Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Húsmæður, kvennaverkföll og allt þar á milli

Kyn­bund­ið of­beldi gagn­vart kon­um, kvár­um og öðru jað­ar­settu fólki er sam­fé­lags­legt vanda­mál sem er ekki hægt að slíta úr sam­hengi við efna­hags­leg­an ójöfn­uð og það stig­veldi sem ein­kenn­ir sam­fé­lag okk­ar í dag.

Húsmæður, kvennaverkföll og allt þar á milli
Verkfall „Nú hefur náðst samstaða um að kenna aðgerðirnar við þetta helsta vopn verkalýðsbaráttunnar, verkfall. Í því felst aukinn sprengikraftur sem sýnir einn helsta styrk íslenskrar kvennabaráttu, samstöðu og baráttuþrek,“ skrifar Valgerður. Mynd: Bára Huld Beck

Kvennafríið 1975 varð að heimsþekktu tákni fyrir kraftinn sem felst í fjöldasamstöðu. Nú, tæpum 50 árum seinna, fara konur og kvárar enn á ný í verkfall því enn höfum við ekki séð kynjajafnrétti og nýjar áskoranir kalla á róttækar aðgerðir. 

Rauðsokkahreyfingin átti frumkvæði að hugmyndinni um allsherjarverkfall kvenna í einn dag á kvennaári Sameinuðu þjóðanna 1975. Hreyfingin hafði þá nýverið tekið upp þá yfirlýstu stefnu að kvennabarátta og stéttabarátta væru bundnar órjúfanlegum tengslum og vann í því að styrkja tengslin við verkakonur. Formleg ákvörðun um að hefja undirbúning kvennaverkfalls var tekin á láglaunaráðstefnu sem haldin var í samstarfi við stærstu verkakvennafélög landsins í janúar 1975. 

Hugmyndin hefði þó aldrei orðið að veruleika hefðu þessar róttæku konur ekki náð að sannfæra breiðari hóp kvenna um mikilvægi þess að sýna á táknrænan en jafnframt áþreifanlegan hátt að vinnuframlag þeirra væri ómissandi. Rauðsokkum og fulltrúum verkakvennafélaganna tókst að vinna hugmyndinni brautargengi og að lokum sameinuðust fulltrúar allra helstu kvennasamtaka landsins um að hvetja allar konur á Íslandi til að leggja niður störf í einn dag. Lendingin var að kalla aðgerðirnar „frí“ en ekki verkfall með það að markmiði að ná sem breiðastri samstöðu og þátttöku þvert á stjórnmálaskoðanir og stéttir. Þótt halda megi fram að með því hafi róttækasti broddurinn verið tekinn úr aðgerðunum má jafnframt fullyrða að einn helsti árangur eða sigur kvennafrísins liggi í hinni víðtæku þátttöku. Sagan segir að um 90 prósent kvenna á landinu öllu hafi tekið þátt í eða stutt kvennafríið árið 1975.

Hvernig var ástandið í jafnréttismálum á Íslandi um miðjan 8. áratuginn? Þrátt fyrir að Alþingi hafi samþykkt lög um sömu laun fyrir sömu vinnu árið 1961 var vinnumarkaðurinn mjög kynjaskiptur, sem enn í dag er ein helsta ástæða kynbundins launamunar. Atvinnurekendur sniðgengu jafnlaunalögin með því að nefna og skilgreina störf kvenna og karla á mismunandi hátt, og það viðgengst enn í dag. Á sjöunda áratugnum jókst atvinnuþátttaka kvenna gríðarlega og árið 1975 unnu um 60 prósent allra íslenskra kvenna utan heimilis – en báru jafnframt meginábyrgð á heimili og börnum. Þótt atvinnuþátttaka giftra kvenna hafi lengi verið mikil hér á landi var hugmyndin um karlinn sem fyrirvinnu fjölskyldunnar áfram ríkjandi og notuð sem rök fyrir því að borga körlum hærri laun og setja atvinnuöryggi þeirra í forgang. Litið var á konur sem varavinnuafl fyrst og fremst og komið fram við þær í samræmi við það.

„Hvers vegna kvennafrí?“ var fyrirsögnin á dreifiriti sem gert var í tilefni kvennafrídagsins. Spurningunni var meðal annars svarað á eftirfarandi hátt: „Vegna þess að starfsreynsla húsmóður er einskis metin á vinnumarkaðnum.“ Að mati skipuleggjenda kvennafrísins mynduðu húsmæður hóp sem mikilvægt var að virkja pólitískt. Vandinn var ekki eingöngu að störf þeirra væru ósýnileg og vanvirt af samfélaginu. Margar þessara heimavinnandi húsmæðra myndu nefnilega líklega byrja að vinna utan heimilis þegar börnin yrðu nógu gömul og þá myndu þær byrja á botninum, rétt eins og þær kynnu ekki neitt og hefðu bara setið heima með hendur í skauti og hlustað á útvarpsleikrit! 

Stundum er talað um kvennafrídaginn sem vatnaskil í þróun jafnréttismála og velgengni Íslands í þeim málaflokki. Sem dæmi má nefna að Vigdís Finnbogadóttir hefur bæði á íslenskum og erlendum vettvangi nefnt kvennafrídaginn sem mikilvægan jarðveg fyrir kosningu sína árið 1980 og á Vigdís eflaust sinn þátt í þeirri alþjóðlegu athygli sem aðgerðin hefur fengið allar götur síðan. Í ljósi þess að Ísland hefur síðastliðinn áratug trónað á toppi alþjóðlegra samanburðarlista um kynjajafnrétti hafa sjónir beinst að Íslandi sem eins konar fyrirmynd í þeim málaflokki. En fræðafólk hefur þó gagnrýnt þá glansmynd sem dregin hefur verið upp af þróun mála. 

Þrátt fyrir að aðgerðirnar hafi vakið marga til umhugsunar hefur launamunur kynjanna dregist hægt saman og hefðbundin kvennastörf eru enn, tæpri hálfri öld eftir fyrsta kvennafrídaginn, illa metin og atvinnutekjur kvenna í dag um 21 prósent lægri en karla. Ekki má heldur gleyma stéttavíddinni því markaðsvæðing ýmissa starfa sem áður voru ólaunuð og unnin af konum (húsmæðrum) úr öllum stéttum hefur gert millistéttarfólki kleift að kaupa sig frá þessum störfum. Í dag eru til dæmis þrif og umönnun að stórum hluta unnin af konum úr lægri stéttum og konum af erlendum uppruna. Ítrekuð verkföll meðal verkafólks í hefðbundnum kvennastörfum síðustu ár segja sína sögu. Það eru líklega fáar konur og kvár sem kenna sig við húsmóðurstarfið í dag því meirihluti þeirra er útivinnandi. En nýjar tölur sýna að ábyrgð á börnum og heimilisstörfum, svo ekki sé minnst á þriðju vaktina, er í miklum mæli í höndum kvenna. Þótt hugtakið „húsmóðirin“ sé kannski ekki ofarlega í orðaforða dagsins í dag þarf sannarlega enn að sinna heimilisverkum! 

Hróður kvennafrídagsins barst víða og hann hefur veitt kvennahreyfingum víða um heim innblástur allt frá árinu 1975. Fyrir nokkrum árum komust þessar aðgerðir aftur í sviðsljósið í sambandi við alþjóðlega hreyfingu um kvennaverkföll þar sem oft er vísað í hið íslenska kvennafrí sem fyrirmynd. Upphafið má rekja til  þess að konur í Póllandi og síðar í Argentínu lögðu niður vinnu í einn dag haustið 2016 til að mótmæla yfirvofandi lagabreytingum um takmarkanir á réttinum til meðgöngurofs og kynbundnu ofbeldi í víðu samhengi. Frá árinu 2017 hafa þessi eins dags kvennaverkföll gengið undir nafninu International Women‘s Strike og víða hafa aðgerðir verið árvissar 8. mars, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. 

Forsprakkar þessarar alþjóðlegu bylgju kvennaverkfallshreyfinga hafna áherslum frjálslynds femínisma sem þeir telja hafa verið ráðandi síðustu áratugi. Hann hafi byggt á einstaklingshyggju og einblínt um of á að brjóta glerþök innan ríkjandi kerfis. Talsfólk þessarar nýju hreyfingar segist vilja endurvekja femínisma fyrir 99 prósent kvenna og blása nýju lífi í umræðu um efnahagslegt misrétti, kerfisbundna vanvirðingu á hefðbundnum kvennastörfum og stéttaskiptingu sem einkennist af rasisma. Alþjóðlega kvennaverkfallshreyfingin spratt fram á sama tíma og #Metoo sem olli byltingu í opinberri umræðu um viðvarandi kynbundið ofbeldi og kynferðislega áreitni og mismunandi birtingarmyndir þeirra. 

Kynbundið ofbeldi gagnvart konum, kvárum og öðru jaðarsettu fólki er samfélagslegt vandamál sem er ekki hægt að slíta úr samhengi við efnahagslegan ójöfnuð og það stigveldi sem einkennir samfélag okkar í dag. Samkvæmt nýjustu tölum upplifa um 40 prósent kvenna kynbundið ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni. Ofbeldi gagnvart hinsegin og kynsegin fólki er af sama meiði og kynbundið ofbeldi, þetta er samfélagsmein sem við verðum að taka á í sameiningu. Áhersla aðstandenda kvennaverkfallsins þann 24. október næstkomandi á kynbundið ofbeldi er hluti af þeirri viðleitni að sjá mismunandi anga kynbundins misréttis og innbyrðis samhengi þeirra. Þess vegna er í dag lögð  áhersla á að skoða hvernig samtvinnun mismunabreyta hefur áhrif á aðstæður og möguleika fólks – til dæmis eiga fatlaðar konur og kvárar á meiri hættu að verða beitt ofbeldi en ófatlaðar sískonur, og sama máli gegnir um fólk af erlendum uppruna samanborið við þau sem ekki eru hvít. 

Spenna hefur ríkt um pólitíska merkingu kvennafrídagsins allt frá upphafi og sú merkingarbarátta lifir góðu lífi í dag. Margar rauðsokkur héldu áfram að tala um aðgerðirnar sem verkfall en ekki frí árið 1975 og hömruðu á því að þetta væri barátta en ekki hátíð til að fagna. Sú pólitíska breidd og samstaða þvert á þjóðfélagsstöðu sem náðist gerði að verkum að aðgerðirnar reyndust hugmyndafræðilega opnar. Þannig mætti segja að hver og einn hafi gefið aðgerðunum þá merkingu sem hentaði hugmyndafræðilega sjónarhorni eða afstöðu viðkomandi. En þessi margbreytileiki og óræða hugmyndafræði reyndist forsenda fyrir hinni miklu þátttöku. Yfirskrift aðgerða þessa árs er Kvennaverkfall: Kallar þú þetta jafnrétti? Nú hefur náðst samstaða um að kenna aðgerðirnar við þetta helsta vopn verkalýðsbaráttunnar, verkfall. Í því felst aukinn sprengikraftur sem sýnir einn helsta styrk íslenskrar kvennabaráttu, samstöðu og baráttuþrek. 


Höfundur er nýdoktor við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands sem hefur skoðað arfleifð kvennafrídagsins 1975 frá gagnrýnu sjónarhorni á ríkjandi frásögn um sigurgöngu jafnréttismála á Íslandi. 
Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigmundur Guðmundsson skrifaði
    Búinn að komast að því að umferðarteppan í Reykjavík er konum að kenna. Allt rennur smurt þegar þær eru í fríi 🙂
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kvennaverkfall

„Stelpur, horfið bálreiðar um öxl“
Allt af létta

„Stelp­ur, horf­ið bál­reið­ar um öxl“

Una Torfa­dótt­ir söng­kona lend­ir enn í því að fólki finn­ist hún biðja um of há­ar upp­hæð­ir fyr­ir að stíga á svið. „Svo heyr­ir mað­ur sög­ur af strák­um sem eru að spila og eru að taka miklu meira og það þyk­ir bara töff,“ seg­ir Una. Hún tel­ur þó þetta ójafn­rétti „smá­mál“ mið­að við það mis­rétti sem kon­ur og kvár í minni­hluta­hóp­um verða fyr­ir.
Baráttan þarf að halda áfram - Myndaþáttur frá kvennaverkfalli
FréttirKvennaverkfall

Bar­átt­an þarf að halda áfram - Mynda­þátt­ur frá kvenna­verk­falli

Kraf­an í kjöl­far kvenna­verk­falls­ins er að van­mat á „svo­köll­uð­um“ kvenna­störf­um sé leið­rétt, að karl­ar taki ábyrgð á ólaun­uð­um heim­il­is­störf­um og að kon­ur og kvár njóti ör­ygg­is og frels­is frá of­beldi og áreitni. Þetta er með­al þess sem var sam­þykkt á úti­fund­in­um á Arn­ar­hóli. Áhrifa­kon­ur í jafn­rétt­is­bar­átt­unni segja nauð­syn­legt að fylgja þess­um kröf­um eft­ir og þar skipti áhersl­ur stjórn­valda sköp­um.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár