Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“

Ír­ösk fjöl­skylda hef­ur enn og aft­ur feng­ið þau skila­boð frá ís­lensk­um stjórn­völd­um að yf­ir­gefa land­ið. Fyr­ir tæpu ári var hún flutt með valdi úr landi en sneri hins veg­ar aft­ur eft­ir nið­ur­stöðu dóm­stóla. „Hann hef­ur það ekki gott,“ seg­ir Yasam­een Hus­sein um Hus­sein bróð­ur sinn sem er fatl­að­ur og not­ar hjóla­stól. „Við er­um ör­magna.“

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“
Fjölskyldan Systurnar Yasameen og Zahraa ásamt bræður sínum Hussein og Sajjad og móður sinni, Maysoon. Myndin er tekin í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum örmagna, þetta er mjög erfitt. Við vitum ekki hvað við eigum að gera,” segir Yasameen Hussein við Heimildina. Hún, systir hennar, tveir bræður og móðir eru slegin yfir þeim tíðindum að hér á landi megi þau ekki lengur dvelja. Þeim eigi að vísa af landi brott samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa því hvernig mér líður, hvernig ég á að lýsa sársaukanum og vonbrigðunum sem ég er að upplifa,“ heldur Yasameen áfram. „Allt er svo ótrúlega erfitt. Við erum að reyna að lifa hér eðlilegu lífi, lífi þar sem er von. Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt. Við eigum okkur drauma og vonir sem við ætluðum okkur að fylgja. En allt hefur gufað upp.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan, sem er á flótta frá Írak, fær slíkar fréttir á Íslandi. Fyrir rétt tæpu ári fengu þau sömu skilaboð frá stjórnvöldum og brottflutningur þeirra, sem var í lögreglufylgd, vakti gríðarlega athygli og reiði. Annar bróðir Yasameen, Hussein, er með fötlun og notar hjólastól. Meðferðin á honum er fjölskyldan var flutt út á flugvöll og upp í flugvél til Grikklands, var harðlega gagnrýnd. Að fjölskyldan fengi að taka lítið sem ekkert af eigum sínum með var það sömuleiðis. Að hún hafi ekki átt í nein hús að venda við komuna til Grikklands var það einnig.

„Hann hefur það ekki gott, hann hefur lést og er þreyttur,“ segir Yasameen um líðan Husseins bróður síns.

Systurnar eru báðar í námi í Fjölbraut við Ármúla og Sajjad bróðir þeirra vinnur hjá Þroskahjálp. Þannig var líf þeirra að komast í fastar skorður eftir flótta og áfallið sem fylgdi brottvísuninni í fyrra.

Fjölskyldan kom fyrst til Íslands í leit að vernd fyrir um þremur árum. En þar sem þau höfðu áður fengið vernd í Grikklandi ákváðu íslensk stjórnvöld að synja þeim um vernd hér og vísa af landi brott. Í byrjun nóvember beið lögreglan eftir systrunum er þær komu heim úr skólanum. Og síðan hófst atburðarás sem fjölskyldan hefur lýst sem hræðilegri. Þau sögðu lögreglumenn hafa tekið á Hussein og Sajjad þá komið honum til varnar en verið sleginn. „Þeim var ýtt og hent niður,“ lýsti Yasameen því sem átti sér stað fyrir ári. Þetta var umfangsmikil lögregluaðgerð og komið fram við fjölskylduna eins og glæpamenn að sögn Yasameen. Hún hafi m.a. verið sett í fjötra um borð í flugvélinni.

Engin vettlingatökLögreglumenn tóku Hussein Hussein úr hjólastól sínum og settu inn í bíl er honum var vísað frá landi fyrir tæpu ári. Hann var líkt og aðrir í fjölskyldunni settur um borð í leiguflugvél til Grikklands.

Fjölskyldan kom hins vegar aftur til Íslands eftir að fjölskyldan kærði brottvísunina til Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi hana úr gildi. Þá hafði kærunefnd útlendingamála gert Útlendingastofnun að taka umsókn um vernd aftur til meðferðar.

Ríkið áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hefur enn ekki kveðið upp sinn dóm. Hins vegar hefur kærunefndin komist að þeirri niðurstöðu, líkt og fyrr greinir, að fjölskyldan skuli yfirgefa landið – enn einu sinni.

Nú gæti því svo farið að sagan frá því í fyrra endurtaki sig. Ríkisútvarpið hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að þau hafi aðeins fengið viku til að yfirgefa landið sjálfviljug. Geri þau það ekki má búast við að þau verði þvinguð til brottfarar rétt eins og fyrir tæpu ári síðan.

„Þau reiknuðu með að þetta gengi núna,” segir íslenskur vinur þeirra sem Heimildin ræddi við í dag. „Þau höfðu loksins séð fyrir sér framtíð og sú staða sem nú er komin upp er eins hræðileg og frekast getur orðið.”

Hér má lesa ítarlegt viðtal Stundarinnar, annan af fyrirrennurum Heimildarinnar, við fjölskylduna frá því í desember í fyrra.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Hvaða ólög eru það að dómur héraðsdóms gildir ekki þar til ef önnur dómstig breyta honum hugsanlega fyrst málið er enn í dómaferli. Má þá ekki bara spara þjóðinni og leggja héraðsdóm niður?
    0
  • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
    Enn og aftur mannvonska gagnvart þessu fólki. :(
    0
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Þetta eru ljotar Aðfarir FLOKKURINN ræður þessu og þetta heitir RASMISTI og kyntatta hatur. En þarna synir Sjalfstæðis Flokkurinn sitt RETTA ANDLIT. Þetta er það sem folk kys yfir sig aftur og aftur, Sagt hefur verið ÞAR LIÐUR KLARNUM BEST ÞAR SEM HANN ER KVALIN MEST. Ef að Flottafolk vill vina og verða Borgarar sem taka þatt i Islensku samfelagi þa eiga þeir rett a veru her.
    1
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Hver ber ábyrgð á hörmungum þessa vesalings fólks? Bara spyr.
    1
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Það gerist oftar og oftar að ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. Sennilega eiga næstu kosningar eftir að snúast um hver ætlar að vera grimmasti og ósvífnasti þjóðernis populistinn, þá fer maður að hugsa hvort framtíðin sé hér. Heimurinn fer ljókkandi og stundum finnst mér að árið gæti verið 1938, það er eitthvað til að hlakka til eða hitt þó.
    3
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Maður er bara orðlaus yfir framgöngu yfirvalda
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
1
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Lilja Rafney Magnúsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Þú færð ekki allt sem þú vilt og vilt ekki allt sem þú færð

Erf­ið­leik­ar geta ver­ið styrkj­andi. Það lærði Lilja Raf­ney Magnús­dótt­ir þing­mað­ur þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar veikt­ist al­var­lega og lá á sjúkra­húsi í eitt ár en náði að lok­um þeim styrk að kom­ast heim og aft­ur út í líf­ið. Hún hef­ur einnig lært að það er eng­in leið að hætta í póli­tík og nú hef­ur líf­ið fært henni það verk­efni að taka sæti aft­ur á Al­þingi eft­ir þriggja ára hvíld­ar­inn­lögn heima á Suð­ur­eyri, eins og hún orð­ar það.
Áföll, afleiðingar og leiðir að betra lífi
4
Viðtal

Áföll, af­leið­ing­ar og leið­ir að betra lífi

Áföll eru alls kon­ar og geta orð­ið hvenær sem er á lífs­leið­inni. Sjöfn Everts­dótt­ir, yf­ir­sál­fræð­ing­ur á Áfalla- og sál­fræðimið­stöð­inni, ræddi við Heim­ild­ina um eðli áfalla og hvað hægt sé að gera til að bregð­ast við áfall­a­streiturösk­un. Guð­rún Reyn­is­dótt­ir, eig­andi Karma Jóga­stúd­íó, seg­ir áfallamið­að jóga hjálpa fólki að finna teng­ingu við lík­amann á ný.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
5
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár