„Þeir borguðu ekki í lífeyrissjóð fyrir mig eða til stéttarfélagsins og launin rétt slefuðu í lágmarkslaun. Ég vona að fyrirtækinu verði lokað,“ segir Ian Stephenson, 54 ára gamall Englendingur, sem starfaði hjá portúgalska húsbílafyrirtækinu Indie Campers í einn mánuð í sumar. Ian hefur verið búsettur á Íslandi í 23 ár og starfað hjá mörgum fyrirtækjum í gegnum tíðina. „Ég hef unnið í ansi slæmum aðstæðum en aldrei kynnst annarri eins meðferð og hjá Indie Campers,“ segir Ian sem býr í Vogunum á Reykjanesi.
Heimildin hefur fjallað um Indie Campers og þá staðreynd að bæði ASÍ og verkalýðsfélag í Reykjanesbæ hafa þurft að hafa ítrekuð afskipti af fyrirtækinu vegna brota á kjarasamningum.
Frásagnir fyrrverandi starfsmanna Indie Campers ríma við þær sögur sem verkalýðsfélögin segja af fyrirtækinu.
Vilja fylgja portúgölskum lögum og reglum á Íslandi
Fyrrverandi stjórnandi Indie Campers á Íslandi, Portúgalinn …
Athugasemdir