Svona er best að lesa á umbúðir matvæla til að meta hollustu þeirra

Græn­meti, ávext­ir, heil­korn og kaldpress­uð ólífu­olía eru allt mat­væli sem eiga heima í mat­væla­körfu þeirra sem vilja borða hollt. Rautt kjöt og mik­ið unn­in mat­væli eru hins veg­ar ekki á list­an­um. Stein­ar B. Að­al­björns­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur miðl­ar ein­föld­um regl­um um hvernig best sé að lesa á um­búð­ir mat­væla til að meta holl­ustu þeirra.

Svona er best að lesa á umbúðir matvæla til að meta hollustu þeirra
Hollusta Steinar segir mikilvægt að borða nóg af grænmeti og ávöxtum. Hvoru tveggja innihaldi trefjar og vítamín. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Allt grænmeti á heima í körfunni, því dekkra því betra. Það kemur mörgum á óvart að það er alltaf betra að velja dökkt grænmeti. En ljóst grænmeti er auðvitað hollt líka og á sannarlega heima í matarkörfunni,“ segir Steinar B. Aðalbjörnsson, næringarfræðingur og sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu. 

Krabbameinsfélagið býður upp á svokallaðar matvörubúðarferðir þar sem næringarfræðingur leiðir lítinn hóp í gegnum matvörubúð. Tilgangurinn er að veita almenningi innsýn inn í einfaldar leiðir sem hægt er að nota þegar verslað er, leiðir sem stuðla að því að betri og hollari matur lendir ofan í innkaupakörfunni, matur sem er að innihaldi í samræmi við sannreyndar niðurstöður rannsókna á líkamlegum áhrifum næringarefna.

Ekki drekka kolvetnin

Heimildin slóst í för með Steinari í verslunarferð. Strax við inngang verslunarinnar blasti við ávaxta- og grænmetisdeildin sem Steinari fannst til fyrirmyndar og nefndi að margar verslanir gerðu þetta til að ýta fólki í átt að hollustunni, og hafa …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Af hverju hafa sumar verslanir grænmetið fremst? Hef lesið að bak við það sé sálfræði. Kenningin er þannig: viðskiptavinurinn byrjar á því að setja hollt í körfuna, er með hreina samvisku gagnvart heilsuna og heldur ánægður áfram inn í búðina. Þar mætir honum óhollustan. En fyrst hann er jú búinn að kaupa grænmeti má sleppa sér leyfa sér aðeins ...
    Sjálfum finnst mér fásinna að setja fyrst viðkvæma grænmetið í körfuna og hlaða svo allt hitt ofan á.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
5
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár