Melta er heildstætt flokkunarkerfi sem hefst hjá íbúum sem jarðgera lífrænan úrgang með japanskri aðferð, bokashi, þar sem úrgangurinn er gerjaður við loftfirrðar aðstæður og lýkur þegar næringunni er skilað í moldina í formi áburðar. Julia Miriam Brenner og Björk Brynjarsdóttir standa á bak við Meltu.
„Ég var í námi í Danmörku og flutti heim 2018 og hafði kynnst þessari gerjunaraðferð, bokashi, og fylgdist með tveimur vinkonum mínum sem voru að sjá hvort þær gætu aðlagað þessa aðferð fyrir sveitarfélög,“ segir Björk, sem heillaðist af bokashi og gat ekki slitið sig frá þeirri hugsun að gera eitthvað meira með hana. „Þetta er svo sniðug aðferð og það er svo frábært við Ísland hvað það er auðvelt að „starta“ hlutum, fólk er áhugasamt og það vill leggja sitt af mörkum.“
Björk og Julia hófu vegferð Meltu með því að flytja inn bokashi-tunnur til heimajarðgerðar og héldu námskeið fyrir áhugasama. Við vorum …
Athugasemdir (1)