Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“

Ír­ösk fjöl­skylda hef­ur enn og aft­ur feng­ið þau skila­boð frá ís­lensk­um stjórn­völd­um að yf­ir­gefa land­ið. Fyr­ir tæpu ári var hún flutt með valdi úr landi en sneri hins veg­ar aft­ur eft­ir nið­ur­stöðu dóm­stóla. „Hann hef­ur það ekki gott,“ seg­ir Yasam­een Hus­sein um Hus­sein bróð­ur sinn sem er fatl­að­ur og not­ar hjóla­stól. „Við er­um ör­magna.“

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“
Fjölskyldan Systurnar Yasameen og Zahraa ásamt bræður sínum Hussein og Sajjad og móður sinni, Maysoon. Myndin er tekin í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum örmagna, þetta er mjög erfitt. Við vitum ekki hvað við eigum að gera,” segir Yasameen Hussein við Heimildina. Hún, systir hennar, tveir bræður og móðir eru slegin yfir þeim tíðindum að hér á landi megi þau ekki lengur dvelja. Þeim eigi að vísa af landi brott samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa því hvernig mér líður, hvernig ég á að lýsa sársaukanum og vonbrigðunum sem ég er að upplifa,“ heldur Yasameen áfram. „Allt er svo ótrúlega erfitt. Við erum að reyna að lifa hér eðlilegu lífi, lífi þar sem er von. Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt. Við eigum okkur drauma og vonir sem við ætluðum okkur að fylgja. En allt hefur gufað upp.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan, sem er á flótta frá Írak, fær slíkar fréttir á Íslandi. Fyrir rétt tæpu ári fengu þau sömu skilaboð frá stjórnvöldum og brottflutningur þeirra, sem var í lögreglufylgd, vakti gríðarlega athygli og reiði. Annar bróðir Yasameen, Hussein, er með fötlun og notar hjólastól. Meðferðin á honum er fjölskyldan var flutt út á flugvöll og upp í flugvél til Grikklands, var harðlega gagnrýnd. Að fjölskyldan fengi að taka lítið sem ekkert af eigum sínum með var það sömuleiðis. Að hún hafi ekki átt í nein hús að venda við komuna til Grikklands var það einnig.

„Hann hefur það ekki gott, hann hefur lést og er þreyttur,“ segir Yasameen um líðan Husseins bróður síns.

Systurnar eru báðar í námi í Fjölbraut við Ármúla og Sajjad bróðir þeirra vinnur hjá Þroskahjálp. Þannig var líf þeirra að komast í fastar skorður eftir flótta og áfallið sem fylgdi brottvísuninni í fyrra.

Fjölskyldan kom fyrst til Íslands í leit að vernd fyrir um þremur árum. En þar sem þau höfðu áður fengið vernd í Grikklandi ákváðu íslensk stjórnvöld að synja þeim um vernd hér og vísa af landi brott. Í byrjun nóvember beið lögreglan eftir systrunum er þær komu heim úr skólanum. Og síðan hófst atburðarás sem fjölskyldan hefur lýst sem hræðilegri. Þau sögðu lögreglumenn hafa tekið á Hussein og Sajjad þá komið honum til varnar en verið sleginn. „Þeim var ýtt og hent niður,“ lýsti Yasameen því sem átti sér stað fyrir ári. Þetta var umfangsmikil lögregluaðgerð og komið fram við fjölskylduna eins og glæpamenn að sögn Yasameen. Hún hafi m.a. verið sett í fjötra um borð í flugvélinni.

Engin vettlingatökLögreglumenn tóku Hussein Hussein úr hjólastól sínum og settu inn í bíl er honum var vísað frá landi fyrir tæpu ári. Hann var líkt og aðrir í fjölskyldunni settur um borð í leiguflugvél til Grikklands.

Fjölskyldan kom hins vegar aftur til Íslands eftir að fjölskyldan kærði brottvísunina til Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi hana úr gildi. Þá hafði kærunefnd útlendingamála gert Útlendingastofnun að taka umsókn um vernd aftur til meðferðar.

Ríkið áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hefur enn ekki kveðið upp sinn dóm. Hins vegar hefur kærunefndin komist að þeirri niðurstöðu, líkt og fyrr greinir, að fjölskyldan skuli yfirgefa landið – enn einu sinni.

Nú gæti því svo farið að sagan frá því í fyrra endurtaki sig. Ríkisútvarpið hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að þau hafi aðeins fengið viku til að yfirgefa landið sjálfviljug. Geri þau það ekki má búast við að þau verði þvinguð til brottfarar rétt eins og fyrir tæpu ári síðan.

„Þau reiknuðu með að þetta gengi núna,” segir íslenskur vinur þeirra sem Heimildin ræddi við í dag. „Þau höfðu loksins séð fyrir sér framtíð og sú staða sem nú er komin upp er eins hræðileg og frekast getur orðið.”

Hér má lesa ítarlegt viðtal Stundarinnar, annan af fyrirrennurum Heimildarinnar, við fjölskylduna frá því í desember í fyrra.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Hvaða ólög eru það að dómur héraðsdóms gildir ekki þar til ef önnur dómstig breyta honum hugsanlega fyrst málið er enn í dómaferli. Má þá ekki bara spara þjóðinni og leggja héraðsdóm niður?
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Enn og aftur mannvonska gagnvart þessu fólki. :(
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta eru ljotar Aðfarir FLOKKURINN ræður þessu og þetta heitir RASMISTI og kyntatta hatur. En þarna synir Sjalfstæðis Flokkurinn sitt RETTA ANDLIT. Þetta er það sem folk kys yfir sig aftur og aftur, Sagt hefur verið ÞAR LIÐUR KLARNUM BEST ÞAR SEM HANN ER KVALIN MEST. Ef að Flottafolk vill vina og verða Borgarar sem taka þatt i Islensku samfelagi þa eiga þeir rett a veru her.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hver ber ábyrgð á hörmungum þessa vesalings fólks? Bara spyr.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það gerist oftar og oftar að ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. Sennilega eiga næstu kosningar eftir að snúast um hver ætlar að vera grimmasti og ósvífnasti þjóðernis populistinn, þá fer maður að hugsa hvort framtíðin sé hér. Heimurinn fer ljókkandi og stundum finnst mér að árið gæti verið 1938, það er eitthvað til að hlakka til eða hitt þó.
    3
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Maður er bara orðlaus yfir framgöngu yfirvalda
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Í hjólastól á Lækjartorgi: „Það kemur ekki til greina að halda kjafti“
FréttirFlóttamenn

Í hjóla­stól á Lækj­ar­torgi: „Það kem­ur ekki til greina að halda kjafti“

Þrátt fyr­ir há­vær mót­mæli Ís­lend­inga, inn­flytj­enda og fjöl­margra rétt­inda­sam­taka er enn á dag­skrá að vísa 11 ára göml­um palestínsk­um dreng með hrörn­un­ar­sjúk­dóm úr landi. Nú reyn­ir stuðn­ings­fólk hans nýja að­ferð til þess að ná eyr­um stjórn­valda, að setj­ast nið­ur fyr­ir dreng­inn í stað þess að standa upp fyr­ir hon­um.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu