Einn látinn eftir bruna á Funahöfða

Einn er lát­inn eft­ir að eld­ur kom upp í iðn­að­ar­hús­næði á Funa­höfða í gær. Elds­upp­tök eru enn ókunn en rann­sókn lög­reglu á vett­vangi stend­ur yf­ir. Allt að 30 manns bjuggu í hús­næð­inu, að­al­lega Pól­verj­ar.

Einn látinn eftir bruna á Funahöfða

Þrír menn voru fluttir á slysadeild eftir að eldur kom upp í húsnæði við Funahöfða 7 síðdegis í gær. Einn hinna slösuðu lést á gjörgæsludeild  nokkru síðar en hinir tveir eru ekki taldir í lífshættu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. 

Eldsupptök eru ókunn en rannsókn lögreglu á brunavettvangi stendur yfir.

Tilkynning um eldinn barst upp úr klukkan þrjú í gærdag og hélt fjölmennt lið viðbragðsaðila þegar á staðinn. Slökkvistarf gekk vel og var að mestu lokið innan klukkustundar.

Eldurinn kom upp á fyrstu hæð hússins í herbergi sem var alelda þegar slökkvilið kom á staðinn. Húsnæðið að Funahöfða 7 er skilgreint sem atvinnu- og skrifstofuhúsnæði.

Vísir ræddi í gær við Jakub Malinowski, sem býr á annarri hæðinni og sagði hann að um 20-30 manns byggju þar; flestir pólskir eins og hann sjálfur en einnig einhverjir litháar og nokkrir frá öðrum löndum. 

Funahöfði 7 er að mestu í eigu tveggja félaga sem eru í eigu þeirra Péturs Árna Jónssonar, framkvæmdastjóra HEILD fasteignafélagsins og aðaleiganda útgáfufélags Viðskiptablaðsins, Jóns Einars Eyjólfssonar, stjórnarmanni hjá ELJU starfsmannaþjónustu, og Arnars Haukssonar, sem hefur unnið sem stjórnandi hjá ELJU. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Og nú a að heimila þetta I stað þessa að banna og gera refsivert og framfylgja banni og refsa harðlega. Til að þurfa ekki að leysa vandann og styðja slumlords. Tær snilld og svo eru allir hissa.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár