Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Greinilegt að almenningi ofbýður

Reiði al­menn­ings gagn­vart átök­un­um á Gaza og við­brögð­um ís­lenskra stjórn­valda fer vax­andi að mati for­manns Ís­lands-Palestínu.

Greinilegt að almenningi ofbýður
Ísland-Palestína Hjálmtýr Heiðdal, formaður Íslands-Palestínu, á mótmælum fyrir utan ráðherrabústaðinn ásamt Sveini Rúnari Haukssyni, fyrrverandi formanni félagsins. Mynd: Alma Mjöll Ólafsdóttir

„Marga hryllir svo við þessu og fólk sem hefur kannski ekki tekið mikla afstöðu til þess áður tjáir sig við okkur. Það er greinilegt að almenningi ofbýður, sérstaklega eftir að Ísland sat hjá í þessari atkvæðagreiðslu og þær skýringar sem fólk gefur ekki mikið fyrir,“ segir Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Íslands-Palestínu.  

Vika er síðan fastanefnd Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum sat hjá við afgreiðslu allsherjarþingsins á ályktun þess efnis að koma á mannúðarvopnahléi á Gaza tafarlaust. Tillagan var lögð fram af Jórdönum. Kanada lagði fram breytingartillögu um að árás Hamas-samtakanna á ísraelska borgara yrði fordæmd samtímis. Á hana féllst meirihluti aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna ekki. Utanríkisráðuneytið segist hafa stutt tillögu Kanada og þar sem ekki hafi náðst samstaða um hana hafi Ísland setið hjá.

Loftárásir Ísraelshers halda áfram og í vikunni voru gerðar tvær loftárásir á flóttamannabúðir á Gaza. Börn eru stór hluti þeirra sem hafa látið lífið í átökunum. „Fórnarkostnaður stigmögnunar átaka á Gaza er mældur í lífum barna,“ sagði Catherine Russel, framkvæmdastjóri Unicef, á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á þriðjudag. Nefnd um réttindi barna á vegum Sameinuðu þjóðanna tekur í sama streng. „Það er enginn sigurvegari í stríði þar sem þúsundir barna eru drepin,“ segir í yfirlýsingu nefndarinnar. 

„Þetta er stórt neyðarástand“

Ísland-Palestína hefur staðið fyrir þremur útifundum og tveimur mótmælastöðum við ráðherrabústaðinn til að krefjast viðbragða frá stjórnvöldum. Hjálmtýr segir kröfuna skýra: „Stuðningur við tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum. Þetta er stórt neyðarástand. Það deyr barn á tíu mínútna fresti. Mörg eru grafin undir rústunum og það er enginn búnaður, það er engin alþjóðleg hjálparsveit komin á staðinn, Ísraelar hindra það. Fólkið er með berum höndum og einhverjum skóflum að reyna að róta í rústunum og leita að ættingjum. Þetta er hroðalegt ástand. Stríðsglæpir í beinni útsendingu á hverri einustu mínútu. Og þetta versnar.“    

KyrrðarstundHátt í 2.000 manns tóku þátt í kertafleytingu til minningar um börn sem hafa látist í átökunum á Gaza.

Félagið stóð einnig fyrir kertafleytingu við Tjörnina á sunnudag þar sem hátt í 2.000 manns fleyttu kertum til minningar um börn sem hafa látist í átökunum. Nöfn barnanna, yfir 3.000 talsins, voru lesin upp. „Þetta var kyrrðarstund. Maður er búinn að sjá svo mikið af hrikalegum myndum af látnum börnum og særðum börnum sem er verið að hlaupa með inn í spítala sem eru undir hálfum afköstum. Það var mjög margt fólk þarna sem lýsti því hreinlega að það klökknaði við þessa tilhugsun,“ segir Hjálmtýr. 

Á sunnudag klukkan 14 mun Ísland-Palestína halda stórfund fyrir Palestínu í Háskólabíói undir yfirskriftinni: Vopnahlé strax! Auk Hjálmtýs munu Anna Lúðvíksdóttir, framkvæmdastjóri Amnesty á Íslandi, Kolbrún Birna Bachmann, lögfræðingur og baráttukona, Viðar Þorsteinsson heimspekingur og Yousef Ingi Tamimi hjúkrunarfræðingur flytja ávörp. Ljóðalestur og tónlistaratriði munu einnig setja svip sinn á fundinn. „Við væntum þess að fylla bíóið. Reiði almennings er vaxandi,“ segir Hjálmtýr.

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
2
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.
Eini Íslendingurinn til að hlaupa maraþon með tvö ígrædd líffæri
5
Viðtal

Eini Ís­lend­ing­ur­inn til að hlaupa mara­þon með tvö ígrædd líf­færi

Kári Guð­munds­son fékk grætt í sig nýra og bris fyr­ir átta ár­um. Hann er eini Ís­lend­ing­ur­inn sem hef­ur feng­ið tvö líf­færi og náð að hlaupa heilt og hálf mara­þon eft­ir líf­færaígræðsl­una og það oft­ar en einu sinni. Kári hafði í raun mjög lít­ið hreyft sig í gegn­um ár­in en nú hleyp­ur hann og lyft­ir til að fá auk­ið út­hald og styrk og seg­ist aldrei hafa ver­ið í betra formi, það sýni all­ar mæl­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Frá endurlífgun á bráðamóttökunni í umönnun leikskólabarna
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Frá end­ur­lífg­un á bráða­mót­tök­unni í umönn­un leik­skóla­barna

Líf Auð­ar Ólafs­dótt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ings og fjöl­skyldu tók stakka­skipt­um síð­asta haust þeg­ar hún sagði skil­ið við Bráða­mót­töku Land­spít­al­ans eft­ir átta ára starf og hóf störf á leik­skóla barn­anna sinna til að koma yngra barn­inu inn á leik­skóla. „Ég fór úr því að vera í end­ur­lífg­un einn dag­inn yf­ir í að syngja Kalli litli kóngu­ló hinn dag­inn.“
Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
5
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár