Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Innkaupastjóri Bóksölu stúdenta hefur ekki tíma til að lesa bækur

Rein­harð Rein­harðs­son hef­ur sinnt starfi inn­kaupa­stjóra Bók­sölu stúd­enta síð­ast­lið­in sjö ár og yf­ir þann tíma hef­ur hann feng­ið að velja hvaða bæk­ur eru í boði, í sam­ráði við kenn­ara og skól­ann. Síð­ustu daga og vik­ur hef­ur hann ekki haft tíma til að lesa bæk­ur því það er svo mik­ið að gera í bók­söl­unni.

Innkaupastjóri Bóksölu stúdenta hefur ekki tíma til að lesa bækur

„Ég heiti Reinharð Reinharðsson og við erum í Bóksölu stúdenta. Ég er innkaupastjóri hér og hef verið það í sjö ár núna. Ég er búinn að vera í þrjátíu ár í bóksölunni. Ég sótti hérna um á sínum tíma þegar ég var að leita mér að vinnu, svo hefur eitt leitt af öðru og eftir því sem ég lærði á starfið þá hef ég færst á milli starfa. 

Ég vel erlendu bækurnar sem koma hér inn í samráði við kennara og svo bækur sem við höldum að nemendur hafi áhuga á. En þær íslensku koma bara jafnt og þétt inn. Ég er kannski ekki alla daga að fylgjast með því sem er að koma út. En við þurfum að fylgjast með því sem er verið að kenna af því að við erum að þjónusta háskólaumhverfið. Helmingurinn af bókum til sölu hér eru námsbækur og hitt er svona aukaefni því við viljum að nemendurnir komi oftar til okkar en tvisvar á ári. Ég hef ekki lesið allar þessar bækur, ónei, en ég þekki þær í útliti. 

Er ekki klisja að tala um að heimsmálin hafi verið mér efst í huga síðustu daga? Ástandið í heiminum og jarðskjálfti á Reykjanesi. Maður er bara upptekinn af daglega lífinu, ég held að flestir hugsi nú bara um nærumhverfið. 

Eitt augnablik sem breytti lífi mínu, díses. Á ég ekki að segja barneignir bara? Ég á fjögur börn og það fyrsta breytti mestu, svo ertu kominn í rútínu með hin með reynslunni. Þriðja barnið er næsta skref af því að þú kemst að því að þá þarft þú að fara að velja hvort þú klæðir tvö börn fyrst og lætur þau bíða á meðan það þriðja er klætt eða hvort þú klæðir eitt og hin tvö börnin bíða á meðan því venjulega eru bara tveir foreldrar. Þegar þau urðu fjögur varð það elsta orðið nógu gamalt til að hjálpa til.

Föðurhlutverkið hefur ekki áhrif á bókavalið. Þrjár nýjar bækur sem ég mæli með, díses, þú setur mig alveg á gaddinn. Fyrsta bókin sem mér datt í hug? Bíddu, ég er alveg tómur. Skemmtileg bók sem ég hef lesið upp á síðkastið? Það hefur enginn tími verið til þess, ekki síðustu daga. Ég hef verið önnum kafinn við að undirbúa janúarmisserið. Flestir klukkutímar fara í að reyna að safna upplýsingum um það hvað á að kenna í janúar.

Ég get ekki sagt að ein bók hafi breytt lífi mínu en Dune eftir Frank Herbert las ég um tvítugt og hefur staðið upp úr. Hún breytti mér ekki, hún er bara skemmtileg pæling um líf og náttúru og þroskasaga. Ári síðar varð ég faðir.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
1
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.
„Á ekki möguleika á að fá réttláta málsmeðferð“
3
Fréttir

„Á ekki mögu­leika á að fá rétt­láta máls­með­ferð“

Nauðg­un­ar­kær­an var felld nið­ur, en um­boðs­mað­ur Al­þing­is tek­ur und­ir að­finnsl­ur við rann­sókn lög­reglu, varð­andi at­riði sem hefðu getað skipt máli við sönn­un­ar­mat. Eft­ir at­hug­un á máli Guðnýj­ar S. Bjarna­dótt­ur sendi um­boðs­mað­ur Al­þing­is einnig rík­is­sak­sókn­ara ábend­ingu varð­andi varð­veislu gagna í saka­mál­um og árétt­aði mik­il­vægi þess að ákær­andi hafi öll gögn und­ir hönd­um þeg­ar hann tek­ur af­stöðu.
Komst loks í átröskunarmeðferð þegar veikindin voru orðin alvarleg
5
Viðtal

Komst loks í átrösk­un­ar­með­ferð þeg­ar veik­ind­in voru orð­in al­var­leg

El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir ákvað 17 ára að fara í „sak­laust átak“ til að létt­ast en missti al­gjör­lega tök­in og veikt­ist al­var­lega af átrösk­un. Hún lýs­ir bar­áttu sinni, ekki ein­ung­is við lífs­hættu­leg­an sjúk­dóm held­ur líka brot­ið heil­brigðis­kerfi þar sem fólk fær ekki hjálp fyrr en sjúk­dóm­ur­inn er orð­inn al­var­leg­ur, en dán­ar­tíðni vegna hans er sú hæsta á með­al geð­sjúk­dóma.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
1
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
5
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár