Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Kristnir, múslimar og gyðingar sameinuðust í friði á Bessastöðum

Full­trú­ar 18 trú- og lífs­skoð­un­ar­fé­laga þáðu boð for­seta Ís­lands á Bessastaði á dög­un­um þar sem rætt var mik­il­vægi þess að tala fyr­ir friði og sam­lyndi milli ólíkra hópa. Séra Jakob Rol­land seg­ir Ís­land í sér­stöðu þeg­ar kem­ur að ör­yggi borg­ar­anna og sam­vinnu trú­ar­bragða.

Kristnir, múslimar og gyðingar sameinuðust í friði á Bessastöðum
Friður og umburðarlyndi, þvert á ólíka trúarhópa, var til umræðu á fundinum sem forsetinn boðaði til á Bessastöðu fyrir helgi. Mynd: forseti.is

„Forsetinn hafði samband við okkur því hann er meðvitaður um þær hættur sem steðja að vegna blóðugra átaka fyrir botni Miðjarðarhafs, líka í Úkraínu og reyndar á fleiri stöðum í heiminum. Hann vildi ræða við okkur um mikilvægi þess að trúfélög leggi sitt af mörkum til að reyna að stilla til friðar, forðast átök og að hér á landi skuli áfram ríkja andrúmsloft samlyndis og umburðarlyndis,“ segir séra Jakob Rolland hjá kaþólsku kirkjunni en hann er talsmaður Samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga á Íslandi.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, boðaði fulltrúa samráðsvettvangsins á fund sinn á Bessastöðum fyrir helgi.

Fulltrúar 18 trúar- og lífsskoðunarhópa komu saman á Bessastöðu til að ræða um frið.

„Ég vildi hvetja fulltrúa trú- og lífsskoðunarfélaga til að leggja áherslu á það í öllum sínum boðskap að tala máli mannúðar og mildi, víðsýni og umburðarlyndis. Hér á landi eiga allir að geta iðkað sína trú …

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Axel Axelsson skrifaði
    zæónistinn sem boðar til fundar er vandamálið . . . hinir hafa búið saman um allan heim án vandræða . . .
    -7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár