Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki

Á ann­að þús­und starfs­menn vinna við ræst­ing­ar hjá fyr­ir­tækj­un­um Sól­ar ehf. og Dög­um hf., sem sjá um þrif hjá fjöl­mörg­um stór­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um hins op­in­bera. Tæp­lega níu af hverj­um tíu eru kon­ur. Sól­ar ehf held­ur úti lág­marks þjón­ustu í dag og greið­ir kon­um og kvám full laun í verk­fall­inu. Dag­ar gera það ekki en bjóða laun fyr­ir þær kon­ur sem ætla á bar­áttufundi, að höfðu sam­ráði við yf­ir­menn sína.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki
Ræstar út í verkfalli Konur og kvár sem sinna ræstingum eru eins og aðra daga flestar ræstar til vinnu í dag. Að minnsta þær sem starfa hjá Dögum hf. Þær fá þó að mæta á launum á skipulagða dagskrá, í samráði við yfirmenn sína. Kvenkyns og kvár í starfsliði Sólar ehf, ræstingafyrirtækis, fá allan daginn greiddan. Mynd: Shutterstock

„Þennan dag er ljóst að Sólar mun veita lágmarksþjónustu og í ákveðnum tilvikum enga þjónustu. Við hjá Sólar óskum því eftir stuðningi ykkar í þessari baráttu og erum þakklát fyrir sýndan skilning,“ sagði í bréfi sem Einar Hannesson forstjóri ræstingafyrirtækisins Sólar ehf sendi viðskiptavinum sínum fyrir rúmri viku.

Hjá fyrirtækinu starfa í kringum 400 manns við ræstingar ýmissa fyrirtækja og stofnana. Lang stærstur hluti, eða um 85 prósent, eru konur. Fyrirtækið tilkynnti jafnframt starfsmönnum sínum að laun yrðu greidd á kvennaverkfallsdaginn. 

Í dag eru einungis 30 manns við störf hjá fyrirtækinu, flestir í störfum á heilbrigðisstofnunum, sem nauðsynlega varð að manna.

Einar sagðist í samtali við Heimildina þakka það góðu samstarfi við viðskiptavini og starfsfólk að hægt hafi verið að lágmarka viðveru í dag. Konur og kvár sem ekki mæti fái auk daginn greiddan, ekki eingöngu þann tíma sem skipulögð dagskrá er vegna verkfallsins.

Það gera ekki öll fyrirtæki, eins og fram hefur komið. Fyrirtækið Dagar hf., sem er eitt stærsta sinnar tegundar í ræstingaþjónustu og sinnir meðal annars mörgum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, ætlar ekki að greiða laun sinna starfskvenna- og kvára í dag, nema þá rétt á meðan á skipulagðri dagskrá stendur á boðuðum útifundum. Þetta var tikynnt starfsmönnum en jafnframt sagt að „reynt yrði eftir fremsta megni“ að verða við því, vilji starfsfólk sækja slíka fundi. Starfsfólk er beðið að ræða útfærslu þess við næsta yfirmann sem fyrst. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
6
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár