Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“

Ír­ösk fjöl­skylda hef­ur enn og aft­ur feng­ið þau skila­boð frá ís­lensk­um stjórn­völd­um að yf­ir­gefa land­ið. Fyr­ir tæpu ári var hún flutt með valdi úr landi en sneri hins veg­ar aft­ur eft­ir nið­ur­stöðu dóm­stóla. „Hann hef­ur það ekki gott,“ seg­ir Yasam­een Hus­sein um Hus­sein bróð­ur sinn sem er fatl­að­ur og not­ar hjóla­stól. „Við er­um ör­magna.“

Fjölskyldan í áfalli – „Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt“
Fjölskyldan Systurnar Yasameen og Zahraa ásamt bræður sínum Hussein og Sajjad og móður sinni, Maysoon. Myndin er tekin í fyrra. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum örmagna, þetta er mjög erfitt. Við vitum ekki hvað við eigum að gera,” segir Yasameen Hussein við Heimildina. Hún, systir hennar, tveir bræður og móðir eru slegin yfir þeim tíðindum að hér á landi megi þau ekki lengur dvelja. Þeim eigi að vísa af landi brott samkvæmt niðurstöðu kærunefndar útlendingamála. „Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að lýsa því hvernig mér líður, hvernig ég á að lýsa sársaukanum og vonbrigðunum sem ég er að upplifa,“ heldur Yasameen áfram. „Allt er svo ótrúlega erfitt. Við erum að reyna að lifa hér eðlilegu lífi, lífi þar sem er von. Ég vissi ekki að lífið gæti verið svona erfitt. Við eigum okkur drauma og vonir sem við ætluðum okkur að fylgja. En allt hefur gufað upp.“

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem fjölskyldan, sem er á flótta frá Írak, fær slíkar fréttir á Íslandi. Fyrir rétt tæpu ári fengu þau sömu skilaboð frá stjórnvöldum og brottflutningur þeirra, sem var í lögreglufylgd, vakti gríðarlega athygli og reiði. Annar bróðir Yasameen, Hussein, er með fötlun og notar hjólastól. Meðferðin á honum er fjölskyldan var flutt út á flugvöll og upp í flugvél til Grikklands, var harðlega gagnrýnd. Að fjölskyldan fengi að taka lítið sem ekkert af eigum sínum með var það sömuleiðis. Að hún hafi ekki átt í nein hús að venda við komuna til Grikklands var það einnig.

„Hann hefur það ekki gott, hann hefur lést og er þreyttur,“ segir Yasameen um líðan Husseins bróður síns.

Systurnar eru báðar í námi í Fjölbraut við Ármúla og Sajjad bróðir þeirra vinnur hjá Þroskahjálp. Þannig var líf þeirra að komast í fastar skorður eftir flótta og áfallið sem fylgdi brottvísuninni í fyrra.

Fjölskyldan kom fyrst til Íslands í leit að vernd fyrir um þremur árum. En þar sem þau höfðu áður fengið vernd í Grikklandi ákváðu íslensk stjórnvöld að synja þeim um vernd hér og vísa af landi brott. Í byrjun nóvember beið lögreglan eftir systrunum er þær komu heim úr skólanum. Og síðan hófst atburðarás sem fjölskyldan hefur lýst sem hræðilegri. Þau sögðu lögreglumenn hafa tekið á Hussein og Sajjad þá komið honum til varnar en verið sleginn. „Þeim var ýtt og hent niður,“ lýsti Yasameen því sem átti sér stað fyrir ári. Þetta var umfangsmikil lögregluaðgerð og komið fram við fjölskylduna eins og glæpamenn að sögn Yasameen. Hún hafi m.a. verið sett í fjötra um borð í flugvélinni.

Engin vettlingatökLögreglumenn tóku Hussein Hussein úr hjólastól sínum og settu inn í bíl er honum var vísað frá landi fyrir tæpu ári. Hann var líkt og aðrir í fjölskyldunni settur um borð í leiguflugvél til Grikklands.

Fjölskyldan kom hins vegar aftur til Íslands eftir að fjölskyldan kærði brottvísunina til Héraðsdóms Reykjavíkur sem felldi hana úr gildi. Þá hafði kærunefnd útlendingamála gert Útlendingastofnun að taka umsókn um vernd aftur til meðferðar.

Ríkið áfrýjaði niðurstöðu héraðsdóms til Landsréttar sem hefur enn ekki kveðið upp sinn dóm. Hins vegar hefur kærunefndin komist að þeirri niðurstöðu, líkt og fyrr greinir, að fjölskyldan skuli yfirgefa landið – enn einu sinni.

Nú gæti því svo farið að sagan frá því í fyrra endurtaki sig. Ríkisútvarpið hefur eftir lögmanni fjölskyldunnar að þau hafi aðeins fengið viku til að yfirgefa landið sjálfviljug. Geri þau það ekki má búast við að þau verði þvinguð til brottfarar rétt eins og fyrir tæpu ári síðan.

„Þau reiknuðu með að þetta gengi núna,” segir íslenskur vinur þeirra sem Heimildin ræddi við í dag. „Þau höfðu loksins séð fyrir sér framtíð og sú staða sem nú er komin upp er eins hræðileg og frekast getur orðið.”

Hér má lesa ítarlegt viðtal Stundarinnar, annan af fyrirrennurum Heimildarinnar, við fjölskylduna frá því í desember í fyrra.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • ÁGS
  Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
  Hvaða ólög eru það að dómur héraðsdóms gildir ekki þar til ef önnur dómstig breyta honum hugsanlega fyrst málið er enn í dómaferli. Má þá ekki bara spara þjóðinni og leggja héraðsdóm niður?
  0
 • Stefán Agnar Finnsson skrifaði
  Enn og aftur mannvonska gagnvart þessu fólki. :(
  0
 • VSE
  Virgil Scheving Einarsson skrifaði
  Þetta eru ljotar Aðfarir FLOKKURINN ræður þessu og þetta heitir RASMISTI og kyntatta hatur. En þarna synir Sjalfstæðis Flokkurinn sitt RETTA ANDLIT. Þetta er það sem folk kys yfir sig aftur og aftur, Sagt hefur verið ÞAR LIÐUR KLARNUM BEST ÞAR SEM HANN ER KVALIN MEST. Ef að Flottafolk vill vina og verða Borgarar sem taka þatt i Islensku samfelagi þa eiga þeir rett a veru her.
  1
 • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
  Hver ber ábyrgð á hörmungum þessa vesalings fólks? Bara spyr.
  1
 • SIB
  Sigurður I Björnsson skrifaði
  Það gerist oftar og oftar að ég skammast mín fyrir að vera íslendingur. Sennilega eiga næstu kosningar eftir að snúast um hver ætlar að vera grimmasti og ósvífnasti þjóðernis populistinn, þá fer maður að hugsa hvort framtíðin sé hér. Heimurinn fer ljókkandi og stundum finnst mér að árið gæti verið 1938, það er eitthvað til að hlakka til eða hitt þó.
  3
 • ADA
  Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
  Maður er bara orðlaus yfir framgöngu yfirvalda
  3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.
„Þegar þér hefur verið brottvísað er öllum skítsama um þig“
FréttirFlóttamenn

„Þeg­ar þér hef­ur ver­ið brott­vís­að er öll­um skít­sama um þig“

Dr. Jenni­fer Okeke, níg­er­ísk­ur sér­fræð­ing­ur í man­sals­mál­um sem starfar við mála­flokk­inn á Ír­landi, hitti ný­lega Bless­ing, Esther og Mary, sem vís­að var úr landi 20. maí síð­ast­lið­inn. Hún seg­ir ástand þeirra slæmt og mjög fáa val­kosti standa þeim til boða. Ís­lensk­ar vin­kon­ur kvenn­anna segja þær hafa ver­ið send­ar út skil­ríkja- og lyfja­laus­ar.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.

Mest lesið

Logos fékk 30 milljónir frá Bankasýslunni eftir að ákveðið var að leggja hana niður
1
Greining

Logos fékk 30 millj­ón­ir frá Banka­sýsl­unni eft­ir að ákveð­ið var að leggja hana nið­ur

Síð­an að til­kynnt var að leggja ætti nið­ur Banka­sýslu rík­is­ins og fram að síð­ustu ára­mót­um þá keypti stofn­un­in þjón­ustu fyr­ir 57,4 millj­ón­ir króna. Fyrr á þessu ári kom fram að hún gæti ekki svar­að því nema að hluta af hverj­um hún keypti þessa þjón­ustu. Nú hafa borist svör um að Logos hafi feng­ið stærst­an hluta en Banka­sýsl­an get­ur enn ekki gert grein fyr­ir allri upp­hæð­inni.
„Má hann ekki njóta þess sem hann á eftir hamingjusamur hér?“
6
FréttirFlóttamenn

„Má hann ekki njóta þess sem hann á eft­ir ham­ingju­sam­ur hér?“

Mót­mæli gegn brott­vís­un hins ell­efu ára gamla Yaz­ans Tamim­is á Aust­ur­velli eru síð­asta von hans og for­eldra hans, seg­ir vin­kona fjöl­skyld­unn­ar. Hún seg­ir mót­mæl­in tæki­færi til þess að sýna Yaz­an „að það er fólk sem vill hafa hann hérna, hann er ekki einn.“ Þing­mað­ur spyr hvort ís­lensk stjórn­völd vilji raun­veru­lega vera ábyrg fyr­ir því að stytta líf drengs­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
1
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
2
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.
Elkem brennir trjákurli Running Tide - Eignir á brunaútsölu
5
FréttirRunning Tide

Elkem brenn­ir trják­urli Runn­ing Tide - Eign­ir á bruna­út­sölu

Fjall af trják­urli sem Runn­ing Tide skil­ur eft­ir sig á Grund­ar­tanga verð­ur brennt til að knýja málmblendi Elkem. Kurlið auk 300 tonna af kalk­steins­dufti í sekkj­um og fær­an­leg steypu­stöð voru aug­lýst til sölu um helg­ina eft­ir að Runn­ing Tide hætti skyndi­lega allri starf­semi hér á landi og í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið skol­aði 20 þús­und tonn­um af trják­urli í sjó­inn í fyrra og sagð­ist binda kol­efni. „Bull“ og „fár­an­leiki“ til þess gerð­ur að græða pen­inga, sögðu vís­inda­menn.
„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
6
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.

Mest lesið í mánuðinum

Auður Jónsdóttir
1
Skoðun

Auður Jónsdóttir

Þið er­uð óvit­ar! ­– hlust­ið á okk­ur

Það er andi elí­tísma í kring­um kosn­inga­bar­áttu Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Nafn­tog­að­ir lista­menn, áhrifa­fólk í sam­fé­lag­inu og stjórn­mál­um jafnt sem vél­virkj­ar þaul­setn­asta stjórn­mála­flokks lands­ins leggj­ast á eina sveif með henni. Fyr­ir vik­ið eru kosn­ing­arn­ar áhuga­verð fé­lags­fræði­leg stúd­ía af því að í þeim af­hjúp­ast sam­taka­mátt­ur þeirra sem vald og raddsvið hafa – á ólík­um svið­um.
Sökktu kurli og seldu syndaaflausn
2
RannsóknRunning Tide

Sökktu kurli og seldu synda­af­lausn

„Ýttu á takk­ann og bjarg­aðu heim­in­um,“ skrif­ar vís­inda­mað­ur af kald­hæðni er hann bend­ir um­hverf­is­ráðu­neyt­inu á var­úð­ar­orð ut­an úr heimi um að­ferð­ir sem fyr­ir­tæk­ið Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til að prófa í þágu lofts­lags í Ís­lands­höf­um. Að­gerð­irn­ar umbreytt­ust í allt ann­að en lagt var upp með. Þær voru án alls eft­ir­lits og gerðu svo þeg­ar upp var stað­ið lít­ið ef nokk­urt gagn. „Ís­land er fyrsta land­ið í heim­in­um til að búa til kol­efnisein­ing­ar með kol­efn­is­bind­ingu í hafi,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
7
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
„Hann sagði við mig að ef mér mislíkaði þetta gæti ég bara flutt út“
9
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

„Hann sagði við mig að ef mér mis­lík­aði þetta gæti ég bara flutt út“

Sylwia Burzy­kowska leigði 12 fer­metra her­bergi á áfanga­heim­ili Betra lífs á Kópa­vogs­braut á 140 þús­und krón­ur á mán­uði sem hún þurfti að greiða í reiðu­fé. Hún skrif­aði und­ir ótíma­bund­inn leigu­samn­ing en hafði að­eins bú­ið þar í þrjá mán­uði þeg­ar hús­ið var rif­ið í byrj­un mán­að­ar­ins. Sylwia býr nú í tjaldi.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
10
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár