Loftárásir Ísraelshers á Gaza hófust eftir að myrkur skall á í kvöld. Ekkert hefur heyrst frá íbúum Gaza frá því að árásirnar hófust því að síma- og netsamband liggur niðri. Framkvæmdastjóri palestínska Rauða hálfmánans segir að ástæða sé til að hafa gríðarlegar áhyggjur af íbúum Gazaborgar í kvöld. Þar séu nú um 300 þúsund manns enn innlyksa og komist hvergi í skjól. Um 2,3 milljónir búa á Gazaströndinni.
„Síma- og netsamband liggur niðri. Fólkið á Gaza er algjörlega einangrað frá heiminum,“ sagði fréttamaður Al Jazeera í kvöld og bætti við að íbúarnir væru „skelfingu lostnir.“
Ekkert skjól á Gaza
Talsmaður ísraelska hersins hafði sagt að loftárásir á Gazaborg í kvöld yrðu efldar verulega frá því sem verið hefur síðustu daga, sömu sögu væri að segja um landhernað. Hann sagði að íbúar Gazaborgar ættu að koma sér til suðurhluta Gaza áður en árásirnar hæfust.
Framkvæmdastjóri palestínska Rauða …
Athugasemdir (1)