Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“

Ír­ösk fjöl­skylda hef­ur enn og aft­ur feng­ið þau skila­boð frá ís­lensk­um stjórn­völd­um að yf­ir­gefa land­ið. Fyr­ir tæpu ári var hún flutt með valdi úr landi en sneri hins veg­ar aft­ur eft­ir nið­ur­stöðu dóm­stóla. „Hann hef­ur það ekki gott,“ seg­ir Yasam­een Hus­sein um Hus­sein bróð­ur sinn sem er fatl­að­ur og not­ar hjóla­stól. „Við er­um ör­magna.“

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“
Fjölskyldan Systurnar Yasameen og Zahraa ásamt bræður sínum Hussein og Sajjad og móður sinni, Maysoon. Myndin er tekin í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum örmagna, þetta er mjög erfitt. Við vitum ekki hvað við eigum að gera,” segir Yasameen Hussein við Heimildina. Hún, systir hennar, tveir bræður og móðir eru slegin yfir þeim tíðindum að hér á landi megi þau ekki lengur dvelja. Þeim eigi að vísa af landi brott samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa því hvernig mér líður, hvernig ég á að lýsa sársaukanum og vonbrigðunum sem ég er að upplifa,“ heldur Yasameen áfram. „Allt er svo ótrúlega erfitt. Við erum að reyna að lifa hér eðlilegu lífi, lífi þar sem er von. Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt. Við eigum okkur drauma og vonir sem við ætluðum okkur að fylgja. En allt hefur gufað upp.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan, sem er á flótta frá Írak, fær slíkar fréttir á Íslandi. Fyrir rétt tæpu ári fengu þau sömu skilaboð frá stjórnvöldum og brottflutningur þeirra, sem var í lögreglufylgd, vakti gríðarlega athygli og reiði. Annar bróðir Yasameen, Hussein, er með fötlun og notar hjólastól. Meðferðin á honum er fjölskyldan var flutt út á flugvöll og upp í flugvél til Grikklands, var harðlega gagnrýnd. Að fjölskyldan fengi að taka lítið sem ekkert af eigum sínum með var það sömuleiðis. Að hún hafi ekki átt í nein hús að venda við komuna til Grikklands var það einnig.

„Hann hefur það ekki gott, hann hefur lést og er þreyttur,“ segir Yasameen um líðan Husseins bróður síns.

Systurnar eru báðar í námi í Fjölbraut við Ármúla og Sajjad bróðir þeirra vinnur hjá Þroskahjálp. Þannig var líf þeirra að komast í fastar skorður eftir flótta og áfallið sem fylgdi brottvísuninni í fyrra.

Fjölskyldan kom fyrst til Íslands í leit að vernd fyrir um þremur árum. En þar sem þau höfðu áður fengið vernd í Grikklandi ákváðu íslensk stjórnvöld að synja þeim um vernd hér og vísa af landi brott. Í byrjun nóvember beið lögreglan eftir systrunum er þær komu heim úr skólanum. Og síðan hófst atburðarás sem fjölskyldan hefur lýst sem hræðilegri. Þau sögðu lögreglumenn hafa tekið á Hussein og Sajjad þá komið honum til varnar en verið sleginn. „Þeim var ýtt og hent niður,“ lýsti Yasameen því sem átti sér stað fyrir ári. Þetta var umfangsmikil lögregluaðgerð og komið fram við fjölskylduna eins og glæpamenn að sögn Yasameen. Hún hafi m.a. verið sett í fjötra um borð í flugvélinni.

Engin vettlingatökLögreglumenn tóku Hussein Hussein úr hjólastól sínum og settu inn í bíl er honum var vísað frá landi fyrir tæpu ári. Hann var líkt og aðrir í fjölskyldunni settur um borð í leiguflugvél til Grikklands.

Fjölskyldan kom hins vegar aftur til Íslands eftir að fjölskyldan kærði brottvísunina til Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi hana úr gildi. Þá hafði kærunefnd útlendingamála gert Útlendingastofnun að taka umsókn um vernd aftur til meðferðar.

Ríkið áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hefur enn ekki kveðið upp sinn dóm. Hins vegar hefur kærunefndin komist að þeirri niðurstöðu, líkt og fyrr greinir, að fjölskyldan skuli yfirgefa landið – enn einu sinni.

Nú gæti því svo farið að sagan frá því í fyrra endurtaki sig. Ríkisútvarpið hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að þau hafi aðeins fengið viku til að yfirgefa landið sjálfviljug. Geri þau það ekki má búast við að þau verði þvinguð til brottfarar rétt eins og fyrir tæpu ári síðan.

„Þau reiknuðu með að þetta gengi núna,” segir íslenskur vinur þeirra sem Heimildin ræddi við í dag. „Þau höfðu loksins séð fyrir sér framtíð og sú staða sem nú er komin upp er eins hræðileg og frekast getur orðið.”

Hér má lesa ítarlegt viðtal Stundarinnar, annan af fyrirrennurum Heimildarinnar, við fjölskylduna frá því í desember í fyrra.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÁGS
  Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
  Hvaða ólög eru það að dómur héraðsdóms gildir ekki þar til ef önnur dómstig breyta honum hugsanlega fyrst málið er enn í dómaferli. Má þá ekki bara spara þjóðinni og leggja héraðsdóm niður?
  0
 • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
  Enn og aftur mannvonska gagnvart þessu fólki. :(
  0
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Þetta eru ljotar Aðfarir FLOKKURINN ræður þessu og þetta heitir RASMISTI og kyntatta hatur. En þarna synir Sjalfstæðis Flokkurinn sitt RETTA ANDLIT. Þetta er það sem folk kys yfir sig aftur og aftur, Sagt hefur verið ÞAR LIÐUR KLARNUM BEST ÞAR SEM HANN ER KVALIN MEST. Ef að Flottafolk vill vina og verða Borgarar sem taka þatt i Islensku samfelagi þa eiga þeir rett a veru her.
  1
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Hver ber ábyrgð á hörmungum þessa vesalings fólks? Bara spyr.
  1
 • SIB
  Sigurður I Björnsson skrifaði
  Það gerist oftar og oftar að ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. Sennilega eiga næstu kosningar eftir að snúast um hver ætlar að vera grimmasti og ósvífnasti þjóðernis populistinn, þá fer maður að hugsa hvort framtíðin sé hér. Heimurinn fer ljókkandi og stundum finnst mér að árið gæti verið 1938, það er eitthvað til að hlakka til eða hitt þó.
  3
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Maður er bara orðlaus yfir framgöngu yfirvalda
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.

Mest lesið

Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
2
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
5
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
6
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
7
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Grátrana sást á Vestfjörðum
8
Fréttir

Grátr­ana sást á Vest­fjörð­um

Grátr­ana sást á túni vest­ur í Djúpi á Vest­fjörð­um. Um er ræða sjald­séð­an flæk­ings­fugl og þyk­ir það tíðund­um sæta að hann hafi sést á þess­um slóð­um en hing­að til hafa þeir að­eins fund­ist á Aust­ur­landi og á Norð-Aust­ur­landi. Fugl­inn varð á vegi hjón­anna Kristjáns Sig­ur­jóns­son­ar og Áslaug­ar Ótt­ars­dótt­ur sem náðu af smella af nokkr­um mynd­um af trön­unni áð­ur en hún flaug á brott.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu