Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ópera í smíðum

Á Óperu­dög­um hlustaði tón­list­ar­gagn­rýn­and­inn Arn­dís Björk Ás­geirs­dótt­ir á fjór­ar fyrstu sen­urn­ar úr fyrsta kafla óper­unn­ar Rík­harð­ur III – sem er í smíð­um.

Ópera í smíðum
Ríkharður III Úr óperunni Ríkharður III sem Sigurður Sævarsson er með í smíðum.
Tónleikar

Rík­harð­ur III

Niðurstaða:

Óperudagar Harpa, Norðurljós, 29. október 2023 Ríkharður III - ópera í smíðum eftir Sigurð Sævarsson Einsöngvarar: Jóhann Smári Sævarsson, Viðar Gunnarsson, Guja Sandholt, Aron Axel Cortes og Keith Reed. Hljómsveitarstjóri: Steinar Logi Helgason

Gefðu umsögn

Þær eru allnokkrar óperurnar sem samdar hafa verið upp úr leikritum Williams Shakespeare. Frægastar sjálfsagt Othello, Macbeth og Falstaff eftir Verdi, Rómeó og Júlía Gounods og Draumur á Jónsmessunótt eftir Britten svo einhverjar séu nefndar. Ekki man ég eftir að hafa áður heyrt um óperu byggða á Ríkharði III en nú hefur Sigurður Sævarsson heldur betur bætt úr því.

Það eru liðin allmörg ár síðan ég frétti að hann væri með óperu í smíðum sem byggði á þeirri dramatísku og blóðugu sögu um kroppinbakinn og illmennið Ríkharð af Gloster sem kemst í konungsstól Englands með plotti og morðum að bróður sínum látnum. Nú er óperan tilbúin, það er að segja nóturnar eru til staðar, og á lokadegi Óperudaga fengu áheyrendur að heyra fjórar fyrstu senurnar úr fyrsta kafla hennar.

Dökk ópera

Forleikurinn er stuttur en áhrifamikill þar sem undirliggjandi drungi og spenna ráða ríkjum, sem setur rétta tóninn fyrir verkið. Óperan er samin við enskan texta Shakespeares og það var ekki laust við að það hríslaðist um mann sæla í bland við ónot þegar Jóhann Smári, í hlutverki Ríkharðs, hóf upp raust sína á hinum frægu orðum; „Now is the winter of our discontent, made glorious summer by this son of York“.  Hin langa einræða hins slóttuga verðandi konungs var mögnuð, Sigurður skrifaði hlutverkið með bróður sinn í huga og þróttmikil bassa-barítón rödd hans er sannarlega vel passandi hlutverkinu.

Á sviðinu voru tveir bassasöngvarar, þeir Keith Reed í hlutverki morðingjans og Viðar Gunnarsson í hlutverki Edwards konungs, bróður Ríkharðs. Það var gaman að heyra í Keith Reed aftur en það er orðið alllangt síðan hann steig á svið í höfuðborginni a.m.k. og hann var í fínu formi. Það sama má segja um Viðar sem söng hlutverk konungsins af miklu öryggi. Aron Axel Cortes barítón var í hlutverki Rivers jarls, bróður Elísabetar drottningar, sem sungin var af Guju Sandholt mezzosópran og gerðu þau sínum hlutverkum prýðileg skil bæði tvö. Það gefur augaleið að með þetta söngvaraval, þessar djúpu raddir, að óperan er dökk enda gefur umfjöllunarefnið sannarlega tilefni til þess, svona eins og Boris Godunov með öllum sínum bassa- og barítónröddum án þess að ég sé að líkja verkunum saman á annan hátt. Nú veit ég ekki hvort við bætast sópran- eða tenórraddir þegar líður á óperuna en á sviðinu voru fjórir aðrir einstaklingar í þöglum hlutverkum. 

Þriðja ópera Sigurðar

Þetta er þriðja ópera Sigurðar en hinar tvær eru Z-Ástarsaga (2001) og Hel (2009). Auk þess sem Sigurður hefur verið ötull við að semja verk fyrir einsöngvara og kór og hljóðfæri líkt og Jólaóratoríu, Hallgrímspassíu og Missa Pacis. Hann er því mikill reynslubolti þegar kemur að gerð viðamikilla söngverka og það skilar sér sannarlega í þessari nýju óperu. Tónmál Sigurðar er ljóðrænt og tónal en samt sem áður aldrei svo að það verði eitthvað banalt eða gamaldags. Hann er næmur á raddir enda menntaður söngvari sjálfur og nær að fanga óhugnanlegt andrúmsloft verksins í hljómsveitarpartinum sem var vel útsettur og ægifagur á köflum. Hljómsveitin var skipuð um tuttugu úrvals hljóðfæraleikurum og var fagmannlega stýrt af Steinari Loga Helgasyni. 

Ef maður spyr sig svo hvort umfjöllunarefnið eigi erindi við okkur í dag, hver sé tilgangurinn að gera óperu upp úr fjögur hundruð ára leikriti, er víst að vélráð mannanna, oft þeirra sem eru í æðstu stöðum, taka engan endi og erindið þar af leiðandi brýnt þar sem ljóst er að við lærum lítið af sögunni. Þessi tæpi hálftíma bútur úr óperunni gaf áheyrendum í þéttsetnum Norðurljósasal Hörpu sannarlega „blod på tanden“ og var flytjendum vel fagnað í lokin.

Ég get persónulega ekki beðið eftir að fá að heyra línuna „A horse, a horse, my kingdom for a horse!“. Stjörnugjöf miðast við þessar 25 mínútur sem voru sannarlega vel þess virði en ég gef mér það leyfi að breyta henni þegar verkið verður flutt í heild sinni, sem vonandi verður sem fyrst.

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár