Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Ég myndi ekki setja pening á að hann sé að hverfa alveg“

„Hann er ör­ugg­lega ekki að fara að segja af sér,“ sagði ég við Dav­íð Þór Guð­laugs­son mynda­töku­mann þeg­ar við geng­um yf­ir Arn­ar­hól, í átt að fjár­mála­ráðu­neyt­inu, í 14 metr­um á sek­úndu í morg­un. „Þetta verð­ur ör­ugg­lega frek­ar óspenn­andi fund­ur,“ bætti ég við. Það var bara hálf­tíma síð­ar sem við, rétt eins og hinir frétta­menn­irn­ir í fund­ar­her­bergi fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins, tók­um and­köf.

„Ég myndi ekki setja pening á að hann sé að hverfa alveg“
Alveg bit Kristinn Þeyr (t.v.) og Magnús Geir (t.h.) hafa samanlagt verið í fréttamennsku í tæpa fjóra áratugi. Þeir voru býsna hissa á vendingum dagsins. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður hjá fréttastofu RÚV, byrjaði í blaðamennsku fyrir 19 árum síðan, áður en Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra tók fyrst sæti í ríkisstjórn. Hann var staddur í fundarherbergi í húsnæði fjármálaráðuneytisins í Lindargötu þegar Bjarni tilkynnti um afsögn sína.

Magnús, rétt eins og aðrir fréttamenn í herberginu, lyfti brúnum þegar hin óvæntu orð voru mælt: „Ég hef ákveðið að láta af störfum sem fjármála- og efnahagsráðherra.“

Afsögnin var viðbragð Bjarna við áliti Umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðustöðu að Bjarni hafi verið vanhæfur til að að selja félagi í eigu föður síns, Benedikts Sveinssonar, hlut í Íslandsbanka í lokuðu útboði sem fram fór í mars í fyrra.

„Ég er búinn að vera samferða Bjarna lengi vel, svo þetta var sérstakt,“ sagði Magnús eftir fundinn. „Það er merkilegt að sjá stjórnmálamenn yfir höfuð taka svona ábyrgð. Það er oft sem hafa komið úrskurðir frá hinum og þessum batteríum. Það hefur eiginlega aldrei haft afleiðingar.“

Við hverju bjóstu hér í dag? „Að hann hafi ætlað að svara fyrir álitið og ekkert meira en það,“ sagði Magnús. 

Með honum var annar reynslubolti, Kristinn Þeyr Magnússon myndatökumaður sem hefur verið í tvo áratugi í bransanum. „Ég hef séð hann nokkrum sinnum áður,“ sagði Kristinn, sem er fastagestur – ásamt myndavélinni – við ráðherrabústaðinn þegar ríkisstjórnarfundir fara fram, léttur um fráfarandi fjármálaráðherra. „Ég er eiginlega alveg steinbit. Mér finnst þetta merkilegt.“ 

Bjarni ekki búinn að syngja sitt síðasta í pólitík

Þeir Magnús og Kristinn sögðust vera hissa á ákvörðun Bjarna, en áttu ekki von á að fjármálaráðherra væri að hætta í stjórnmálum. „Hann var ekkert að deyja,“ sagði Magnús. „Hann útilokar ekkert að hann taki annað ráðuneyti eða haldi áfram. Hann var svo sem búinn að gefa í skyn eftir síðustu kosningar að hann útilokaði ekki að taka annað ráðuneyti.“

Kristinn býst ekki heldur við því að dagurinn í dag sé sá síðasti sem Bjarni verður fyrir framan myndavélina. Bjarni hefur ekki enn gefið uppi hvort hann muni áfram sitja á þingi eða jafnvel taka annan ráðherrastól. 

„Maður á eftir að sjá hann aftur örugglega,“ sagði Kristinn og Magnús tók undir það: „Ég myndi ekki setja pening á að hann sé að hverfa alveg.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Afsögn Bjarna Ben

Katrín svarar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í ríkisstjórn
FréttirAfsögn Bjarna Ben

Katrín svar­ar því ekki hvort hún hafi hvatt Bjarna til að sitja áfram í rík­is­stjórn

For­sæt­is­ráð­herra tel­ur langt í land með að hægt verði að ræða frek­ari banka­sölu, ólíkt frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra sem til­tók það sem sér­stakt verk­efni nýs fjár­mála­ráð­herra, á blaða­manna­fundi formanna stjórn­ar­flokk­anna í morg­un. Stjórn­ar­flokk­arn­ir sömdu um vopna­hlé eft­ir skær­u­sum­ar á Þing­völl­um í gær.
„Ég ætti í reynd ekki annan valkost en að sitja áfram við ríkisstjórnarborðið“
FréttirAfsögn Bjarna Ben

„Ég ætti í reynd ekki ann­an val­kost en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið“

Bjarni Bene­dikts­son frá­far­andi fjár­mála­ráð­herra tel­ur að hann hafi ekki getað ann­að en að sitja áfram við rík­is­stjórn­ar­borð­ið, þrátt fyr­ir að hafa sagt af sér embætti fjár­mála­ráð­herra. Með því að taka sæti ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist hann vilja auka póli­tísk­an stöð­ug­leika, sem sé for­senda þess efna­hags­lega.
Að selja banka í góðri trú og armslengd
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Að selja banka í góðri trú og arms­lengd

Álit um­boðs­manns Al­þing­is, sem sagði Bjarna Bene­dikts­son van­hæf­an til að selja föð­ur sín­um hlut í Ís­lands­banka, ef­ast ekki um stað­hæf­ing­ar Bjarna um „hreina sam­visku“ eða góða trú. Það snýr að því að Bjarni hafi ekki gætt að hæfi sínu með því að leyfa sér að taka áhættu um hvort hann væri að selja föð­ur sín­um hlut í banka eða ekki þeg­ar hann kvitt­aði und­ir söl­una.
Armslengd frá stjórnarkreppu
GreiningAfsögn Bjarna Ben

Arms­lengd frá stjórn­ar­kreppu

Af­sögn Bjarna Bene­dikts­son­ar hef­ur leitt af sér glund­roða inn­an rík­is­stjórn­ar Ís­lands. Nú eru for­menn­irn­ir í kappi við tím­ann við að finna ein­hverja lausn. Sú lausn þarf að taka mið af þeim raun­veru­leika að Bjarni vill hætta í stjórn­mál­um. Hann er bú­inn með sín níu líf á því sviði, en er þó op­inn fyr­ir að stiga burt á ann­an hátt til að lág­marka skað­ann fyr­ir rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið og Sjálf­stæð­is­flokk­inn.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár