Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einmanalegur dauði Nóbelsskáldsins

Sterk­asta ein­kenni Þannig var það eft­ir nó­b­el­skáld­ið Jon Fosse býr í ryþma og form verks­ins frek­ar en efni þess að mati Sal­var­ar Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ur. Verk­ið veit­ir inn­sýn inn í hug­ar­heim aldraðs manns sem stadd­ur er á enda­stöð ævi sinn­ar og lít­ur yf­ir far­inn veg.

Einmanalegur dauði Nóbelsskáldsins
Nóbelskáld Jon Fosse hlaut nýverið bókmenntaverðlaun Nóbels.
Bók

Þannig var það

Í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur
Höfundur Jon Fosse.
Espólín forlag
55 blaðsíður
Gefðu umsögn

Persónulega hefur gagnrýnandi aldrei haft neinn sérstakan áhuga á dauðanum sem yrkisefni bókmennta og leikverka. Mín kenning er reyndar að karlmenn hafi almennt ívið meiri áhuga á honum, ekki aðeins því þeir eru kannski nær dauðanum en konur (lægri meðalaldur, líklegri til að látast af slysförum) en líka af því þeir hafa meiri tíma til þess. 

Því heilluðu efnistök Þannig var það eftir Jon Fosse gagnrýnanda ekki. Verkið veitir innsýn inn í hugarheim aldraðs manns sem staddur er á endastöð ævi sinnar og lítur yfir farinn veg.

Eintalið eða mónólógurinn, sem er jafnan form verksins, kom fallega á óvart með einlægni sinni og harðneskju. Í Þannig var það, veltir aldraði maðurinn, eina persóna verksins, eðli málsins samkvæmt, upphátt fyrir sér mistökum og afrekum, samböndum og eigin brestum. Yfir textanum ríkir mikill einmanaleiki, sem hægt er að ímynda sér að einkenni síðustu augnablik manneskju, að minnsta kosti ef við trúum því að manneskjan fæðist ein og deyi ein, eins og segir í einhverri klisjunni. 

Sterkasta einkenni verksins er þó ryþminn og form eintalsins frekar en beinlínis efni þess. Fosse skrifar ótt og títt inn stuttar þagnir og leiklýsingar sem stýra tempói verksins að miklu leyti, og búa til blæbrigði örvæntingar og ákveðinnar sorgar yfir þeim mistökum og ónýttu tækifærum sem maðurinn lítur til baka á í verkinu. Höfundur gefur okkur vísbendingar um það æviskeið sem nú er að lokum komið, án þess þó að mata ofan í lesanda eða áhorfanda of miklar upplýsingar. Við þekkjum týpuna, gamli maðurinn sem lét ferilinn ganga framar öllu og kom e.t.v. ekki sem best fram við sína nánustu.

Í persónunni felst ákveðin gagnrýni, eða spyr í það minnsta spurninga um karlmennsku og áhrif hennar á karlmenn af eldri kynslóðinni. Hvað stendur eftir þegar líkaminn bregst okkur? Verður þess virði að hafa verið virtur listamaður á kostnað þess að hrekja frá sér ástvini?

Það er útgáfan Espólín sem gefur út þetta eintal eða mónólóg Fosse í þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur. Norska skáldið Jon Fosse var að vinna Nóbelsverðlaunin í bókmenntum, og því við hæfi að verk hans komi fleiri út á íslensku. Verðlaunin voru ekki komin í ljós þegar bókin kom út, og skemmtilegt að hér hafi lítið forlag dottið í lukkupottinn – að hafa óafvitandi gefið út Nóbelsskáld. 

Þýðingu Kristrúnar Guðmundsdóttur á verkinu er þó á köflum ábótavant. Á stöðum í textanum var ljóst að textinn væri beinþýddur frá norsku án þess að tekið sé tillit til þess hvort setning gangi upp á íslensku. Þetta truflar sérstaklega þar sem um er að ræða leikrit og því mikilvægt að þýðendur leikverka hugi að hvernig orðin hljóma séu þau lesin upphátt.

Þetta er þó sagt án þess að vilja letja þýðandann frá frekari þýðingum, enda virkilega þakklátt að fá inn í bókaflóruna nýjar íslenskar þýðingar á erlendum leikverkum.

Í ljósi þess að hljóta virtustu bókmenntaverðlaun heims er Jon Fosse líklega slétt sama hvað þrítugum sviðshöfundi og bókagagnrýnanda Heimildarinnar finnst um verk hans, en það er þó niðurstaða gagnrýnanda að Þannig var það sé vel skrifaður mónólógur sem á erindi við íslenska lesendur í þessari nýju þýðingu. Spennandi verður að sjá hvort verðlaunin gera það að verkum að verk eftir hann, til dæmis það sem hér er rætt, verði sett upp á íslensku leiksviði í kjölfarið.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
2
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
4
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
6
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
3
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár