Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ópera í smíðum

Á Óperu­dög­um hlustaði tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir á fjór­ar fyrstu sen­urn­ar úr fyrsta kafla óper­unn­ar Rík­harð­ur III – sem er í smíð­um.

Ópera í smíðum
Ríkharður III Úr óperunni Ríkharður III sem Sigurður Sævarsson er með í smíðum.
Tónleikar

Rík­harð­ur III

Niðurstaða:

Óperudagar Harpa, Norðurljós, 29. október 2023 Ríkharður III - ópera í smíðum eftir Sigurð Sævarsson Einsöngvarar: Jóhann Smári Sævarsson, Viðar Gunnarsson, Guja Sandholt, Aron Axel Cortes og Keith Reed. Hljómsveitarstjóri: Steinar Logi Helgason

Gefðu umsögn

Þær eru allnokkrar óperurnar sem samdar hafa verið upp úr leikritum Williams Shakespeare. Frægastar sjálfsagt Othello, Macbeth og Falstaff eftir Verdi, Rómeó og Júlía Gounods og Draumur á Jónsmessunótt eftir Britten svo einhverjar séu nefndar. Ekki man ég eftir að hafa áður heyrt um óperu byggða á Ríkharði III en nú hefur Sigurður Sævarsson heldur betur bætt úr því.

Það eru liðin allmörg ár síðan ég frétti að hann væri með óperu í smíðum sem byggði á þeirri dramatísku og blóðugu sögu um kroppinbakinn og illmennið Ríkharð af Gloster sem kemst í konungsstól Englands með plotti og morðum að bróður sínum látnum. Nú er óperan tilbúin, það er að segja nóturnar eru til staðar, og á lokadegi Óperudaga fengu áheyrendur að heyra fjórar fyrstu senurnar úr fyrsta kafla hennar.

Dökk ópera

Forleikurinn er stuttur en áhrifamikill þar sem undirliggjandi drungi og spenna ráða ríkjum, sem setur rétta tóninn fyrir verkið. Óperan er samin við enskan texta Shakespeares og það var ekki laust við að það hríslaðist um mann sæla í bland við ónot þegar Jóhann Smári, í hlutverki Ríkharðs, hóf upp raust sína á hinum frægu orðum; „Now is the winter of our discontent, made glorious summer by this son of York“.  Hin langa einræða hins slóttuga verðandi konungs var mögnuð, Sigurður skrifaði hlutverkið með bróður sinn í huga og þróttmikil bassa-barítón rödd hans er sannarlega vel passandi hlutverkinu.

Á sviðinu voru tveir bassasöngvarar, þeir Keith Reed í hlutverki morðingjans og Viðar Gunnarsson í hlutverki Edwards konungs, bróður Ríkharðs. Það var gaman að heyra í Keith Reed aftur en það er orðið alllangt síðan hann steig á svið í höfuðborginni a.m.k. og hann var í fínu formi. Það sama má segja um Viðar sem söng hlutverk konungsins af miklu öryggi. Aron Axel Cortes barítón var í hlutverki Rivers jarls, bróður Elísabetar drottningar, sem sungin var af Guju Sandholt mezzosópran og gerðu þau sínum hlutverkum prýðileg skil bæði tvö. Það gefur augaleið að með þetta söngvaraval, þessar djúpu raddir, að óperan er dökk enda gefur umfjöllunarefnið sannarlega tilefni til þess, svona eins og Boris Godunov með öllum sínum bassa- og barítónröddum án þess að ég sé að líkja verkunum saman á annan hátt. Nú veit ég ekki hvort við bætast sópran- eða tenórraddir þegar líður á óperuna en á sviðinu voru fjórir aðrir einstaklingar í þöglum hlutverkum. 

Þriðja ópera Sigurðar

Þetta er þriðja ópera Sigurðar en hinar tvær eru Z-Ástarsaga (2001) og Hel (2009). Auk þess sem Sigurður hefur verið ötull við að semja verk fyrir einsöngvara og kór og hljóðfæri líkt og Jólaóratoríu, Hallgrímspassíu og Missa Pacis. Hann er því mikill reynslubolti þegar kemur að gerð viðamikilla söngverka og það skilar sér sannarlega í þessari nýju óperu. Tónmál Sigurðar er ljóðrænt og tónal en samt sem áður aldrei svo að það verði eitthvað banalt eða gamaldags. Hann er næmur á raddir enda menntaður söngvari sjálfur og nær að fanga óhugnanlegt andrúmsloft verksins í hljómsveitarpartinum sem var vel útsettur og ægifagur á köflum. Hljómsveitin var skipuð um tuttugu úrvals hljóðfæraleikurum og var fagmannlega stýrt af Steinari Loga Helgasyni. 

Ef maður spyr sig svo hvort umfjöllunarefnið eigi erindi við okkur í dag, hver sé tilgangurinn að gera óperu upp úr fjögur hundruð ára leikriti, er víst að vélráð mannanna, oft þeirra sem eru í æðstu stöðum, taka engan endi og erindið þar af leiðandi brýnt þar sem ljóst er að við lærum lítið af sögunni. Þessi tæpi hálftíma bútur úr óperunni gaf áheyrendum í þéttsetnum Norðurljósasal Hörpu sannarlega „blod på tanden“ og var flytjendum vel fagnað í lokin.

Ég get persónulega ekki beðið eftir að fá að heyra línuna „A horse, a horse, my kingdom for a horse!“. Stjörnugjöf miðast við þessar 25 mínútur sem voru sannarlega vel þess virði en ég gef mér það leyfi að breyta henni þegar verkið verður flutt í heild sinni, sem vonandi verður sem fyrst.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
4
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
5
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
6
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár