Flest bendir til þess að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna snjóflóðsins í Súðavík árið 1995 fyrir jól. Vaxandi líkur eru á því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd geri tillögu að skipan slíkrar nefndrar. Þetta sagði formaður nefndarinnar eftir fund með aðstandendum fórnarlamba flóðsins á Alþingi í morgun.
Tíu þúsund og fimm hundruð dagar
„Þetta hafa verið 28 ár í bið, bráðum 29 ár,“ segir Hafsteinn Númason, þar sem hann situr á biðstofu nefndarsviðs Alþingis.
Í dag mánudaginn 16. október, eru 10.500 dagar síðan snjóflóð féll á byggðina í Súðavík með þeim afleiðingum að fjórtán manns létust, þar af átta börn. Hafsteinn og Berglind Kristjánsdóttir, þáverandi eiginkona hans, áttu þrjú þessara barna. Og það er ekki síst þeirra vegna sem Hafsteinn er mættur hingað í húsakynni Alþingis.
Með honum eru þær Maya Hrafnhildardóttir og Sigríður Rannveig Jónsdóttir, alltaf kölluð Sigga Ranný. Maya missti móður og föður …
Athugasemdir