„Ég er hræddur um að enginn muni elska mig,“ játar nafnlaus unglingur. Leyndarmál hans og annarra jafnaldra, bæði saklaus og alvarleg og allt þar á milli, leggja grunninn að verkinu Leyndarmál sem sett verður á svið í Þjóðleikhúsinu í nóvember á vegum Reykjavík Dance Festival.
Á fjórða tug íslenskra unglinga munu stíga á svið í sýningunni sem byggir á yfir 1.000 leyndarmálum unglinga sem safnað var hérlendis og í Leeds á Englandi. Ásrún Magnúsdóttir danshöfundur frumsýndi verkið í Leeds á dögunum, en hún hefur í fjölda ára unnið með unglingum og öðrum hópum áhugafólks sem sjaldan fá tækifæri til að koma fram á sviðum atvinnumanna.
„Ég elska þegar ég vinn með unglingum og vinir þeirra koma að horfa,“ segir hún og hlær. „Sum kunna ekki að haga sér í leikhúsi, eru að spjalla eða eru í símanum. En ég dýrka það. Mér finnst alltaf gaman að sjá áreksturinn á áhorfendabekkjunum, …
Athugasemdir