Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum

Óvænt­ur gest­ur mætti á er­indi um mik­il­vægi hvala fyr­ir líf­ríki sjáv­ar í Hörpu í lok októ­ber. Hann mót­mælti því sem hafði kom­ið fram í er­ind­inu um kol­efn­is­bind­ingu hvala. „Ég er sjálf­ur hval­veiði­mað­ur,“ sagði mað­ur­inn – Kristján Lofts­son – áð­ur en hann full­yrti að hval­ir gæfu frá sér tvö­falt meira magn af kolt­ví­sýr­ingi en þeir föng­uðu.

Kristján og Ralph tókust á – Báðir pólar á villigötum
Veiðar „Ég er sjálfur hvalveiðimaður,“ upplýsti Kristján, sem sést hér ásamt starfsmönnum Hvals og dauðum hval, ráðstefnugesti um. „Ég rek fyrirtæki sem veiðir langreyðar hérna á Íslandi.“ Mynd: Arne Feuerhahn

Þó svo að hvalveiðitímabilinu sé lokið í ár og fimm ára hvalveiðileyfi Hvals hf. renni út um áramótin þá er forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins, Kristján Loftsson, hvergi banginn. Hann varði hvalveiðar í viðtali við Guardian nýverið og það gerði hann jafnframt við erindi nýsjálenskra Māori frumbyggja á Arctic Circle ráðstefnunni í lok október. Hópurinn vinnur að því að fá Sameinuðu þjóðirnar til þess að vernda hvali í höfum heimsins. Ef slík vernd yrði að veruleika myndi það gera Íslendingum afar erfitt fyrir að halda hvalveiðum áfram.

Með frumbyggjunum var fyrrverandi stjórnandi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Ralph Chami, og áttu þeir Kristján í nokkrum orðaskiptum. Kristján sagði Ralph ekki segja nema hálfan sannleika þegar hann segði að hvalir fönguðu koltvísýring þar sem þeir gæfu frá sér tvöfalt meira magn en þeir fönguðu.b

„Að segja að dauði hvalsins sé jákvæður. Ég get því miður ekki tekið undir það og gögnin eru ekki þér í …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • BG
    Björgvin Guðmundsson skrifaði
    Það er þekkt staðreynd að skógarnir kljúfa koltvísýrling úr andrúmsloftinu og binda kolefni í lífmassa sínum en skila til baka súrefni. Af þessu leiðir að því meiri lífmassi sem er bundinn í trjám og öðrum gróðri því minni koltvísýringur er í andrúmsloftinu.

    Í hafinu eru það grænþörungar sem nýta sólarljósið til að kljúfa koltvísýrlinginn og skila til baka allt að 50% af því súrefni sem lífið á jörðinni notar. Grænþörungarnir eru svo undirstaða lífskeðjunnar í hafinu og orkan sem þeir nýta úr sólarljósinu er því forsenda alls lífs þar.

    Allt líf byggir á orku og þegar lífvera deyr í hafinu þá nýtist efnaorka hennar þar áfram. Það gildir því það sama um lífríkið þar og um græna gróðurinn á landi að því meiri lífmassi því meiri kolefnisbinding.

    Því hlýtur það að minnka kolefnisbindingu hafsins að fjarlægja "orkubolta" eins og hval úr lífríkinu.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár