Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast

Um­bylt­ing­ar er þörf í lífs­hátt­um og um­gengni við nátt­úr­una, seg­ir í skýrslu vís­inda­nefnd­ar um áhrif lofts­lags­breyt­inga á Ís­landi. Snark í gróð­ureld­um, suð í moskítóflug­um og smit frá skóg­armítl­um gæti orð­ið hvers­dags­legt áð­ur en langt um líð­ur og sjáv­ar­flóð, skriðu­föll og lægða­gang­ur tíð­ari.

Vísindanefndin: Sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast
Framtíðin Tíðari skriðuföll og skemmdir á vegum vegna flóða og umhleypinga bíða okkar. Við þurfum að aðlagast, segir vísindanefndin, en jafnframt draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Mynd: Shutterstock

Loftslagsbreytingar eru, svo ekki verður um villst, byrjaðar að breyta náttúrufari og lífsskilyrðum fólks á Íslandi. Og þetta er rétt að byrja. „Veðurfar og náttúruaðstæður á landinu og í hafinu umhverfis það verða í lok aldarinnar án fordæma frá upphafi byggðar á Íslandi.“

Hún er ansi dökk, framtíðarsýnin sem vísindanefnd um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi dregur upp í fjórðu matsskýrslu sinni er gefin var út í morgun. En hún er þó ekki án vonar – ef rétt verður haldið á spilunum.

„Þegar samfélög standa frammi fyrir loftslagsvá geta viðbrögðin verið af þrennum toga: Að þjást, draga úr losun eða aðlagast afleiðingunum,“ segir í skýrslunni. Mikilvægt sé að draga sem mest úr losun gróðurhúsalofttegunda og aðlagast þeim breytingum sem óumflýjanlegar eru. Til þess verkefnis þarf skýra stefnu, ríka samstöðu, jafnræði, traust á stofnanir og síðast en ekki síst: Hugarfarsbreytingu fólksins sem þetta land byggir. Því til að tryggja að áskoranirnar sem við stöndum frammi fyrir verði ekki meiri en við verður ráðið „þarf umbyltingu í lífsháttum og umgengni við náttúruna“.

Ísland um næstu aldamót

Börn sem fædd eru í ár verða 76 ára um næstu aldamót. Það Ísland sem mun blasa við þeim og þeirra afkomendum verður á margan hátt öðruvísi en það sem við þekkjum í dag ef ekki tekst að draga verulega úr losun. Veðurfar verður „gjörólíkt“ því sem það hefur að jafnaði verið frá landnámi, „hugsanlega án fordæma síðan síðasta jökulskeiði lauk fyrir tíu þúsund árum,“ segir í skýrslu vísindanefndarinnar.

HlýnunVæntar hitabreytingar miðað við sviðsmyndir matsskýrslu vísindanefndarinnar.

Fyrst ber að nefna hitastigið. Um miðja öldina, þegar ´23 árgangurinn verður búinn að stíga sín fyrstu skref inn í heim fullorðinna, verður líklega um 1-1,7 gráðum hlýrra en nú er. En þegar þau komast á áttræðisaldurinn í aldarlok verður mögulega orðið 3,5 gráðum hlýrra. Þessum hlýindunum verður ekki jafndreift um landið. Líkur eru á því að hlýnun verði meiri norðan landsins en sunnan þess. Það er heldur ekki ólíklegt að ákveðnir staðir verði tímabundið kaldari en nú er.

Ákefð í úrkomu verður orðin meiri og aftakaúrkoma tíðari með tilheyrandi skriðuföllum og öðrum hamförum. Jöklarnir verða búnir að tapa að minnsta kosti 40-50 prósent af massa sínum og sjávarstaðan allt að 1,2 metrum hærri við suðausturströndina en um 1,5 metrum lægri við suðvestan- og vestanvert landið.

Þetta mun hafa áhrif á hvar fólk býr. Hvar það velur að búa og hvar það getur búið.

Færri vaðfuglar, fleiri hnúðlaxar

Ýmsar skordýrategundir sem í dag þekkjast ekki á Íslandi, munu hafa náð hér fótfestu. Skógarmítlum kemur til með að fjölga og moskítóflugur gætu hæglega gert sig heimakomnar.

í hættuSpóar koma sér fyrir á gömlum girðingarstaur. Þeir eru vaðfuglar og búsvæði þeirra kunna að vera í hættu vegna loftslagsbreytinga. Spóar eru ábyrgðartegund á Íslandi enda verpur yfir þriðjungur stofnsins á heimsvísu hér á landi.

Við aldamótin gæti íslenska fuglaflóran verið breytt og vaðfuglum t.d. fækkað vegna búsvæðataps. Bleikjan mun á sama tíma eiga erfitt uppdráttar en urriðinn jafnvel hafa sótt í sig veðrið. Hnúðlax upprunninn í eldiskvíum í öðrum löndum, mun líklega njóta sín vel í hlýnandi sjó og ám en afkoma hans er þó óljós, rétt eins og annarra laxfiska, þar sem nýrnasýking eykst með hækkandi vatnshita og getur valdið miklum afföllum.  

Og hafið, lífríki þess allt, verður öðruvísi. Sumar tegundir verða útbreiddari en aðrar á undanhaldi. Sumar tegundir fiska hafa fært sig, flúið undan hækkandi sjávarhita og súrnun hafsins. Og kannski munu Íslendingar eiga í útistöðum við aðrar þjóðir vegna svokallaðra deilistofna.

Meiri ræktun en fleiri sníkjudýr

Þegar ungbörn dagsins í dag verða komin að áttræðu mun landið okkar líka líta allt öðruvísi út. Skógar verða útbreiddari og öll ræktunarskilyrði gjörbreytt. Að líkindum verður korn og ýmislegt annað ræktað í stórum stíl til dýra- og manneldis. En það er óþarfi að fagna því of snemma. Ýmislegt gæti sett þar strik í reikninginn. Þurrkar, flóð, gróðureldar, sníkjudýr og önnur leiðindi gætu fylgt.

MeindýrNý meindýr á trjám og runnum á Íslandi frá 1900. Rauð tákn eru tegundir sem valda miklu tjóni. Blá tákn eru tegundir sem valda töluverðu eða litlu tjóni. Svört tákn eru tegundir sem hafa numið land en tekist hefur að útrýma.

Allt mun þetta hafa áhrif á alla þætti samfélagsins, hvort sem það eru innviðir á borð við vegi og brýr, öflun neysluvatns og fráveitur, heilsa og atvinna, hvað fólk borðar og hvar það býr.

Afleiðingar loftslagsbreytinga og viðbragða gegn þeim munu einnig hafa áhrif á menningu, listir, menntun og gildismat, segir vísindanefndin. „Menntun og skapandi greinar geta stuðlað að nauðsynlegum breytingum á gildismati og hegðun fólks í átt að aukinni sjálfbærni.“

Því það er einmitt aðlögun að breyttum heimi sem nefndin leggur ríka áherslu á. Loftslagsbreytingar eru orðnar að veruleika og munu auka áhrif sín, sama hvað. Spurningin er hins vegar hversu mikil áhrifin verða.

Ríka fólkið mengar mest

Vísindanefndin minnir á að efnameira fólk, bæði innanlands og á alþjóðavísu, losar meira en þeir sem minna hafa á milli handanna. Afleiðingar loftslagsbreytinga bitna auk þess meira á þeim sem fátækari eru. „Ljóst er að loftslagsbreytingar munu auka áþján og að þær munu hafa dauðsföll í för með sér,“ segir í skýrslunni. Siðferðisleg ábyrgð þeirra sem mest losi sé því veruleg.

„Loftslagsbreytingar velta einnig upp spurningum um stöðu mannsins í náttúrunni og þeim djúpu gildismats- og viðhorfsbreytingum sem þurfa að eiga sér stað til að vinna á loftslagsvánni,“ segir nefndin. „Ljóst er að gildismat, viðhorf og sambúð fólks við náttúruna þarf að breytast til þess að hægt sé að bregðast við loftslagsvandanum.“

Óvissuþættir eru margir og þess vegna dregur nefndin upp nokkrar sviðsmyndir í skýrslu sinni. Þær byggja m.a. á loftslagslíkönum og greiningu ýmissa gagna. Nokkur vissa er með líklegar breytingar til næstu ára og jafnvel áratuga en þegar lengra er horft fram í tímann, t.d. fram yfir næstu aldamót, eru spárnar óljósari og sviðsmyndirnar ólíkari. Allt er þetta svo háð því hversu mikið tekst að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Og þótt miklu máli skipti hver árangurinn verður á Íslandi er allur heimurinn undir, allar hans þjóðir.

ÞotuliðRíkt fólk mengar almennt meira en þeir sem minna hafa á milli handanna.

Örfámi úr sviðsmyndum skýrslunnar:

  • Aftakaúrkoma gæti aukist um 5-15 prósent. Í sumum sviðsmyndum má ætla að miklir úrkomuatburðir verði ekki á 100 ára fresti eins og verið hefur heldur um það bil á 12-17 ára fresti.
  • Jöklar landsins munu rýrna um að minnsta kosti 40-50 prósent, jafnvel þótt markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun undir 2 gráðum náist.
  • Tilkynningum um skógarmítla, sem geta borið með sér smitsjúkdóma, hefur fjölgað á Íslandi og tímaspursmál hvenær smit berst í fólk hér á landi. Moskítóflugur eru annað dæmi um smitferjur sem hafa til þessa ekki náð að nema land á Íslandi.
  • Loftslagsbreytingar ógna heilsu fólks og vistkerfum um allan heim. Þær eru í vaxandi mæli ástæða þvingaðra fólksflutninga og átaka.
  • Íslenskt þjóðfélag kann að verða fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga erlendis, sem m.a. getur birst í komu loftslagsflóttafólks.
  • Ójöfnuður í heilsu og aðgengi að heilbrigðisþjónustu er staðreynd á Íslandi, líkt og annars staðar í heiminum.
  • Loftslagsbreytingar auka náttúruvá, t.d. vegna aftakaúrkomu, hvassviðra, hættu á flóðum í ám og úr jaðarlónum, skriðufalla, sjávarflóða, tíðari eldgosa og gróðurelda.
  • Gróðurfarsbreytingar auka tíðni þurrka og hafa í för með sér aukna hættu af gróður- og skógareldum. Einungis virðist tímaspursmál hvenær útbreiddur gróðureldur veldur alvarlegu tjóni í byggð.
  • Tíðni og ákefð sjávarflóða mun aukast með hækkandi sjávarstöðu.
  • Er jöklar bráðna dregur úr fargi á jarðskorpunni sem eykur kvikumyndun sem kann að leiða til stærri og eða tíðari eldgosa.
  • Hnattræn hlýnun kann að draga úr tíðni fyrirstöðu hæða yfir Grænlandi að vetri, sem gæti aukið tíðni lægðagangs til Íslands.

Veikur lagagrunnur

„Aðlögun er lykilþáttur í því að tryggja langtíma viðbrögð við loftslagsbreytingum með það að markmiði að vernda fólk, lífsviðurværi og vistkerfi,“ segir í skýrslu vísindanefndarinnar. Áhrifa loftslagsbreytinga sé þegar farið að gæta á Íslandi og samfélagið stendur frammi fyrir mögulegum afleiðingum, svo sem fyrir efnahag, innviði, atvinnugreinar, öryggi og lýðheilsu.

Nefndin telur íslenskan lagagrunn varðandi aðlögun að loftslagsbreytingum almennt veikan og að lögbundið umboð ríkis og sveitarfélaga hvað varði loftslagsmál taki nánast eingöngu til mótvægisaðgerða. Fjármögnun loftslagsaðgerða vantar til að hraða aðlögunaraðgerðum. Þetta fjármagn þurfi að tryggja. Hvatar þurfi að vera til staðar fyrir aðlögun og samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda.

„Loftslagsbreytingar velta einnig upp spurningum um stöðu mannsins í náttúrunni og þeim djúpu gildismats- og viðhorfsbreytingum sem þurfa að eiga sér stað til að vinna á loftslagsvánni.“

Áhættumat og áhættustýring er mikilvægur hluti af aðlögun en skipulag og umhverfismat eru lykilstjórntæki þegar kemur að því að vinna farsællega að aðlögun byggða og samfélags. Sem dæmi munu sjávarstöðubreytingar verða mikil áskorun fyrir strandsamfélög í náinni framtíð. Sömuleiðis þarf að skipuleggja alla ræktun vel, t.d. í nýjum frístundabyggðum, landbúnaði og skógrækt. „Við mat á nýjum svæðum þarf að taka tillit til nágrannasvæða þeirra, dreifingar aðfluttra tegunda og áhrifa á líffræðilega fjölbreytni.“

Þá bendir nefndin á að það sé hlutverk stjórnvalda að tryggja að hægt sé að byggja ákvarðanir varðandi aðlögun á áreiðanlegum gögnum og rannsóknum. „Slíkt krefst aukins fjármagns til rannsókna og vöktunar á áhrifum loftslagsbreytinga á íslenska náttúru og samfélag.“

Afleiðingar loftslagsbreytinga fara vaxandi og því mikilvægt, segir í skýrslu vísindanefndarinnar, að „aðlögun sé í brennidepli hjá ríki og sveitarfélögum“.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Loftslagsbreytingar

Fimm ástæður fyrir því að þú ættir að hafa áhyggjur af stöðu loftslagsmála á Íslandi
Þorgerður María Þorbjarnardóttir
SkoðunLoftslagsbreytingar

Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Fimm ástæð­ur fyr­ir því að þú ætt­ir að hafa áhyggj­ur af stöðu lofts­lags­mála á Ís­landi

Lofts­lags­breyt­ing­ar eru neyð­ar­ástand og þær krefjast að­gerða, skrif­ar formað­ur Land­vernd­ar. „Að­lög­un að lofts­lags­breyt­ing­um snýst ekki bara um að laga sig að áhrif­um þeirra held­ur felst í henni að­lög­un að sam­fé­lagi sem lif­ir án þess að ganga á og skaða nátt­úr­una og lofts­lag­ið þar með.“

Mest lesið

„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
1
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
3
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.
Stofnandi Viðreisnar segir ólíklegt að flokkurinn vilji starfa með Miðflokknum
5
Fréttir

Stofn­andi Við­reisn­ar seg­ir ólík­legt að flokk­ur­inn vilji starfa með Mið­flokkn­um

For­menn þeirra flokka sem komust á þing gengu á fund for­seta fyrr í dag. Lík­legt þyk­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir, formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hljóti stjórn­ar­mynd­un­ar­um­boð­ið. Bene­dikt Jó­hann­es­son, stofn­andi og fyrr­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir ólík­legt að Við­reisn eða Sam­fylk­ing­in vilji starfa með Mið­flokkn­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
2
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
3
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
5
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár