Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki

Á ann­að þús­und starfs­menn vinna við ræst­ing­ar hjá fyr­ir­tækj­un­um Sól­ar ehf. og Dög­um hf., sem sjá um þrif hjá fjöl­mörg­um stór­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um hins op­in­bera. Tæp­lega níu af hverj­um tíu eru kon­ur. Sól­ar ehf held­ur úti lág­marks þjón­ustu í dag og greið­ir kon­um og kvám full laun í verk­fall­inu. Dag­ar gera það ekki en bjóða laun fyr­ir þær kon­ur sem ætla á bar­áttufundi, að höfðu sam­ráði við yf­ir­menn sína.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki
Ræstar út í verkfalli Konur og kvár sem sinna ræstingum eru eins og aðra daga flestar ræstar til vinnu í dag. Að minnsta þær sem starfa hjá Dögum hf. Þær fá þó að mæta á launum á skipulagða dagskrá, í samráði við yfirmenn sína. Kvenkyns og kvár í starfsliði Sólar ehf, ræstingafyrirtækis, fá allan daginn greiddan. Mynd: Shutterstock

„Þennan dag er ljóst að Sólar mun veita lágmarksþjónustu og í ákveðnum tilvikum enga þjónustu. Við hjá Sólar óskum því eftir stuðningi ykkar í þessari baráttu og erum þakklát fyrir sýndan skilning,“ sagði í bréfi sem Einar Hannesson forstjóri ræstingafyrirtækisins Sólar ehf sendi viðskiptavinum sínum fyrir rúmri viku.

Hjá fyrirtækinu starfa í kringum 400 manns við ræstingar ýmissa fyrirtækja og stofnana. Lang stærstur hluti, eða um 85 prósent, eru konur. Fyrirtækið tilkynnti jafnframt starfsmönnum sínum að laun yrðu greidd á kvennaverkfallsdaginn. 

Í dag eru einungis 30 manns við störf hjá fyrirtækinu, flestir í störfum á heilbrigðisstofnunum, sem nauðsynlega varð að manna.

Einar sagðist í samtali við Heimildina þakka það góðu samstarfi við viðskiptavini og starfsfólk að hægt hafi verið að lágmarka viðveru í dag. Konur og kvár sem ekki mæti fái auk daginn greiddan, ekki eingöngu þann tíma sem skipulögð dagskrá er vegna verkfallsins.

Það gera ekki öll fyrirtæki, eins og fram hefur komið. Fyrirtækið Dagar hf., sem er eitt stærsta sinnar tegundar í ræstingaþjónustu og sinnir meðal annars mörgum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, ætlar ekki að greiða laun sinna starfskvenna- og kvára í dag, nema þá rétt á meðan á skipulagðri dagskrá stendur á boðuðum útifundum. Þetta var tikynnt starfsmönnum en jafnframt sagt að „reynt yrði eftir fremsta megni“ að verða við því, vilji starfsfólk sækja slíka fundi. Starfsfólk er beðið að ræða útfærslu þess við næsta yfirmann sem fyrst. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár