Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Formaður Brimbrettafélags Íslands um landfyllinguna og Elliða: „Það blasir við að þetta er spilling“

Stein­arr Lár, formað­ur Brimbretta­fé­lags Ís­lands, seg­ir í um­fjöll­un í enska blað­inu The Guar­di­an að hann telji að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfuss sé að ganga er­inda námu­fjár­festa í sveit­ar­fé­lag­inu út af fram­kvæmd­um við nýja land­fyll­ingu. Hann seg­ir að það angi af spill­ingu að Elliði Vign­is­son bæj­ar­stjóri búi í húsi sem námu­fjár­fest­arn­ir eigi.

Formaður Brimbrettafélags Íslands um landfyllinguna og Elliða: „Það blasir við að þetta er spilling“
Gagnrýnir Elliða og vænir um spillingu Steinarr Lár , formaður Brimbrettafélags Íslands, gagnrýnir Elliða Vignisson og vænir hann um spillingu út af landsfyllingarmálinu í Þorlákshöfn. Mynd: Heimildin

„Að mati okkar lítur út fyrir að þeir séu að gera landfyllinguna fyrir námufjárfestanna í bænum,“ segir Steinarr Lár, formaður Brimbrettafélags Íslands, í viðtali við enska blaðið The Guardian í frétt sem birtist á vefsíðu miðilsins í gær. Í fréttinni er fjallað um deilur Brimbrettafélags Íslands við Sveitarfélagið Ölfus út af umdeildri landfyllingu sem verið er að gera i Þorlákshöfn.

„Hvernig geturðu búið frítt í einhverju húsi sem er í eigu aðila sem á beina hagsmuni af landfyllingunni?“
Steinarr Lár,
formaður Brimbrettafélags Íslands

Brimbrettafélagið telur að landfyllingin muni eyðileggja ölduna við ströndina og að hún sé einstök á landsvísu. Áhugavert er að erlent stórblað eins og The Guardian fjalli um slíkt deilumál í íslenskum bæ. Steinarr Lár segir hins vegar að þetta sé ekkert svo skrítið þar sem málið snýst um skemmdir á náttúrulegum gæðum á heimsvísu: Öldunni í Þorlákshöfn: „Það eru ekkert svo margar svona öldur til í heiminum. Þetta eru verðmætin sem fólk á Íslandi áttar sig ekki almennilega á. Þess vegna er ekkert skrítið að The Guardian fjalli um þetta. Aldan er náttúruperla sem ekki bara Íslendingar nota.

Landfyllingin liggur að hafnarsvæði þar sem fyrirtæki námufjárfestanna Einars Sigurðssonar og Hrólfs Ölvissonar flytur út jarðefni. Þessir sömu fjárfestar eiga fasteignir á jörðinni Hjallla í Ölfusi sem Elliði Vignisson bæjarstjóri býr í og segist vera að kaupa af fjárfestunum fyrir verð sem hann vill ekki gefa upp.  Fjárfestarnir hafa staðfest að eigi húsið sem Elliði býr í ennþá. 

Segir landfyllinguna gerða fyrir námufjárfesta í ÖlfusiSteinarr Lár, formaður Brimbrettafélags Íslands, ræðir um landfylllinguna í Ölfusi í viðtali við enska blaðið The Guardian. Þar segir hann að hann telji að landfyllingin í Þorlákshöfn sé gerð fyrir námufjárfesta í bænum.

Segir málið sýna spillingu

Að mati Steinarrs Lár angar málið og aðkomu Elliða að því af spillingu. „Elliði býr frítt í húsi námufjárfestanna. Hann borgar ekki skatt eins og við hin til að borga af sínu húsnæði, hvort sem er í formi leigu eða kaupa á fasteigninni. Þetta er mjög sérstakt. Þetta blasir við: Þetta er spilling, hrein og klár spilling. Hvernig geturðu búið frítt í einhverju húsi sem er í eigu aðila sem á beina hagsmuni af landfyllingunni?,“ segir hann við Heimildina. „Hvað þá það að þýða að hann búi frítt í þessu húsi? Hann ver sig svo með því að þykjast ekki vera kjörinn fulltrúi.

Steinarr segir að Brimbrettafélagið hafi reynt að ræða við starfsmenn sveitarfélagsins og kjörna fulltrúa í Ölfusi en að svo virðist sem allir standi og sitji eftir því sem Einar Sigurðsson námufjárfestir vill. „Það beygja sig allir bara undir hann Einar.

Í samtali við Heimildina segir Elliði Vignisson, aðspurður um hvernig hann svari þessari gagnrýni Steinarrs: „Ég hef ekkert um þetta að segja. En ég spyr mig að því hvort þeir telja þetta líklegast til árangurs í máli sem reynir á samvinnu.

Framkvæmdasvæði Einars og HrólfsFramkvæmdasvæði Einars og Hrólfs Ölvissonar liggur að strandlengjunni í Þorlákshöfn og flytja þeir meðal annars út vikur þaðan.

Einar hringdi út af hafnarframkvæmdunum

Heimildin hefur áður fjallað um afskipti Einars Sigurðssonar af framkvæmdum við höfnina í Þorlákshöfn.

Í viðtali við blaðið í byrjun ársins sagði bæjarfulltrúi í minnihlutanum í Ölfusi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir,  að Einar Sigurðsson hafi hringt í hana og skammað hana eftir að hún gagnrýndi að fyrirhugaðar framkvæmdir við höfnina í Þorlákshöfn á þeim forsendum gætu skemmt fyrir brimbrettafólki. „Hann hringir í mig. Ég hélt fyrst að hann ætlaði bara svona að fara að ræða þetta og allt í lagi. Ég átti bara ágætis samtal við hann til að byrja með. Nema svo segir hann við mig: En þú veist það að þú hefur verið ágætlega liðin í þessu samfélagi fram að þessu en það mun breytast ef þú heldur þessum áróðri áfram. Hann sagði þetta svona, bara orðrétt.“

Í viðtalinu við Heimildina sagði Ása Berglind enn frekar að hún hafi fyrst ekki áttað sig almennilega á því hvað Einar ætti við en svo hafi hún gert sér grein fyrir því að hann hafi verið að hóta henni. „Þetta tók svona smá tíma að súnka inn, þessi orð. Og það var ekki fyrr en ég hætti að tala við hann sem ég áttaði mig á hvað hann var raunverulega að segja við mig. Ég lít bara svo á að þetta hafi verið hótun. Að með því að tala um þetta mál þá myndi mannorð mitt hljóta skaða af. Ég veit ekki hvernig hann ætlaði að framkvæma það, eða hvernig hann ætlaði að sjá til þess, en þetta sagði hann. Og svo var það ekki fyrr en aðeins seinna sem ég setti þetta í samhengi við það að hann náttúrlega á þetta fyrirtæki sem er þarna á hafnarbakkanum.“ 

Steinarr Lárr segir að Brimbrettafélag Íslands muni halda áfram að berjast gegn landfyllingunni í Þorlákshöfn þar til yfir lýkur. „Við erum bara núna að vinna með lögfræðingum. Málinu er ekki lokið af okkar hálfu, langt í frá.“ 

Kjósa
68
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Jarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjárfestarnir sem seldu Elliða húsið vilja kaupa lóð af Ölfusi
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða hús­ið vilja kaupa lóð af Ölfusi

Námu­fjár­fest­arn­ir sem seldu Ell­iða Vign­is­syni bæj­ar­stjóra fast­eign­ir í sveit­ar­fé­lag­inu fyr­ir ótil­greint verð í lok síð­asta árs ætla að byggja skemmu und­ir laxa­fóð­ur við höfn­ina í Þor­láks­höfn. Þeir hafa lýst yf­ir áhuga á að kaupa fast­eign og lóð af Ölfusi og vék Elliði ekki af fundi þeg­ar mál­ið var tek­ið fyr­ir í byrj­un fe­brú­ar.
Leyndin yfir húsamáli Elliða bæjarstjóra
SkýringJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Leynd­in yf­ir húsa­máli Ell­iða bæj­ar­stjóra

Heim­ild­in hef­ur í rúmt ár birt frétt­ir af við­skipt­um Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra í Ölfusi, með hús í sveit­ar­fé­lagi sem um­svifa­mikl­ir námu­fjár­fest­ar seldu hon­um á óljós­um kjör­um. Bæj­ar­stjór­inn hef­ur neit­að að leggja fram gögn um við­skipt­in eða greina frá þeim í smá­at­rið­um. Á með­an stend­ur yf­ir um­ræða í sveit­ar­fé­lag­inu um bygg­ingu möl­un­ar­verk­smiðju sem þjón­ar hags­mun­um fjár­fest­anna.
Skipulagsstofnun gagnrýnir Ölfus út af landfyllingunni
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Skipu­lags­stofn­un gagn­rýn­ir Ölfus út af land­fyll­ing­unni

Skipu­lags­stofn­un seg­ir að sveit­ar­fé­lag­ið Ölfus hefði átt að bera sig öðru­vísi að við fram­kvæmd­ir við land­fyll­ingu í Þor­láks­höfn. Stofn­un­in seg­ir að fram­kvæmd­in sé það stór að hún hefði mögu­lega þurft að fara í mat á um­hverf­isáhrif­um. Um­hverf­is­stofn­un stöðv­aði fram­kvæmd­ir við land­fyll­ing­una vegna þess að til­skil­inna leyfa var ekki afl­að.

Mest lesið

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
3
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.
„Óviðunandi“ að bíða í þrjú ár – Var læstur inni árum saman
4
FréttirFatlað fólk beitt nauðung

„Óvið­un­andi“ að bíða í þrjú ár – Var læst­ur inni ár­um sam­an

Þriggja ára bið eft­ir ráð­gjöf frá sér­fræðiteymi um að­gerð­ir til að draga úr beit­ingu nauð­ung­ar í þjón­ustu við fatl­að fólk er óvið­un­andi að mati fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins. Það var hins veg­ar sá tími sem Ak­ur­eyr­ar­bær beið eft­ir ráð­gjöf­inni í máli Sveins Bjarna­son­ar sem var læst­ur inni í íbúð á veg­um bæj­ar­ins. Ráðu­neyt­ið ít­rek­ar þó ábyrgð þeirra sem beita slíkri nauð­ung.
Hvað gerist í huganum þegar við hreyfum okkur?
5
ViðtalHlaupablaðið 2024

Hvað ger­ist í hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur?

„Mögn­uð“ breyt­ing verð­ur á hug­an­um þeg­ar við hreyf­um okk­ur. Hreyf­ing virk­ar eins og þung­lynd­is­lyf á þau sem glíma við vægt eða miðl­ungs þung­lyndi. Endorfín, sem fást við hlaup, hafa áhrif á túlk­un til­finn­inga, deyfa sárs­auka og valda sælu­til­finn­ingu. Steinn B. Gunn­ars­son íþrótta- og lýð­heilsu­fræð­ing­ur veit­ir inn­sýn í áhrif­in og ráð til að fá hug­ann til að halda sig við hreyf­ing­una.
„Finnst ég vera að heyja dauðastríð“
7
Fréttir

„Finnst ég vera að heyja dauða­stríð“

Níg­er­ísku kon­urn­ar þrjár sem flúðu til Ís­lands und­an man­sali fyr­ir nokkr­um ár­um verða send­ar úr landi í kvöld. Þær eru í fang­els­inu á Hólms­heiði og ræddu við Heim­ild­ina í síma síð­deg­is. Ein kvenn­anna er al­var­lega veik og seg­ist líða eins og hún sé að heyja dauða­stríð. Þær segja að lækn­ir verði með í för þeg­ar þær verða flutt­ar úr landi. „Lækn­ir á að sjá til þess að hún andi út fyr­ir loft­helgi Ís­lands,“ seg­ir ís­lensk vin­kona kvenn­anna þriggja.
Katrín eini matvælaráðherra VG sem tekur ekki afstöðu gegn gjafakvótanum í laxeldinu
8
FréttirLaxeldi

Katrín eini mat­væla­ráð­herra VG sem tek­ur ekki af­stöðu gegn gjafa­kvót­an­um í lax­eld­inu

Bæði Bjarkey Gunn­ars­dótt­ir og Svandís Svavars­dótt­ir hafa lýst því yf­ir að þær vilji tíma­binda rekstr­ar­leyf­in í sjókvía­eld­inu. Eini mat­væla­ráð­herra VG á síð­asta og yf­ir­stand­andi kjör­tíma­bili sem ekki hef­ur gert slíkt hið sama er Katrín Jak­obs­dótt­ir for­setafram­bjóð­andi. Hún vann tals­vert að frum­varp­inu, fund­aði með hag­að­il­um um það og lét breyta ein­staka grein­um þess.
Halda Blessing á lífi svo lengi sem hún er í íslenskri lögsögu
10
Fréttir

Halda Bless­ing á lífi svo lengi sem hún er í ís­lenskri lög­sögu

Brott­vís­un þriggja kvenna var mót­mælt í Leifs­stöð í gær­kvöldi. Ein þeirra, Bless­ing, er lífs­hættu­lega veik og þol­andi man­sals. Í lækn­is­vott­orði frá sér­fræð­ingi á Land­spít­al­an­um er skrif­að að það sé lífs­nauð­syn­legt fyr­ir hana að hafa greið­an að­gang að bráða­þjón­ustu sér­hæfðra kvenna­deilda á sjúkra­húsi. „Þannig er ljóst að brott­vís­un mun stefna lífi sjúk­lings­ins í al­var­lega hættu komi hún til fram­kvæmd­ar á nú­ver­andi tíma­marki.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
6
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
9
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár