Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greinilegt að almenningi ofbýður

Reiði al­menn­ings gagn­vart átök­un­um á Gaza og við­brögð­um ís­lenskra stjórn­valda fer vax­andi að mati for­manns Ís­lands-Palestínu.

Greinilegt að almenningi ofbýður
Ísland-Palestína Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu, á mótmælum fyrir utan ráðherrabústaðinn ásamt Sveini Rúnari Haukssyni, fyrrverandi formanni félagsins. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Marga hryllir svo við þessu og fólk sem hefur kannski ekki tekið mikla afstöðu til þess áður tjáir sig við okkur. Það er greinilegt að almenningi ofbýður, sérstaklega eftir að Ísland sat hjá í þessari atkvæðagreiðslu og þær skýringar sem fólk gefur ekki mikið fyrir,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Íslands-Palestínu.  

Vika er síðan fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sat hjá við afgreiðslu allsherjarþingsins á ályktun þess efnis að koma á mannúðarvopnahléi á Gaza tafarlaust. Tillagan var lögð fram af Jórdönum. Kanada lagði fram breytingartillögu um að árás Hamas-samtakanna á ísraelska borgara yrði fordæmd samtímis. Á hana féllst meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ekki. Utanríkisráðuneytið segist hafa stutt tillögu Kanada og þar sem ekki hafi náðst samstaða um hana hafi Ísland setið hjá.

Loftárásir Ísraelshers halda áfram og í vikunni voru gerðar tvær loftárásir á flóttamannabúðir á Gaza. Börn eru stór hluti þeirra sem hafa látið lífið í átökunum. „Fórnarkostnaður stigmögnunar átaka á Gaza er mældur í lífum barna,“ sagði Catherine Russel, framkvæmdastjóri Unicef, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Nefnd um réttindi barna á vegum Sameinuðu þjóðanna tekur í sama streng. „Það er enginn sigurvegari í stríði þar sem þúsundir barna eru drepin,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. 

„Þetta er stórt neyðarástand“

Ísland-Palestína hefur staðið fyrir þremur útifundum og tveimur mótmælastöðum við ráðherrabústaðinn til að krefjast viðbragða frá stjórnvöldum. Hjálmtýr segir kröfuna skýra: „Stuðningur við tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þetta er stórt neyðarástand. Það deyr barn á tíu mínútna fresti. Mörg eru grafin undir rústunum og það er enginn búnaður, það er engin alþjóðleg hjálparsveit komin á staðinn, Ísraelar hindra það. Fólkið er með berum höndum og einhverjum skóflum að reyna að róta í rústunum og leita að ættingjum. Þetta er hroðalegt ástand. Stríðsglæpir í beinni útsendingu á hverri einustu mínútu. Og þetta versnar.“    

KyrrðarstundHátt í 2.000 manns tóku þátt í kertafleytingu til minningar um börn sem hafa látist í átökunum á Gaza.

Félagið stóð einnig fyrir kertafleytingu við Tjörnina á sunnudag þar sem hátt í 2.000 manns fleyttu kertum til minningar um börn sem hafa látist í átökunum. Nöfn barnanna, yfir 3.000 talsins, voru lesin upp. „Þetta var kyrrðarstund. Maður er búinn að sjá svo mikið af hrikalegum myndum af látnum börnum og særðum börnum sem er verið að hlaupa með inn í spítala sem eru undir hálfum afköstum. Það var mjög margt fólk þarna sem lýsti því hreinlega að það klökknaði við þessa tilhugsun,“ segir Hjálmtýr. 

Á sunnudag klukkan 14 mun Ísland-Palestína halda stórfund fyrir Palestínu í Háskólabíói undir yfirskriftinni: Vopnahlé strax! Auk Hjálmtýs munu Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, Kolbrún Birna Bachmann, lögfræðingur og baráttukona, Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Yousef Ingi Tamimi hjúkrunarfræðingur flytja ávörp. Ljóðalestur og tónlistaratriði munu einnig setja svip sinn á fundinn. „Við væntum þess að fylla bíóið. Reiði almennings er vaxandi,“ segir Hjálmtýr.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár