Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Útlendingastofnun flýgur venesúelskum ríkisborgurum úr landi

Út­lend­inga­stofn­un und­ir­býr nú flug til Venesúela fyr­ir venesú­elska rík­is­borg­ara sem hafa ósk­að eft­ir að­stoð við sjálf­vilj­uga heim­för. Stofn­un­in ger­ir þetta í sam­starfi við evr­ópsku landa­mæra­stofn­un­ina Frontex.

Útlendingastofnun flýgur venesúelskum ríkisborgurum úr landi
Hallgrímskirkja Frá mótmælum venesúelskra ríkisborgara í byrjun október. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Útlendingastofnun er að undirbúa flug til Venesúela í nóvember í samvinnu við Frontex, fyrir einstaklinga sem hafa óskað eftir aðstoð við sjálfviljuga heimför,“ segir í Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, í skriflegu svari til Heimildarinnar.

Útlit er fyrir að 170 til 180 venesúelskir ríkisborgarar muni fara með vélinni.

Kona frá Venesúela sem hefur fengið neitun um hæli hér á landi segir í samtali við Heimildina að hún hafi verið kölluð á fund Útlendingastofnunar í vikunni og henni greint frá því að flugið væri á dagskrá í byrjun nóvember. Nákvæm dagsetning var ekki nefnd.

Mega taka með sér tvær töskur

Í skjali á spænsku sem venesúelskum ríkisborgurum hefur verið boðið að undirrita, í búsetuúrræði í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, stendur eftirfarandi á spænsku, lauslega þýtt af hálfspænskumælandi blaðamanni með aðstoð þýðingarvélar:

„Ég lýsi hér með yfir vilja til að vinna með íslenskum stjórnvöldum og snúa aftur til upprunalands míns eða til lands þar sem ég hef löglega heimild til að dveljast, sem er Venesúela.

Ég óska ​​eftir að snúa aftur með aðstoð Útlendingastofnunar og Frontex í leigufluginu.

Aðstoð felur í sér flugmiða aðra leið, eina 10 kílóa handfarangurstösku og eina 30 kílóa innritað tösku.

1.244 umsóknir á fyrstu átta mánuðum ársins

Á fyrstu átta mánuðum ársins bárust Útlendingastofnun 1.244 umsóknir frá venesúelskum ríkisborgurum. 

Útlendingastofnun hefur það sem af er ári neitað um 550 venesúelskum ríkisborgurum um vernd hér á landi en samþykkt 50 umsóknir. Stór hluti þeirra sem hafa fengið neitun hafa kært niðurstöðuna til kærunefndar útlendingamála. 

Frá árinu 2018 til ársins 2020 veitti Útlendingastofnun þeim venesúelsku ríkisborgurum sem sóttu um vernd hér svokallaða viðbótarvernd vegna ástandsins í landinu. Árið 2021 fór Útlendingastofnun svo að synja fólki frá landinu en kærunefnd útlendingamála komst að þeirri niðurstöðu að áfram skyldi hún veita fólkinu viðbótarvernd. Aftur reyndi Útlendingastofnun að synja umsóknum fólks frá landinu í fyrra en kærunefndin stóð við sitt. 

Í lok síðasta árs ákvað Útlendingastofnun að bíða með umsóknir frá Venesúela. Þegar hún fór aftur að taka fyrir umsóknir fólks þaðan fyrr á þessu ári var þó nokkrum hafnað. Kærunefnd útlendingamála staðfesti nokkra úrskurði Útlendingastofnunar fyrr í haust. Þar með var viðbótarvernd á alla ríkisborgara Venesúela ekki lengur raunin.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Ég vil gera athugasemd við það orðalag að fólkið hafi “óskað eftir aðstoð” við “sjálfviljuga heimför”. Fólkið óskaði eftir hæli. Því var hafnað og þá er fólkinu stillt upp við vegg og því boðnir afarkostir. Annað hvort að fara “sjálfviljugt” úr landi og þiggja “aðstoð” til þess, eða að vera á endanum handtekið og flutt úr landi í lögreglufylgd.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttafólk frá Venesúela

Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
„Ég sé enga von í landinu mínu“
FréttirFlóttafólk frá Venesúela

„Ég sé enga von í land­inu mínu“

Manu­el Al­ej­andro Palencia er einn af þeim 800 venesú­elsku hæl­is­leit­end­um sem bíð­ur nið­ur­stöðu kær­u­nefnd­ar út­lend­inga­mála um hæl­is­um­sókn sína. Manu­el kveið nið­ur­stöð­um sögu­legra for­seta­kosn­inga í Venesúela sem voru kunn­gjörð­ar á mánu­dag: Nicolas Maduro, sem gjarn­an hef­ur ver­ið kall­að­ur ein­ræð­is­herra, hélt völd­um.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár