Matvælaráðuneytið boðar „zero tolerance“, eða ekkert umburðarlyndi, gagnvart slysasleppingum í íslensku sjókvíaeldi. Þetta gerir ráðuneytið í nýrri stefnumörkun í laxeldi fram til ársins 2040 þrátt fyrir að aldrei í sögu þessarar greinar hafi verið hægt að útiloka að fiskar sleppi úr sjókvíum. Kolbeinn Árnason, skrifstofustjóri matvæla- og fiskeldis í ráðuneytinu, notaði þetta orðalag og fór yfir helstu atriðin í nýju stefnumörkuninni á kynningarfundi á Hilton Nordica hótelinu í Reykjavík ásamt Svandísi Svavarsdóttur ráðherra.
Í erindi sínu sagði Kolbeinn orðrétt meðal annars: „Við erum að sjá afleiðingar stroks og þar er mælikvarðinn afskaplega einfaldur: Það er bara zero tolerance í því máli. Ef að lax strýkur úr kví sem þú berð ábyrgð á þá verða heimildir þínar skertar sem nemur margfeldi af þeim löxum sem strjúka.“
Hann nefndi einnig að Hafrannsóknastofnun hefði nýlega dregið til baka drög …
Það er flottara að hafa þetta á frönsku, "tolérance zéro".