Þó svo að hvalveiðitímabilinu sé lokið í ár og fimm ára hvalveiðileyfi Hvals hf. renni út um áramótin þá er forstjóri og aðaleigandi fyrirtækisins, Kristján Loftsson, hvergi banginn. Hann varði hvalveiðar í viðtali við Guardian nýverið og það gerði hann jafnframt við erindi nýsjálenskra Māori frumbyggja á Arctic Circle ráðstefnunni í lok október. Hópurinn vinnur að því að fá Sameinuðu þjóðirnar til þess að vernda hvali í höfum heimsins. Ef slík vernd yrði að veruleika myndi það gera Íslendingum afar erfitt fyrir að halda hvalveiðum áfram.
Með frumbyggjunum var fyrrverandi stjórnandi hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, Ralph Chami, og áttu þeir Kristján í nokkrum orðaskiptum. Kristján sagði Ralph ekki segja nema hálfan sannleika þegar hann segði að hvalir fönguðu koltvísýring þar sem þeir gæfu frá sér tvöfalt meira magn en þeir fönguðu.b
„Að segja að dauði hvalsins sé jákvæður. Ég get því miður ekki tekið undir það og gögnin eru ekki þér í …
Í hafinu eru það grænþörungar sem nýta sólarljósið til að kljúfa koltvísýrlinginn og skila til baka allt að 50% af því súrefni sem lífið á jörðinni notar. Grænþörungarnir eru svo undirstaða lífskeðjunnar í hafinu og orkan sem þeir nýta úr sólarljósinu er því forsenda alls lífs þar.
Allt líf byggir á orku og þegar lífvera deyr í hafinu þá nýtist efnaorka hennar þar áfram. Það gildir því það sama um lífríkið þar og um græna gróðurinn á landi að því meiri lífmassi því meiri kolefnisbinding.
Því hlýtur það að minnka kolefnisbindingu hafsins að fjarlægja "orkubolta" eins og hval úr lífríkinu.