meiri- og minnihlutans heldur einnig hjá Brimbrettafélaginu og meðlimum þess. Fyrir síðustu helgi ásakaði formaður Brimbrettafélagsins, Steinarr Lár, bæjarstjórann í Ölfusi, Elliða Vignisson, um spillingu í málinu þar sem hann býr í húsi í eigu fjárfestanna sem hann telur að muni fá að nota landfyllinguna. 

Minnihlutinn á mótiÁsa Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í minnihlutanum, hélt ræðu á fundinum þar sem hún mótmælti landfyllingunni.

Minnihlutin telur landfyllinguna valda skemmdum

Í fundargerð bæjarstjórnar Ölfuss er fjallað ítarlega um efnisatriðin í umræðunum um landfyllinguna.

Þar kemur fram það mat meirihlutans, sem aftur byggir á mati hafnarverkfræðings, að bygging landfyllingarinnar muni ekki skemma ölduna fyrir brimbrettafólki. „Eitt af því sem komið hefur fram í umfjöllun um málið er það álit hafnarverkfræðings sem hefur unnið að og stýrt endurbótum á höfninni að fyllingin muni ekki hafa nein áhrif á öldufar sunnan við útsýnispall. Endurkast sé óverulegt vegna grjótgarðs og muni endurkastast í átt að suðurvarargarði en ekki til baka.“

Brimbrettafélag Íslands og minnihlutinn í Ölfusi eru hins vegar ekki sammála þessu mati og telja að landfyllingin muni víst skemma ölduna. Minnihlutinn lagði því fram eftirfarandi bókun um skemmdir á öldunni vegna framkvæmdarinnar. „Með þessari aðgerð er verið að skemma eða jafnvel eyðileggja einstaka náttúruperlu og verðmætt svæði sem gæti orðið gríðarlega verðmætt til framtíðar. Það eru fáir staðir í sveitarfélaginu og á landinu öllu sem eru jafn einstakir af náttúrunnar hendi eins og sá sem hér um ræðir. Hér er verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni og rökin fyrir þessari framkvæmd eru ekki nógu sterk.

Hvað sem líður þessum mótmælum þá kaus meirihlutinn í Ölfusi framkvæmdina í gegn og verður landfyllingin gerð. Formaður Brimbrettafélags Íslands hefur hins vegar boðað að félagið sé hvergi nærri hætt að berjast gegn henni.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Hver er hafnarverkfræðingur Þorlákshafnar? Ætli það sé sá sami og keyrði í gegn Landeyjarhafnarverkefnið sem kostað hefur ríkissjóð hundrað milljarða!
    1
    • AG
      Atli Guðbrandsson skrifaði
      já, það er hann. Sigurður Ás Grétarsson, verkfræðingur. Þegar Landeyjarhöfn var á teikniborðinu vöruðu margir við hönnun hans en hann hlustaði ekki, alveg eins og núna.
      0
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Fær nokkur náttúruperla á landinu frið fyrir græðginni ?
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjárfestarnir sem seldu Elliða húsið vilja kaupa lóð af Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða hús­ið vilja kaupa lóð af Ölfusi

Námu­fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða Vign­is­syni bæj­ar­stjóra fast­eign­ir í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir ótil­greint verð í lok síð­asta árs ætla að byggja skemmu und­ir laxa­fóð­ur við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Þeir hafa lýst yf­ir áhuga á að kaupa fast­eign og lóð af Ölfusi og vék Elliði ekki af fundi þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar.
Leyndin yfir húsamáli Elliða bæjarstjóra
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Leynd­in yf­ir húsa­máli Ell­iða bæj­ar­stjóra

Heim­ild­in hef­ur í rúmt ár birt frétt­ir af við­skipt­um Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Ölfusi, með hús í sveit­ar­fé­lagi sem um­svifa­mikl­ir námu­fjár­fest­ar seldu hon­um á óljós­um kjör­um. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur neit­að að leggja fram gögn um við­skipt­in eða greina frá þeim í smá­at­rið­um. Á með­an stend­ur yf­ir um­ræða í sveit­ar­fé­lag­inu um bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðju sem þjón­ar hags­mun­um fjár­fest­anna.
Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Skipu­lags­stofn­un gagn­rýn­ir Ölfus út af land­fyll­ing­unni

Skipu­lags­stofn­un seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hefði átt að bera sig öðru­vísi að við fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn. Stofn­un­in seg­ir að fram­kvæmd­in sé það stór að hún hefði mögu­lega þurft að fara í mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­hverf­is­stofn­un stöðv­aði fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una vegna þess að til­skil­inna leyfa var ekki afl­að.

Mest lesið

Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
2
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
Læknir segir lífi Blessing ógnað með brottvísun
5
Fréttir

Lækn­ir seg­ir lífi Bless­ing ógn­að með brott­vís­un

Lækn­ir á Land­spít­ala seg­ir að það sé ófor­svar­an­legt með öllu út frá lækn­is­fræði­legu sjón­ar­miði að Bless­ing Newt­on frá Níg­er­íu verði vís­að úr landi á morg­un. Hún sé með sex æxli í legi og lífs­nauð­syn­legt að hún hafi greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu. Bless­ing er nú í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði að sögn lög­manns henn­ar. Hann seg­ir lækn­is­vott­orð­ið þess eðl­is að ekki sé ann­að hægt en að fresta fram­kvæmd brott­vís­un­ar.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
7
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Menning mótmæla í Bandaríkjunum gleymd og grafin
9
GreiningÁrásir á Gaza

Menn­ing mót­mæla í Banda­ríkj­un­um gleymd og graf­in

Nú­tíma­saga Banda­ríkj­anna er mót­uð af kröft­ug­um mót­mæla­hreyf­ing­um. Mót­mæli gegn Víet­nam­stríð­inu og fyr­ir rétt­inda­bar­áttu þeldökkra og annarra minni­hluta­hópa höfðu áhrif á stjórn­mála­vit­und heilla kyn­slóða. Mót­mæli há­skóla­nema þessa dag­ana gegn fjár­hags­leg­um tengsl­um há­skóla sinna við Ísra­el og gegn stríð­inu á Gaza mæta þó harka­legri vald­beit­ingu yf­ir­valda. Sögu­legi bak­sýn­is­speg­ill­inn dæm­ir slík­ar að­gerð­ir hart.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
4
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
10
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu