Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki

Á ann­að þús­und starfs­menn vinna við ræst­ing­ar hjá fyr­ir­tækj­un­um Sól­ar ehf. og Dög­um hf., sem sjá um þrif hjá fjöl­mörg­um stór­um fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um hins op­in­bera. Tæp­lega níu af hverj­um tíu eru kon­ur. Sól­ar ehf held­ur úti lág­marks þjón­ustu í dag og greið­ir kon­um og kvám full laun í verk­fall­inu. Dag­ar gera það ekki en bjóða laun fyr­ir þær kon­ur sem ætla á bar­áttufundi, að höfðu sam­ráði við yf­ir­menn sína.

Ræstingafyrirtækin og verkfallið - Sólarkonur fá full laun en Dagakonur ekki
Ræstar út í verkfalli Konur og kvár sem sinna ræstingum eru eins og aðra daga flestar ræstar til vinnu í dag. Að minnsta þær sem starfa hjá Dögum hf. Þær fá þó að mæta á launum á skipulagða dagskrá, í samráði við yfirmenn sína. Kvenkyns og kvár í starfsliði Sólar ehf, ræstingafyrirtækis, fá allan daginn greiddan. Mynd: Shutterstock

„Þennan dag er ljóst að Sólar mun veita lágmarksþjónustu og í ákveðnum tilvikum enga þjónustu. Við hjá Sólar óskum því eftir stuðningi ykkar í þessari baráttu og erum þakklát fyrir sýndan skilning,“ sagði í bréfi sem Einar Hannesson forstjóri ræstingafyrirtækisins Sólar ehf sendi viðskiptavinum sínum fyrir rúmri viku.

Hjá fyrirtækinu starfa í kringum 400 manns við ræstingar ýmissa fyrirtækja og stofnana. Lang stærstur hluti, eða um 85 prósent, eru konur. Fyrirtækið tilkynnti jafnframt starfsmönnum sínum að laun yrðu greidd á kvennaverkfallsdaginn. 

Í dag eru einungis 30 manns við störf hjá fyrirtækinu, flestir í störfum á heilbrigðisstofnunum, sem nauðsynlega varð að manna.

Einar sagðist í samtali við Heimildina þakka það góðu samstarfi við viðskiptavini og starfsfólk að hægt hafi verið að lágmarka viðveru í dag. Konur og kvár sem ekki mæti fái auk daginn greiddan, ekki eingöngu þann tíma sem skipulögð dagskrá er vegna verkfallsins.

Það gera ekki öll fyrirtæki, eins og fram hefur komið. Fyrirtækið Dagar hf., sem er eitt stærsta sinnar tegundar í ræstingaþjónustu og sinnir meðal annars mörgum stofnunum ríkis og sveitarfélaga, ætlar ekki að greiða laun sinna starfskvenna- og kvára í dag, nema þá rétt á meðan á skipulagðri dagskrá stendur á boðuðum útifundum. Þetta var tikynnt starfsmönnum en jafnframt sagt að „reynt yrði eftir fremsta megni“ að verða við því, vilji starfsfólk sækja slíka fundi. Starfsfólk er beðið að ræða útfærslu þess við næsta yfirmann sem fyrst. 

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár