Þessi grein birtist fyrir rúmlega 11 mánuðum.

Líf móður og flókið samband mæðgna

Í Konu, sem kom fyrst út ár­ið 1987, seg­ir Annie Ernaux frá lífi móð­ur sinn­ar og flóknu og djúp­stæðu sam­bandi þeirra mæðgna. Það er mik­ill feng­ur að þýð­ingu þess­ar­ar raun­sönnu frá­sagn­ar um líf konu.

Líf móður og flókið samband mæðgna
Nóbelskáld Annie Ernaux hlaut í fyrra, fyrst franskra kvenna, bókmenntaverðlaun Nóbels. Mynd: afp
Bók

Kona

Höfundur Annie Ernaux í þýð­ingu Þór­hild­ar Ólafs­dótt­ur
Ugla
112 blaðsíður
Gefðu umsögn

Bók franska rithöfundarins Annie Ernaux Kona er komin út í einkar vandaðri íslenskri þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur, rithöfundar og þýðanda, en útgefandi er Ugla. Í Konu, sem kom fyrst út árið 1987, segir Annie Ernaux frá lífi móður sinnar og flóknu og djúpstæðu sambandi þeirra mæðgna. Hún bregður upp mynd af því hvernig þær fjarlægjast í takt við aukna menntun dótturinnar, en jafnframt því sem stendur í stað hvað sem á dynur – þeirri staðreynd að þær tengjast böndum sem verða aldrei slitin. Hún lýsir því einnig hvernig hinir látnu lifa áfram með ástvinum sínum, „þar sem nærvera móður [hennar] er magnaðri en raunveruleg fjarvera hennar“, eins og hún orðar það (bls. 101).  Annie Ernaux hélt áfram með þessa frásögn í bókinni Je ne suis pas sortie de la nuit (1999) eða Ég kemst ekki undan nóttinni, en þar rekur hún með ítarlegum hætti hvernig Alzheimer hreif móður hennar frá henni á sama tíma og sjúkdómurinn gerði á mótsagnakenndan hátt samband þeirra innilegra og nánara. Annie Ernaux hafði áður sagt fábrotna sögu foreldra sinna, sögu alþýðufólks, en þá með áherslu á lífshlaup föðurins í bókinni Staðnum, eða La place, (1984) sem kom út í þýðingu Rutar Ingólfsdóttur árið 2022, en þau ráku litla matvöruverslun og kaffihús í smábænum Yvetot í Normandí-héraði. 

Annie Ernaux hlaut í fyrra, fyrst franskra kvenna, bókmenntaverðlaun Nóbels. Hún er sextándi Frakkinn sem hlýtur þau – átta árum eftir Jean Patrick Modiano árið 2014, og 14 árum eftir að Jean-Marie Gustave Le Clézio veitti þeim viðtöku árið 2008. Í rökstuðningi Nóbelsnefndar Sænsku akademíunnar segir að hún hafi hlotið verðlaunin fyrir hugrekki og skarpskyggni í skrifum sínum, sem „afhjúpa rætur, fráhvörf og sameiginlega fjötra persónulegra minninga“. Við afhendingu verðlaunanna sagðist Annie Ernaux skrifa til að „hefna fyrir kynþátt sinn og kyn“ – en þar á hún við að hún vildi hefna fyrir stétt sína og konur. Hún kvaðst hafa skrifað eftirfarandi setningu, en hún væri bergmál af þekktri yfirlýsingu franska ljóðskáldsins Rimbaud, í dagbók sína þegar hún var 22 ára gömul: „Ég verð af lægri kynþætti um alla eilífð.“  „Ég hélt þá – af svolítilli fífldirfsku,“ sagði hún svo, „að það að skrifa bækur, að verða rithöfundur – sem arftaki fátækra bænda, verkamanna og smákaupmanna, fólks sem er fyrirlitið fyrir siði sína og hætti, fyrir talsmáta sinn og menningarleysi, nægði til að leiðrétta félagslegt óréttlæti upprunans.“ Frá upphafi hafi markmið hennar verið að „rista rödd [sína], rödd konu og stéttsvikarans, í bókmenntirnar –  þennan stað sem frelsar“. 

Bækur Annie Ernaux, sem eru um 30, eru í senn persónulegar og samfélagslegar „sjálf-sögur“ sem hún hefur sjálf skilgreint sem „sjálf-félags-sögur“. Þær eru bræðingur af bókmenntum, félagsfræði og sagnfræði. Hún notar reynslu sína til að segja sögu fleiri kvenna. Hún skrifar um félagslegt óréttlæti, stéttir og stéttamismunun. Hún sér bókmenntirnar sem pólitískt verkefni og sjálfa sig sem „stéttsvikara“ eða „stéttskipting“.  Það er þó fremur hið strípaða tungumál Annie Ernaux sem einkennir verk hennar en tilvistarlegar spurningar eða félagsfræðilegar lýsingar. Hún gaf þessum rithætti heiti í Staðnum og kenndi hann við „flatan stíl“. Sumir kynnu að segja fátæklegan stíl – en það var kannski einmitt ætlun hennar að hann endurspeglaði reynslu af skorti og vanefnum líkt og hjá fransk-alsírska rithöfundinum Albert Camus.

Það er mikill fengur að þýðingu þessarar raunsönnu frásagnar

Annie Ernaux hefur í höfundarverki látið sig samfélagshóp varða sem hefur verið útilokaður frá sýnileika. Hún hefur farið inn á þetta ókannaða svæði sem lýtur sínum eigin lögmálum með sína lítt þekktu siði og óþekkta tungumál og tjáningarform. Hvernig er hægt að gera grein fyrir þessum hópi án þess að hækka róminn – segja honum til syndanna, tala niður til hans? Með hvaða hætti verður sársaukanum, niðurlægingunni og skömminni sem fylgir því að vera á skjön eða jaðarsettur best komið til skila? Hvernig verður uppburðarleysið best skráð, hógværðin og blygðunarsemin – án þess að gripið sé til skáldskaparmáls hinna valdamiklu? Það var strax í fyrstu bókum hennar – og einkum þegar hún tókst á við sögu föður síns í Staðnum – að hún áttaði sig á því að til þess að „svíkja ekki“ uppruna sinn þyrfti hún að beita vísindalegri nákvæmni við skrifin. Hún gæti ekki gengist við skilyrðum útgefenda, menntaelítunnar og borgarastéttarinnar og einsetti sér að skila stéttarskömminni. Bækur Annie Ernaux afbyggja fyrir fram gefnar hugmyndir um það hvernig á að skrifa – þær fara gegn kerfislægum hugmyndum um það hvernig eigi að sjá hlutina eða hugsa þá, hvað má segja og hvað ekki. Í stuttu máli ræðst hún gegn hlutverkaskipaninni á hinu samfélagslega taflborði. Hún gerir sýnilega krafta í samfélaginu sem hafa verið hljóðir – hjá henni tala hinir mállausu, þeir sem ekki höfðu sinn „talsmann“ eða skáld. 

Með þýðingu Þórhildar Ólafsdóttur fylgir knappur en efnisríkur eftirmáli þar sem sagt er frá höfundarferli Annie Ernaux og helstu einkennum og umfjöllunarefnum skáldverka hennar. Það er mikill fengur að þýðingu þessarar raunsönnu frásagnar um líf konu sem eins og dóttirin kemst að orði í bókinni „varð að verða að sögu svo mér finnist ég ekki vera eins einmana og gervileg í heimi sem drottnar yfir öðrum með orðum og hugmyndum og þangað sem ég, að hennar ósk, er farin“ (bls. 103). 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár