Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Einföld lausn sérsniðin að kolefnismörkuðum

„Lausn­in okk­ar er sér­snið­in að kol­efn­ismörk­uð­um og mun veita inn­sýn inn í kol­efn­is­verk­efni,“ seg­ir Ír­is Ólafs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins Orb. Lang­tíma markmið fyr­ir­tæk­is­ins er að lausn þeirra verði not­uð við skógar­út­tekt­ir um all­an heim.

Íris Ólafsdóttir Eigendur Orb vilja leggja sitt af mörkum til umhverfismála.

Íris Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Orb, fyrirtækis sem þróar hugbúnað sem byggir á tölvusjón og mælir þvermál og hæð trjáa í skógum. „Lausnin okkar er sérsniðin að kolefnismörkuðum og mun veita innsýn inn í kolefnisverkefni,“ útskýrir Íris.

Hver mæling er framkvæmd með appi sem safnar gögnum um trén og veitir síðan upplýsingar sem nýtast í kolefnisverkefni. „Þessi gögn eru keyrð með loftmyndum til að reikna heildar viðarmagn í skóginum og það er til dæmis notað til að áætla hvað skógurinn er búinn að binda mikið kolefni.

Framkvæmdastjórinn greinir frá því að með gögnunum sé ekki einungis hægt að mæla rúmmál trjáa heldur einnig öðlast innsýn inn í trjátegundir. Markmið hennar með Orb er líka að geta, einn daginn, veitt upplýsingar um líffjölbreytni. 

Nýstárlegri mælingar

Hugmyndin að Orb varð til árið 2020 þegar framleiðandinn Apple gaf út iPhone síma með tæknibúnaðinum LiDAR. Þannig gátu eigendur símanna notað þá til að …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Töfrasprotar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár