Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Met slegið á Alþingi og sjávarmaðurinn segir sína skoðun

Ríf­lega 3.500 um­sagn­ir hafa borist um frum­varp Andrés­ar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Pírata, um hval­veiði­bann. Er það um 2.000 um­sögn­um yf­ir síð­asta meti. Á með­al þeirra sem sendu inn um­sögn er banda­ríski stór­leik­ar­inn Ja­son Momoa.

Met slegið á Alþingi og sjávarmaðurinn segir sína skoðun
Andrés Ingi Jónsson Er flutningsmaður frumvarpsins. Hann vill varanlegt bann við hvalveiðum og segir skiljanlegt að alþjóðasamfélagið láti sig málið varða, enda séu hvalirnir sem drepnir eru hér ekki eign Íslendinga. Mynd: Davíð Þór

„Þetta eru mjög alþjóðlegar umsagnir sem endurspeglar kannski að þetta eru stofnar sem eru ekki einkaeign Íslands heldur flökkustofnar um allt Atlantshafið,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. „Það er kannski eðlilegt að fólk víða um heim hafi skoðun á því hvernig við umgöngumst þá.“ 

Enn eru Alþingi að berast umsagnir og athugasemdir um frumvarp Andrésar og nokkurra annarra stjórnarandstöðuþingmanna um bann við hvalveiðum. Virðast umsagnirnar vera orðnar rúmlega 3.500 talsins, samkvæmt svari frá Hildi Evu Sigurðardóttur – sviðsstjóra nefndar- og greiningasviðs skrifstofu Alþingis. 

Eru það talsvert fleiri umsagnir en borist hafa nokkurn tímann áður um nokkuð annað mál á Alþingi. 

Á 149. þingi bárust yfir 1.500 erindi um samgönguáætlun til fimm ára og samgönguáætlun 2019-2033. Það voru þó ekki frumvörp heldur þingsályktunartillögur,“ segir í svarinu frá Hildi Evu. 

Það frumvarp sem á metið sem frumvarp Andrésar og félaga …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvalveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
3
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár