Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætti ekki að hrósa Bjarna Ben um of

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­mað­ur Pírata, tel­ur að ekki ætti að hrósa Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra um of fyr­ir af­sögn morg­uns­ins. „Því að þetta ætti að vera eðli­leg ákvörð­un,“ seg­ir Björn Leví.

Björn Leví „Í öllum eðlilegum kringumstæðum í lýðræðisríkjum er þetta tvímælalaust tilefni til afsagnar. Það hefur ekki alveg verið svona venjan hérna á Íslandi,“ segir Björn Leví.

Fjölmargir hafa stigið fram í dag og hrósað Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins í hástert, fyrir afsögn sem hann tilkynnti í morgun. Þingmaður Pírata telur ekki þörf á að hrósa Bjarna um of. 

Bjarni sagði af sér í morgun í kjölfar birtingar álits Umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur til að að selja félagi í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði sem fram fór í mars í fyrra.

Björn Leví Gunnsegir að afsögnin hafi komið honum „pínu“ á óvart en að álit Umboðsmanns hafi „tvímælalaust“ verið efni til afsagnar. 

„Í öllum eðlilegum kringumstæðum í lýðræðisríkjum er þetta tvímælalaust tilefni til afsagnar. Það hefur ekki alveg verið svona venjan hérna á Íslandi,“ segir Björn Leví. „Þetta var ánægjuleg tilbreyting en kannski ekki eitthvað sem við ættum að hrósa um of því að þetta ætti að vera eðlileg ákvörðun.“

„Þessi niðurstaða hefði átt að vera komin“ 

Bjarni sagði á blaðamannafundi í morgun að álit Umboðsmanns Alþingis hafi komið honum á óvart. Björn Leví aftur á móti segir að niðurstaða umboðsmannsins hafi ekki komið honum á óvart.

„Það voru allir í ríkisstjórninni, stjórnarþingmenn sem fóru í ákveðinn varnarkór og gagnrýndu þær kröfur okkar að við vildum rannsóknarskýrslu til dæmis frá rannsóknarnefnd, sögðu að það væri byggt á einhverjum sandi,“ segir Björn Leví. „Það eru orð sem þau þurfa að íhuga núna og taka ákveðna ábyrgð á.“

Nú er fjármálaráðherra búinn að segja af sér, ætti [Íslandsbankamálinu] þá ekki bara að vera lokið, er þetta ekki bara komið gott?

„Þetta er fyrsta skrefið. Það er orðið það langt síðan að þessi niðurstaða hefði átt að vera komin,“ segir Björn Leví.

Viðtalið við hann í heild má nálgast í spilaranum hér að ofan. 

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár