Íris Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Orb, fyrirtækis sem þróar hugbúnað sem byggir á tölvusjón og mælir þvermál og hæð trjáa í skógum. „Lausnin okkar er sérsniðin að kolefnismörkuðum og mun veita innsýn inn í kolefnisverkefni,“ útskýrir Íris.
Hver mæling er framkvæmd með appi sem safnar gögnum um trén og veitir síðan upplýsingar sem nýtast í kolefnisverkefni. „Þessi gögn eru keyrð með loftmyndum til að reikna heildar viðarmagn í skóginum og það er til dæmis notað til að áætla hvað skógurinn er búinn að binda mikið kolefni.“
Framkvæmdastjórinn greinir frá því að með gögnunum sé ekki einungis hægt að mæla rúmmál trjáa heldur einnig öðlast innsýn inn í trjátegundir. Markmið hennar með Orb er líka að geta, einn daginn, veitt upplýsingar um líffjölbreytni.
Nýstárlegri mælingar
Hugmyndin að Orb varð til árið 2020 þegar framleiðandinn Apple gaf út iPhone síma með tæknibúnaðinum LiDAR. Þannig gátu eigendur símanna notað þá til að …
Athugasemdir