Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Guðni forseti þakkar skjót viðbrögð eftir að maður hneig niður í IKEA

Svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur sem var með börn­um sín­um í IKEA í dag tók að sér að stýra að­gerð­um eft­ir að gam­all mað­ur hneig þar nið­ur, þang­að til sjúkra­flutn­inga­fólk kom á vett­vang. For­seti Ís­lands var þarna einnig við­stadd­ur og þakk­ar hann öll­um sem þarna komu að.

Guðni forseti þakkar skjót viðbrögð eftir að maður hneig niður í IKEA
Hópur fólks brást skjótt við þegar gamall maður hneig skyndilega niður í IKEA í dag. Forsetinn var þeirra á meðal. Mynd: KO

„Fallegt að sjá Guðna forseta stíga sterkt inn þegar gamall maður hneig niður í Ikea. Litla góða Ísland í hnotskurn,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður í færslu á Facebook þar sem hún birtir mynd af þeim sem brugðust skjótt við eftir að maðurinn hneig niður. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands er einn þeirra. 

Guðni hefur verið þekktur fyrir hversu alúðlegur hann er, og komist hefur í fréttirnar þegar hann er að plokka rusl fyrir utan forsetabústaðinn við undrun ferðamanna, þegar hann játti beiðni tveggja drengja sem báðu um far með forsetanum eftir að þeir voru að koma af sundmóti en móður annars þeirra hafði seinkað, og þegar hann mætti nýverið á þungarokkshátíð í Þýskalandi. 

Einn þeirra sem skrifar athugasemd við færslu Katrínar spyr hvort Guðni hafi bara verið í símanum, en hann sést þar handleika síma. Katrín svarar manninum: „Nei, hann var stumrandi yfir honum allan tímann. Þarna var verið að bíða eftir viðbragðsaðilum.“

Þegar Heimildin hafði samband við skrifstofu forseta vegna atviksins fengust þau svör að Guðni hefði vissulega verið staddur í IKEA fyrr í dag „en hann kýs að tjá sig ekki um þetta atvik að öðru leyti en því að koma á framfæri þökkum til þeirra sem komu fljótt að, bæði starfsfólks IKEA og svæfingarhjúkrunarfræðings sem var sest til borðs með börnum sínum en stýrði viðbrögðum þar til sjúkraflutningafólk kom á vettvang.“

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár