Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Líf móður og flókið samband mæðgna

Í Konu, sem kom fyrst út ár­ið 1987, seg­ir Annie Ernaux frá lífi móð­ur sinn­ar og flóknu og djúp­stæðu sam­bandi þeirra mæðgna. Það er mik­ill feng­ur að þýð­ingu þess­ar­ar raun­sönnu frá­sagn­ar um líf konu.

Líf móður og flókið samband mæðgna
Nóbelskáld Annie Ernaux hlaut í fyrra, fyrst franskra kvenna, bókmenntaverðlaun Nóbels. Mynd: afp
Bók

Kona

Höfundur Annie Ernaux í þýð­ingu Þór­hild­ar Ólafs­dótt­ur
Ugla
112 blaðsíður
Gefðu umsögn

Bók franska rithöfundarins Annie Ernaux Kona er komin út í einkar vandaðri íslenskri þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur, rithöfundar og þýðanda, en útgefandi er Ugla. Í Konu, sem kom fyrst út árið 1987, segir Annie Ernaux frá lífi móður sinnar og flóknu og djúpstæðu sambandi þeirra mæðgna. Hún bregður upp mynd af því hvernig þær fjarlægjast í takt við aukna menntun dótturinnar, en jafnframt því sem stendur í stað hvað sem á dynur – þeirri staðreynd að þær tengjast böndum sem verða aldrei slitin. Hún lýsir því einnig hvernig hinir látnu lifa áfram með ástvinum sínum, „þar sem nærvera móður [hennar] er magnaðri en raunveruleg fjarvera hennar“, eins og hún orðar það (bls. 101).  Annie Ernaux hélt áfram með þessa frásögn í bókinni Je ne suis pas sortie de la nuit (1999) eða Ég kemst ekki undan nóttinni, en þar rekur hún með ítarlegum hætti hvernig Alzheimer hreif móður hennar frá henni á sama tíma og sjúkdómurinn gerði á mótsagnakenndan hátt samband þeirra innilegra og nánara. Annie Ernaux hafði áður sagt fábrotna sögu foreldra sinna, sögu alþýðufólks, en þá með áherslu á lífshlaup föðurins í bókinni Staðnum, eða La place, (1984) sem kom út í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur árið 2022, en þau ráku litla matvöruverslun og kaffihús í smábænum Yvetot í Normandí-héraði. 

Annie Ernaux hlaut í fyrra, fyrst franskra kvenna, bókmenntaverðlaun Nóbels. Hún er sextándi Frakkinn sem hlýtur þau – átta árum eftir Jean Patrick Modiano árið 2014, og 14 árum eftir að Jean-Marie Gustave Le Clézio veitti þeim viðtöku árið 2008. Í rökstuðningi Nóbelsnefndar Sænsku akademíunnar segir að hún hafi hlotið verðlaunin fyrir hugrekki og skarpskyggni í skrifum sínum, sem „afhjúpa rætur, fráhvörf og sameiginlega fjötra persónulegra minninga“. Við afhendingu verðlaunanna sagðist Annie Ernaux skrifa til að „hefna fyrir kynþátt sinn og kyn“ – en þar á hún við að hún vildi hefna fyrir stétt sína og konur. Hún kvaðst hafa skrifað eftirfarandi setningu, en hún væri bergmál af þekktri yfirlýsingu franska ljóðskáldsins Rimbaud, í dagbók sína þegar hún var 22 ára gömul: „Ég verð af lægri kynþætti um alla eilífð.“  „Ég hélt þá – af svolítilli fífldirfsku,“ sagði hún svo, „að það að skrifa bækur, að verða rithöfundur – sem arftaki fátækra bænda, verkamanna og smákaupmanna, fólks sem er fyrirlitið fyrir siði sína og hætti, fyrir talsmáta sinn og menningarleysi, nægði til að leiðrétta félagslegt óréttlæti upprunans.“ Frá upphafi hafi markmið hennar verið að „rista rödd [sína], rödd konu og stéttsvikarans, í bókmenntirnar –  þennan stað sem frelsar“. 

Bækur Annie Ernaux, sem eru um 30, eru í senn persónulegar og samfélagslegar „sjálf-sögur“ sem hún hefur sjálf skilgreint sem „sjálf-félags-sögur“. Þær eru bræðingur af bókmenntum, félagsfræði og sagnfræði. Hún notar reynslu sína til að segja sögu fleiri kvenna. Hún skrifar um félagslegt óréttlæti, stéttir og stéttamismunun. Hún sér bókmenntirnar sem pólitískt verkefni og sjálfa sig sem „stéttsvikara“ eða „stéttskipting“.  Það er þó fremur hið strípaða tungumál Annie Ernaux sem einkennir verk hennar en tilvistarlegar spurningar eða félagsfræðilegar lýsingar. Hún gaf þessum rithætti heiti í Staðnum og kenndi hann við „flatan stíl“. Sumir kynnu að segja fátæklegan stíl – en það var kannski einmitt ætlun hennar að hann endurspeglaði reynslu af skorti og vanefnum líkt og hjá fransk-alsírska rithöfundinum Albert Camus.

Það er mikill fengur að þýðingu þessarar raunsönnu frásagnar

Annie Ernaux hefur í höfundarverki látið sig samfélagshóp varða sem hefur verið útilokaður frá sýnileika. Hún hefur farið inn á þetta ókannaða svæði sem lýtur sínum eigin lögmálum með sína lítt þekktu siði og óþekkta tungumál og tjáningarform. Hvernig er hægt að gera grein fyrir þessum hópi án þess að hækka róminn – segja honum til syndanna, tala niður til hans? Með hvaða hætti verður sársaukanum, niðurlægingunni og skömminni sem fylgir því að vera á skjön eða jaðarsettur best komið til skila? Hvernig verður uppburðarleysið best skráð, hógværðin og blygðunarsemin – án þess að gripið sé til skáldskaparmáls hinna valdamiklu? Það var strax í fyrstu bókum hennar – og einkum þegar hún tókst á við sögu föður síns í Staðnum – að hún áttaði sig á því að til þess að „svíkja ekki“ uppruna sinn þyrfti hún að beita vísindalegri nákvæmni við skrifin. Hún gæti ekki gengist við skilyrðum útgefenda, menntaelítunnar og borgarastéttarinnar og einsetti sér að skila stéttarskömminni. Bækur Annie Ernaux afbyggja fyrir fram gefnar hugmyndir um það hvernig á að skrifa – þær fara gegn kerfislægum hugmyndum um það hvernig eigi að sjá hlutina eða hugsa þá, hvað má segja og hvað ekki. Í stuttu máli ræðst hún gegn hlutverkaskipaninni á hinu samfélagslega taflborði. Hún gerir sýnilega krafta í samfélaginu sem hafa verið hljóðir – hjá henni tala hinir mállausu, þeir sem ekki höfðu sinn „talsmann“ eða skáld. 

Með þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur fylgir knappur en efnisríkur eftirmáli þar sem sagt er frá höfundarferli Annie Ernaux og helstu einkennum og umfjöllunarefnum skáldverka hennar. Það er mikill fengur að þýðingu þessarar raunsönnu frásagnar um líf konu sem eins og dóttirin kemst að orði í bókinni „varð að verða að sögu svo mér finnist ég ekki vera eins einmana og gervileg í heimi sem drottnar yfir öðrum með orðum og hugmyndum og þangað sem ég, að hennar ósk, er farin“ (bls. 103). 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár