Eignarhaldsfélagið sem á íbúðafélagið Ölmu greiddi út 132 milljónir króna í arð til hluthafa þess í fyrra. Félagið heitir Langisjór og er í eigu Mata-systkinanna svokölluðu sem kennd eru við samnefnt matvælafyrirtæki. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið í fyrra sem nýlega var skilað til ársreikningaskrár Ríkisskattstjóra.
13,5
Þegar talað er um Mata-systkinin er átt við systkinin fjögur; Eggert Árna, Guðnýju Eddu, Halldór Pál og Gunnar Þór Gíslabörn og er Langisjór félagið sem þau nota til að halda utan um fjölbreytilegt eignasafn sitt á Íslandi. Langistjór hagnaðist um tæplega fjóra milljarða króna í fyrra eftir að hafa verið með tæplega 13,5 milljarða króna tekjur í fyrra.
Leigufélagið Alma hefur verið mjög umdeilt í íslensku samfélagi síðustu misseri vegna eignarhalds félagsins …
Athugasemdir