Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég hef hingað til aldrei skorast undan ábyrgð“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir seg­ir Bjarna Bene­dikts­syni sann­ar­lega stætt áfram sem for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hún seg­ist sem vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins bera ábyrgð inn í stjórn­ar­sam­starf­ið og úti­lok­ar ekki að stíga inn í ráðu­neyt­ið sem Bjarni var að segja sig frá

„Ég hef hingað til aldrei skorast undan ábyrgð“
Þórdís Kolbrún segist sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins bera ábyrgð inn í ríkisstjórnarsamstarfið Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segir það merki um hversu sterkur stjórnmálamaður Bjarni Benediktsson sé að hann hafi ákveðið að segja af sér ráðherraembætti í kjölfar álits umboðsmanns Alþingis vegna sölu Íslandsbanka. 

Álitið var birt almenningi í morgun og skömmu síðar boðaði Bjarni til blaðamannafundar þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína, en fimm dagar eru síðan hann fékk álitið í sínar hendur.

Ber ábyrgð inn í stjórnarsamstarfið

Umboðsmaður Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur til að að selja félagi í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði sem fram fór í mars í fyrra.

„Já, það finnst mér“

Þórdís segir allt óvíst um framhaldið en segir þó að Bjarna sé sannarlega stætt áfram sem formaður flokksins: „Já, það finnst mér.“

Ein af þeim hugmyndum sem hafa verið í umræðunni er að Þórdís taki við ráðuneyti Bjarna, fjármála- og efnahagsráðuneytinu. 

Værir þú tilbúin til þess?

„Ég er sem varaformaður flokksins í ábyrgðarstöðu og ber sem slík ríka ábyrgð á inn í stjórnarsamstarfið. Mér finnst skipta máli að við náum aðeins áttum og eigum þau samtöl sem þarf að eiga en ég hef hingað til aldrei skorast undan ábyrgð og er ekki að fara að byrja á því núna,“ segir hún. 

Spurningar vakni við lesturinn

Bjarni ítrekaði á blaðamannafundinum að hann væri ósammála þeim forsendum sem lagðar væru til grundvallar í áliti umboðsmanns. Það breytti þó ekki þeirri pólitísku sýn hans að virða ætti álit sem þetta

Hvert er þitt mat á áliti umboðsmanns Alþingis?

„Það vakna spurningar við lesturinn á því. En þú áfrýjar ekki áliti umboðsmanns Alþingis, og álit umboðsmanns stendur. Þetta er mikilvægt embætti og þetta er niðurstaðan. Að því leytinu til þá eru þar atriði sem ég lít svo á að verði innlegg inn í þá vinnu sem er auðvitað fyrir löngu þegar hafin um ákveðna endurskoðun á þessu fyrirkomulagi,“ segir Þórdís.

Þetta hljómar eins og þú sért ekki alveg sammála álitinu?

„Bjarni reifaði á blaðamannafundinum ákveðin atriði og ég er ekki ósammála þeim atriðum sem hann þar reifaði. En aftur, þá stendur þetta álit og í því eru atriði sem eru mikilvæg að geta þá litið til og tekið mið af í þeirri vinnu sem er í gangi varðandi endurskoðun á þessu regluverki og umhverfi,“ segir hún. 

Þórdís benti á að nú myndu formenn stjórnarflokkanna ræða saman og ráða sínum ráðum. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár