Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Einn látinn eftir bruna á Funahöfða

Einn er lát­inn eft­ir að eld­ur kom upp í iðn­að­ar­hús­næði á Funa­höfða í gær. Elds­upp­tök eru enn ókunn en rann­sókn lög­reglu á vett­vangi stend­ur yf­ir. Allt að 30 manns bjuggu í hús­næð­inu, að­al­lega Pól­verj­ar.

Einn látinn eftir bruna á Funahöfða

Þrír menn voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í húsnæði við Funahöfða 7 síðdegis í gær. Einn hinna slösuðu lést á gjörgæsludeild  nokkru síðar en hinir tveir eru ekki taldir í lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn lögreglu á brunavettvangi stendur yfir.

Tilkynning um eldinn barst upp úr klukkan þrjú í gærdag og hélt fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn. Slökkvistarf gekk vel og var að mestu lokið innan klukkustundar.

Eldurinn kom upp á fyrstu hæð hússins í herbergi sem var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsnæðið að Funahöfða 7 er skilgreint sem atvinnu- og skrifstofuhúsnæði.

Vísir ræddi í gær við Jakub Malinowski, sem býr á annarri hæðinni og sagði hann að um 20-30 manns byggju þar; flestir pólskir eins og hann sjálfur en einnig einhverjir litháar og nokkrir frá öðrum löndum. 

Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þeirra Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmanni hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem hefur unnið sem stjórnandi hjá ELJU. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og nú a að heimila þetta I stað þessa að banna og gera refsivert og framfylgja banni og refsa harðlega. Til að þurfa ekki að leysa vandann og styðja slumlords. Tær snilld og svo eru allir hissa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár