Minnihlutinn í sveitarstjórn Ölfuss er lentur á vegg með að reyna að fá Elliða Vignisson, bæjarstjóra í Ölfusi, til að leggja fram allar upplýsingar um kaup sín á fasteignum á jörðinni Hjalla. Elliði hefur varið sig í málinu með því að hann sé ekki kjörinn fulltrúi og að siðareglur sveitarfélagsins um kjörna fulltrúa eigi ekki við um hann. Þetta segir Ása Berglind Hjálmarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í minnihlutanum.
Ása segir að samkvæmt svörum sem fengist hafi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og innviðaráðuneytinu séu engin lög eða reglur í gildi sem leiði til þess að Elliði þurfi að greina frá viðskiptunum í smáatriðum. „Það virðist ekki vera nein leið með þetta. Eins og ég skil þetta núna þá geta bæjarstjórar, ef þeir eru ekki kjörnir fulltrúar, hagað sér nákvæmlega eins og þeir vilja. [...] Við erum bara lent …
Athugasemdir