„Hún tók hvolpinn af mér bara út af fordómum“

Ásta María H. Jen­sen hef­ur sent kvört­un til siðanefnd­ar Hunda­rækt­ar­fé­lags Ís­lands eft­ir að hunda­rækt­andi sem hún keypti hvolp af mætti heim til henn­ar og tók hvolp­inn til baka. Upp­gef­in ástæða var að Ásta væri með al­var­leg­an geð­sjúk­dóm og lít­ill hvolp­ur væri því ekki ör­ugg­ur hjá henni. Fyr­ir á hún tvo hunda. Níu ár eru síð­an Ásta fór síð­ast í geðrof og þurfti að leggj­ast inn á geð­deild.

„Hún tók hvolpinn af mér bara út af fordómum“
Með hundunum Ásta með hundunum sínum þeim Prins og Röskvu. Hvolpurinn sem var tekinn af henni er af papillon-tegundinni eins og Prins. Mynd: Heida Helgadottir

„Fyrstu nóttina eftir þetta gat ég ekkert sofið. Ég get ekki vaknað á morgnana án þess að þetta sé í hausnum á mér. Sem betur fer dreymir mig þetta ekki,“ segir Ásta María H. Jensen um áfallið sem hún varð fyrir þann 19. september. 

Hún vaknaði þá til að taka á móti konunni sem hún hafði keypt hreinræktaðan hvolp af þremur vikum áður. Ásta hafði verið í miklu sambandi við konuna eftir kaupin, sent henni myndbönd og fréttir af hvolpinum, papillon-hvolpinum Kríu. Einn daginn hafði konan samband og sóttist eftir að koma í heimsókn, sem Ásta sagði sjálfsagt en varaði hana við því að hún hefði verið í lýtaaðgerð og væri því með glóðaraugu á báðum. Konan sagðist koma fyrir hádegi og var mætt klukkan hálf tíu.

„Ég leit hræðilega út. Var ógreidd og með glóðaraugu. Ég sé svo eftir að hafa ekki bara sagt að ég tæki ekki á …

Kjósa
31
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Vordís Baldursdóttir skrifaði
    Ljótt ef satt reynist að fólk sé að fara eftir gróusögum í stað þess að ræða við fólkið sjálft, eitt símtal og spyrja hvað verður um dýrið ef þú lendir á spítala. Allir geta lent á spítala í lengri eða styttri tíma, óvænt eða fyrirfram ákveðið og þurfa þá að fá einhvern til að sjá um dýrin sín á meðan. Mun líklegra að manneskja sem hefur lent í því að þurfa að fara óvænt á sjúkrahús hafi einhvern undirbúin að taka við dýrunum ef þarf heldur en sá sem hefur ekki lent í því áður.
    15
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár