Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fylgi VG svo lítið „að það er spurning hvort að það geti minnkað mikið“

Ólaf­ur Þ. Harð­ar­son stjórn­mála­fræð­ing­ur seg­ir ágrein­ing milli for­sæt­is­ráð­herra og ut­an­rík­is­ráð­herra um hjá­setu Ís­lands í alls­herj­ar­nefnd Sþ ekki bæta þeg­ar erf­iða stöðu í stjórn­ar­sam­starf­inu en tel­ur frek­ar ólík­legt að hann ráði úr­slit­um um fram­hald þess.

Fylgi VG svo lítið „að það er spurning hvort að það geti minnkað mikið“
Ágreiningur Mikið traust hefur ríkt milli Katrínar Jakobsdóttur og Bjarna Benediktssonar. Þau hafa ítrekað bent á að áherslur flokka þeirra séu misjafnar og fyrir aðeins fáeinum dögum héldu þau blaðamannafund þar sem þau sögðu það vilja allra flokkanna þriggja að halda samstarfinu áfram. Mynd: Golli

„Þetta er náttúrlega bara enn eitt dæmið um ágreining innan ríkisstjórnarinnar sem er mjög skiljanlegur í ljósi þess að Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur eru í grundvallaratriðum ósammála um fjölmörg mál,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emeritus við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, spurður hinnar klassísku spurningar: Mun hjáseta Íslands í atkvæðagreiðslu um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs, sem skiptar skoðanir eru á milli forsætisráðherra og utanríkisráðherra, hafa áhrif á stjórnarsamstarfið.

„En ég held að það sé nú frekar ólíklegt að þetta ráði úrslitum,“ heldur Ólafur áfram. „En þetta bætir ekki stöðuna.“

Töluverður ágreiningur hefur verið um hin ýmsu málefni í tíð ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Útlendingamál og hvalveiðar má þar nefna en svo var það vanhæfi Bjarna Benediktssonar sem fjármálaráðherra í Íslandsbankamálinu sem varð til þess að leiðtogar flokkanna þriggja sem mynda ríkisstjórnina boðuðu til blaðamannafundar til að sýna að allt væri gott þeirra á milli og að hugur væri í stjórninni að halda samstarfinu áfram.

Á föstudagskvöld sat Ísland hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna á ályktun Jórdana um tafarlaust vopnahlé á Gaza, Að því er utanríkisráðuneytið sem nú er undir stjórn Bjarna Benediktssonar sagði, var það vegna þess að ekki náðist samstaða um breytingatillögu Kanada um að fordæma Hamas-samtökin í ályktuninni. Þingflokkur Vinstri grænna brást fljótt við og sendi frá sér yfirlýsingu. „Þingflokkur Vinstri grænna telur að Ísland hefði átt að greiða atkvæði með tillögunni þótt breytingartillaga Kanada hafi ekki náð fram að ganga,“ sagði þar m.a. „Telur þingflokkurinn að rétt hefði verið að styðja tillöguna sjálfa vegna umfangs mannúðarkrísunnar á Gaza.“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði svo í sjónvarpsfréttum í gærkvöldi að ekkert samráð hefði verið haft við sig varðandi ákvörðunina um að sitja hjá. Bjarni Benediktsson sagði hins vegar eftir fund utanríkismálanefndar í morgun að forsætisráðuneytið hefði verið upplýst um hina áformuðu hjásetu.

StjórnmálafræðingurÓlafur Þ. Harðarson

„Það hefur greinilega verið mjög mikið traust milli Bjarna og Katrínar,“ segir Ólafur. Misvísandi yfirlýsingar þeirra síðustu daga séu „náttúrlega ekki góðar fyrir stjórnina“. Hins vegar muni málið ólíklega sprengja hana. „En þetta er óheppileg uppákoma fyrir stjórnina, rétt eftir að þau eru búin að halda blaðamannafund til að berja í brestina og lýsa yfir áformum sínum um að halda stjórnarsamstarfinu áfram af festu til loka kjörtímabilsins.“

Ólafur segir það hafa verið fullljóst, allt frá því að þessi ríkisstjórn varð til árið 2017 að í henni sætu flokkar sem væru í grundvallaratriðum ósammála um mjög mörg mál. Hins vegar hafi þessi ágreiningur lítt komið fram á fyrra kjörtímabili stjórnarinnar. Þá var sameiginlegum sjónum beint að baráttunni við COVID og að innviðauppbyggingu sem hafði verið vanrækt frá hruni. „Það voru til nógir peningar á þeim tíma í ríkiskassanum,“ bendir Ólafur á, „þannig að að var í rauninni auðveldara fyrir flokka með ólíka hugmyndafræði að standa saman“.

Þannig að sú staða sem nú er uppkomin er „pólitík eins og hún er venjulega. Og þá kemur allur þessi hugmyndafræðilegi ágreiningur milli flokkanna auðvitað upp á yfirborðið.“ Hins vegar virðist vera ríkari hagsmunir hjá flokkunum að halda samstarfinu áfram. „Þannig að þetta mál breytir nú sennilega ekki því.“

Sögulegt

Ríkisstjórnin er kennd við formann Vinstri grænna, forsætisráðherra Katrínu. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, sagði í Morgunblaðinu í dag að utanríkisráðuneytið færi almennt ekki gegn forsætisráðherra og að hann myndi ekki eftir sambærilegu tilviki við þetta sem nú er upp komið.

„En það er líka hefðbundið í íslenskri pólitík að ráðherrar hafi haft tiltölulega mikið sjálfræði um sín mál, en í raun er það þannig að öll ríkisstjórnin ber pólitíska ábyrgð á öllum pólitískum verkum einstakra ráðherra,“ segir Ólafur. „Og það er að minnsta kosti óvenjulegt að þingflokkur ríkisstjórnarflokks láti í ljós óánægju sína með jafn skýrum hætti.“

Ýmislegt gengið á

En mun þessi ágreiningur, um nákvæmlega þetta mál, veikja stöðu Katrínar sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar?

„Það hefur nú mikið dunið á henni,“ svarar Ólafur og segist ekki viss um að málið minnki almennt traust til Katrínar og alls ekki meðal hennar eigin flokksmanna. „Fylgi [VG] í könnunum er orðið mjög lítið þannig að það er spurning hvort að það geti minnkað mikið.“

Málið sé vissulega viðkvæmt inn í grasrót Vinstri grænna, það sýni ályktun þingflokksins.

Árétting: Viðtalið við Ólaf var tekið áður en RÚV greindi frá því síðdegis að Katrínu hefðu borist upplýsingar um þá afstöðu sem Íslandi ætlaði að taka við atkvæðagreiðsluna í tölvupósti 11 mínútum áður en atkvæði voru greidd. Þá hafi hún ekki séð póstinn fyrr en að atkvæðagreiðslan var hafin. Algjörlega liggi ljóst fyrir, segir í frétt RÚV þar sem vitnað er til skriflegs svar forsætisráðuneytisins, að ekkert samráð var haft við forsætisráðherra um hjásetu Íslands.

Kjósa
49
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Guðmundur Thoroddsen skrifaði
    Ætli maður myndi ekki bara gera eins og þau, gefa bara skít í þetta ef maður væri sjálfur á útleið úr pólitík.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Ekki má búast við því að skýjaglópur Íslands, forsætisráðherrann, hafi vitað af þessi í tíma.
    En gæti ekki verið að pabbi hafi vitað af þessu í tíma, og gefið góð ráð, eins og áður?
    1
  • Björn Ólafsson skrifaði
    Þessi ríkisstjórn er svo gjörsamlega lost. Og, alltaf skal Katrín Jak láta vaða yfur sig. Það er varla til það prinsip sem hún hefur ekki gefið frá sér. Innistæða hennar sem atjórnmálaforingja er löngu komin á yfirdrátt 😩
    3
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,En mun þessi ágreiningur, um nákvæmlega þetta mál, veikja stöðu Katrínar sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar ?" Skiptir það máli, hjá persónu sem myndaði ríkisstjórn með lýgi og ómerkilegheitum ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
3
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.
Næstum jafn gamall og Sighvatur í Eyvindarholti
6
Erlent

Næst­um jafn gam­all og Sig­hvat­ur í Ey­vind­ar­holti

Þeg­ar Don­ald Trump tók við embætti for­seta Banda­ríkj­anna á mánu­dag var hann ein­ung­is 49 dög­um yngri en elsti mað­ur­inn sem set­ið hef­ur á Al­þingi Ís­lend­inga. Með embættis­tök­unni varð Trump elsti mað­ur­inn til að taka við embætti for­seta og ef hann sit­ur út kjör­tíma­bil­ið skák­ar hann Joe Biden, en eng­inn hef­ur ver­ið eldri en hann var á síð­asta degi sín­um í embætt­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
2
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
3
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
5
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Lilja Rafney Magnúsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár