Áslaug Arna tekur af einhverjum ástæðum þá ákvörðun að slá sér upp á því á fundi voldugra vina að niðurlægja Svandísi Svavarsdóttur samráðherra sinn með því að vera fyndin á hennar kostnað.
Fyndnin er að vísu ansi aum, en hún var greinilega vandlega undirbúin, samanber myndina af Svandísi sem birtist um leið og Áslaug Arna náði hápunktinum í „uppistandi“ sínu.
Þetta sýnir í fyrsta lagi, að því er virðist, algjör persónulegt dómgreindarleysi Áslaugar Örnu, því hver getur tekið mark á henni sem samstarfsmanni héðan í frá?
Það er greinilega ekki hægt að treysta henni yfir þröskuld.
Athugið að þetta gerist ekki í miðjum deilum, þegar vissulega getur verið skiljanlegt að ýmis köpuryrði falli án þess það sé beinlínis meiningin. Þetta var bara fyrirfram undirbúin og kaldrifjuð niðurlæging á samstarfsmanni.
En í öðru lagi sýnir þetta hvernig hugsað er um VG í Sjálfstæðisflokknum. Að einn af ráðherrum flokksins skuli hafa látið sér til hugar koma (og undirbúið vandlega) að niðurlægja einn af ráðherrum VG (og það þann ráðherra sem allir vita að grasrót flokksins (ef eitthvað er eftir af henni) þykir vænst um) sýnir að í Sjálfstæðisflokknum er hugsað um VG eins og „eins lúsugs hundkvikindis líki“ í einu bjartsýnisljóða Sigfúsar Daðasonar:
„Aumi hundsræfill!
Nú verður þér loksins kennt að halda kjafti.
[...]
Ótótlega kvikindi! Skríddu!
Flaðraðu! Veltu þér á hrygginn!
Þér skal verða bundin við hundsrófuna ryðguð pjáturdós
og þú skalt drösla henni út um holt og móa, út um lautir og kjörr
þangað til þú hefur lært að fela rófuna milli lappanna,
milli lúsugra hundslappanna eins og hundur.“
En loks, með því að gera Svandísi og þar með VG að samnefnara allra óvina Sjálfstæðisflokksins — Evrópusambandsins (!!), hvalfriðunarsinna, andstæðinga sjókvíaeldis, Samkeppniseftirlitsins og „verktaka þess“ (hamingjan sanna! það er ráðherra í ríkisstjórn Íslands sem talar svona!) — þá lýsir Áslaug Arna um leið algjöru, fullkomnu frati á allar skoðanir og mér liggur við að segja hugsjónir VG.
Í þeim skilningi var þetta „uppistand“ Áslaugar Örnu ekki dómgreindarlaus kjáni að gera misheppnaða tilraun til að vera fyndin og heldur ekki grófur bekkjarruddi að böðlast á bekkjarfélaga í von um að fá aðdáun hjá stóru krökkunum í frímínútunum, heldur var þetta um leið vandlega skipulögð pólitísk atlaga að VG og öllu sem flokkurinn stendur (ennþá) fyrir.
Hvað eigum við að þola þetta lengi?
Ef líkja á ríkisstjórninni við hjónaband, eins og stundum er gert, þá eru hjónin ekki bara löngu skilin að borði og sæng í illindum, heldur er runnin upp stund nálgunarbannsins.
Mesta dómgreindarleysi hennar var þó að sitja þennan fund milljarðamæringanna og lofa þeim óskertum kvóta svo framarlega sem Sjálfstæðisflokkurinn fengi einhverju ráðið.
Eymingans-aumingja Áslaug Arna ráðherra xD-flokksinns.